Kosningamál, kvennastjórn, háskólar, dollaragrís á teini 12. mars 2007 20:03 Hvernig ræðst það hvað kemst á dagskrá fyrir kosningar? Stundum finnst manni það hálf dularfullt, eins og til dæmis með fiskinn sem skal alltaf vera til umræðu með einum eða öðrum hætti. Í öðrum tilvikum eru býsna vel skipulagðir þrýstihópar að verki. Í gær birtist ályktun frá Framtíðarlandinu þar sem flokkarnir eru hvattir til að ræða umhverfismál fyrir kosningarnar. Að sumu leyti er þessi ályktun óþörf. Það er verið að ræða umhverfismál, virkjanir og stóriðju - kannski langt umfram áhuga meginþorra kjósenda. Enn sem komið er snýst umræðan hún afskaplega lítið um efnahagsmál, skatta, atvinnustefnu - og hverjum sé best treystandi til að fólkið í þessu landi hafi það nokkuð gott áfram? Gildir gamla mottóið It´s the economy, stupid ekki í þetta skipti? Ef svo er gætum við verið undir áhrifum þess sem farið er að kalla Stokkhólms-heilkennið. Um það fjalla ég kannski síðar. --- --- --- Fulltrúum gamla fólksins og öryrkja virðist ekki ætla að ganga jafnvel að koma málum sínum á dagskrá og undanfarin ár. Hins vegar hefur femínistum orðið mjög vel ágengt. Að hluta til er það þrýstingur frá þeim sem ræður því að komin eru fram mjög umdeild drög að frumvarpi um jafnréttismál - sem Sjálfstæðisflokkurinn á reyndar aldrei eftir að samþykkja í óbreyttri mynd. Samfylkingin og VG keppast um hvor flokkurinn sé jafnréttissinnaðri. Konurnar hafa yfirgefið Ingibjörgu Sólrúnu en masse og samfylkingarkonur sem héldu að hún hefði kvennafylgið í ævilangri áskrift vita ekki sitt rjúkandi ráð. Styrmir skrifar Staksteina og boðar að vinstristjórn verði kvennastjórn. Að verði hún mynduð, þá verði hún að meirihluta skipuð konum. Það er reyndar bráðsniðug hugmynd. Hins vegar er spurning hvernig körlum sem telja sig vera fremst í goggunarröðinni líst á það? Hvaða konur eru ráðherraefni í Samfylkingu fyrir utan Ingibjörgu Sólrúnu? Jóhanna Sigurðardóttir? Þórunn Sveinbjarnardóttir? Ásta Ragnheiður? Hvað segja þá Össur, Björgvin G., Kristján Möller, Ágúst Ólafur, Lúðvík Bergvinsson? Hvaða konur eru ráðherraefni hjá Vinstri grænum? Kolbrún Halldórsdóttir líklega? Og fyrir utan hana - kannski nýgræðingarnir Guðfríður Lilja og Katrín Jakobsdóttir? En auðvitað hlýtur maður að ætla að tveir ráðherrastólar séu fráteknir fyrir Steingrím og Ögmund. --- --- --- "Það er nauðsyn að fá háskóla," segja þeir á Vestfjörðum. Bara svona eins og talað var um togara í gamla daga. En háskólar eru menntastofnanir, ekki byggðaaðstoð. Það er þegar orðið alltof mikið af meintum háskólum í þessu landi. --- --- --- Birti að gamni myndina hér að ofan sem er komin af vef Ungra vinstri grænna. Það er gott að þeir eru ekki alveg búnir að gleyma róttækninni, þótt ýmislegt bendi til að flokksforystan ætli að að vera nógu skikkanleg til að hægt sé að bjóða henni inn á skrifstofur bankastjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Hvernig ræðst það hvað kemst á dagskrá fyrir kosningar? Stundum finnst manni það hálf dularfullt, eins og til dæmis með fiskinn sem skal alltaf vera til umræðu með einum eða öðrum hætti. Í öðrum tilvikum eru býsna vel skipulagðir þrýstihópar að verki. Í gær birtist ályktun frá Framtíðarlandinu þar sem flokkarnir eru hvattir til að ræða umhverfismál fyrir kosningarnar. Að sumu leyti er þessi ályktun óþörf. Það er verið að ræða umhverfismál, virkjanir og stóriðju - kannski langt umfram áhuga meginþorra kjósenda. Enn sem komið er snýst umræðan hún afskaplega lítið um efnahagsmál, skatta, atvinnustefnu - og hverjum sé best treystandi til að fólkið í þessu landi hafi það nokkuð gott áfram? Gildir gamla mottóið It´s the economy, stupid ekki í þetta skipti? Ef svo er gætum við verið undir áhrifum þess sem farið er að kalla Stokkhólms-heilkennið. Um það fjalla ég kannski síðar. --- --- --- Fulltrúum gamla fólksins og öryrkja virðist ekki ætla að ganga jafnvel að koma málum sínum á dagskrá og undanfarin ár. Hins vegar hefur femínistum orðið mjög vel ágengt. Að hluta til er það þrýstingur frá þeim sem ræður því að komin eru fram mjög umdeild drög að frumvarpi um jafnréttismál - sem Sjálfstæðisflokkurinn á reyndar aldrei eftir að samþykkja í óbreyttri mynd. Samfylkingin og VG keppast um hvor flokkurinn sé jafnréttissinnaðri. Konurnar hafa yfirgefið Ingibjörgu Sólrúnu en masse og samfylkingarkonur sem héldu að hún hefði kvennafylgið í ævilangri áskrift vita ekki sitt rjúkandi ráð. Styrmir skrifar Staksteina og boðar að vinstristjórn verði kvennastjórn. Að verði hún mynduð, þá verði hún að meirihluta skipuð konum. Það er reyndar bráðsniðug hugmynd. Hins vegar er spurning hvernig körlum sem telja sig vera fremst í goggunarröðinni líst á það? Hvaða konur eru ráðherraefni í Samfylkingu fyrir utan Ingibjörgu Sólrúnu? Jóhanna Sigurðardóttir? Þórunn Sveinbjarnardóttir? Ásta Ragnheiður? Hvað segja þá Össur, Björgvin G., Kristján Möller, Ágúst Ólafur, Lúðvík Bergvinsson? Hvaða konur eru ráðherraefni hjá Vinstri grænum? Kolbrún Halldórsdóttir líklega? Og fyrir utan hana - kannski nýgræðingarnir Guðfríður Lilja og Katrín Jakobsdóttir? En auðvitað hlýtur maður að ætla að tveir ráðherrastólar séu fráteknir fyrir Steingrím og Ögmund. --- --- --- "Það er nauðsyn að fá háskóla," segja þeir á Vestfjörðum. Bara svona eins og talað var um togara í gamla daga. En háskólar eru menntastofnanir, ekki byggðaaðstoð. Það er þegar orðið alltof mikið af meintum háskólum í þessu landi. --- --- --- Birti að gamni myndina hér að ofan sem er komin af vef Ungra vinstri grænna. Það er gott að þeir eru ekki alveg búnir að gleyma róttækninni, þótt ýmislegt bendi til að flokksforystan ætli að að vera nógu skikkanleg til að hægt sé að bjóða henni inn á skrifstofur bankastjóra.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun