
Fótbolti
Flöskukastarinn kærður og settur í bann

Þrítugur ársmiðahafi hjá spænska liðinu Real Betis hefur verið settur í bann af félaginu og kærður til lögreglu fyrir að kasta plastflösku í Juande Ramos þjálfara Sevilla í bikarleik liðanna á dögunum. Leikurinn var flautaður af eftir að Sevilla hafði náð 1-0 forystu, en honum verður haldið áfram fyrir luktum dyrum á heimavelli Getafe þann 20. mars næstkomandi.