Hitnar undir menningarmálaráðherra Dana 16. mars 2007 18:45 Stjórnarandstaðan á danska þinginu krefst þess að menningarmálaráðherra landsins segi af sér. Hann hafi logið að þinginu um yfirvofandi uppsagnir hjá Danska ríkisútvarpinu og reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þess. Fjármál útvarpsins eru í molum vegna framkvæmda við nýjar höfuðstöðvar. 300 starfsmönnum Danska ríkisútvarpsins verður sagt upp í ár, 10% starfsmanna. Þetta er gert vegna þess að framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar á Amager hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlun - eða sem nemur jafnvirði um 20 milljarða íslenskra króna. Reiðin kraumar meðal starfsmanna sem lögðu niður vinnu í fyrradag og fréttatímar féllu þá niður. Ekki bætir úr skák að 120 stjórnendur útvarpsins eru á sama tíma á leið á námskeið í Kaliforníu og kostar það útvarpið jafnvirði rúmlega 40 milljóna íslenskra króna. Miðað við framúrkeyrsluna skal engan undra að það hafi nú hitnað undir Brian Mikkelsen menningarmálaráðherra. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar hans vegna þess að hann hafi logið að þinginu í síðasta mánuði þegar hann sagðist ekki hafa rætt uppsagnir við stjórn útvarpsins. Þá hefur væntanleg ævisaga fyrrverandi útvarpsstjóra, Christer Nissen, valdið Mikkelsen vandræðum en kaflar úr henni hafa verið birtir í dönsku blöðunum. Nissen var rekinn 2003 en þá var framúrkeyrslan vegna höfuðstöðvanna 16 milljörðum minni en nú og þótti nóg um samt. Nissen segir í bókinni að Mikkelsen hafi gagngert reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu útvarpsins. Tölvupóstar sem renna stoðum undir það hafa verið birtir. Mikkelsen segist hins vegar bara vera að lýsa eigin skoðunum, sem honum leyfist. Lögspekingar í Danmörku segja póstana hins vegar á mörkum þess sem ráðherra leyfist. Þá liggja Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans undir ámæli í bókinni þar sem segir að ætlun ráðherra hafi verið að einkavæða útvarpið og þeirri stefnu hafi markvisst verið fylgt. Danir hafi hins vegar verið mjög samstíga um að ríkisreka útvarpið. Erlent Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Stjórnarandstaðan á danska þinginu krefst þess að menningarmálaráðherra landsins segi af sér. Hann hafi logið að þinginu um yfirvofandi uppsagnir hjá Danska ríkisútvarpinu og reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu þess. Fjármál útvarpsins eru í molum vegna framkvæmda við nýjar höfuðstöðvar. 300 starfsmönnum Danska ríkisútvarpsins verður sagt upp í ár, 10% starfsmanna. Þetta er gert vegna þess að framkvæmdir við nýjar höfuðstöðvar á Amager hafa farið langt fram úr kostnaðaráætlun - eða sem nemur jafnvirði um 20 milljarða íslenskra króna. Reiðin kraumar meðal starfsmanna sem lögðu niður vinnu í fyrradag og fréttatímar féllu þá niður. Ekki bætir úr skák að 120 stjórnendur útvarpsins eru á sama tíma á leið á námskeið í Kaliforníu og kostar það útvarpið jafnvirði rúmlega 40 milljóna íslenskra króna. Miðað við framúrkeyrsluna skal engan undra að það hafi nú hitnað undir Brian Mikkelsen menningarmálaráðherra. Stjórnarandstaðan krefst afsagnar hans vegna þess að hann hafi logið að þinginu í síðasta mánuði þegar hann sagðist ekki hafa rætt uppsagnir við stjórn útvarpsins. Þá hefur væntanleg ævisaga fyrrverandi útvarpsstjóra, Christer Nissen, valdið Mikkelsen vandræðum en kaflar úr henni hafa verið birtir í dönsku blöðunum. Nissen var rekinn 2003 en þá var framúrkeyrslan vegna höfuðstöðvanna 16 milljörðum minni en nú og þótti nóg um samt. Nissen segir í bókinni að Mikkelsen hafi gagngert reynt að hafa áhrif á ritstjórnarstefnu útvarpsins. Tölvupóstar sem renna stoðum undir það hafa verið birtir. Mikkelsen segist hins vegar bara vera að lýsa eigin skoðunum, sem honum leyfist. Lögspekingar í Danmörku segja póstana hins vegar á mörkum þess sem ráðherra leyfist. Þá liggja Anders Fogh Rassmussen, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans undir ámæli í bókinni þar sem segir að ætlun ráðherra hafi verið að einkavæða útvarpið og þeirri stefnu hafi markvisst verið fylgt. Danir hafi hins vegar verið mjög samstíga um að ríkisreka útvarpið.
Erlent Fréttir Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira