Magnús áfram í Meistaranum 1. mars 2007 22:51 Magnús Lúðvík Þorláksson tryggði sér fyrr í kvöld sæti í 8 manna úrslitum í Meistaranum, spurningakeppninni sem sýnd er á Stöð 2. Magnús Lúðvík lagði þá Baldvin Má Baldvinsson í spennandi viðureign þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaspurningunni. Magnús Lúðvík er yngsti keppandinn í Meistaranum í ár. Hann er 18 ára gamall nemi við Menntaskólann í Reykjavík, en Baldvin Már er 21 árs gamall. Báðir eru fræknir Gettu betur spilarar. Baldur Már var í sigurliði Borgarholtsskóla 2005 en Magnús Lúðvík hefur síðastliðin tvö ár verið í Gettu betur-liði MR og er kominn í 8 liða úrslit í keppninnar í ár. Þar með er hann meðal þeirra átta bestu á tveimur vígstöðvum og verður spennandi að fylgjast með hversu langt hann nær. Í viðureigninni gegn Baldvini Má fór Magnús Lúðvík vel af stað og náði fljótlega góðu forskoti, sem hann hélt þar til á endasprettinum. Í lokaspurningu Magnúsar, þegar staðan var 19-16, lagði hann undir 3 stig, sem þýddi að hann hefði unnið ef hann hefði svarað rétt. En hann vissi ekki svarið og staðan því skyndilega orðin jöfn 16-16. Baldvin átti enn inni eina spurningu og gat stolið sigrinum. Hann ákvað þá að leggja 5 stig undir en svaraði rangt og því var lokastaðan 16-11, Magnúsi í vil. Magnús er þar með kominn í 8 manna úrslit ásamt þeim Páli Ásgeiri Ásgeirssyni og Helga Árnasyni. Fjórða viðureign fyrstu umferðar fer fram að viku liðinni, fimmtudaginn 8. mars. Þar eigast við grúskarar tveir, á ólíkum aldri og af sitthvoru kyninu; Illugi Jökulsson ritstjóri á móti Bryndísi Sveinsdóttur, nema og blaðakonu, en aldursmunurinn er nærri 20 ár. Illugi snýr þá aftur til keppni í Meistaranum, en hann var með í fyrstu Meistarakeppninni og náði þá alla leið í undanúrslit. Þar beið hann lægri hlut fyrir Jónasi Erni Helgasyni, sem síðan átti eftir að vinna keppnina og verða krýndur Meistari. Bryndís hefur ekki tekið opinberlega þátt í spurningakeppni áður en komst inn í Meistarann eftir að hafa staðið sig einna best allra í inntökuprófinu. Fréttir Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira
Magnús Lúðvík Þorláksson tryggði sér fyrr í kvöld sæti í 8 manna úrslitum í Meistaranum, spurningakeppninni sem sýnd er á Stöð 2. Magnús Lúðvík lagði þá Baldvin Má Baldvinsson í spennandi viðureign þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaspurningunni. Magnús Lúðvík er yngsti keppandinn í Meistaranum í ár. Hann er 18 ára gamall nemi við Menntaskólann í Reykjavík, en Baldvin Már er 21 árs gamall. Báðir eru fræknir Gettu betur spilarar. Baldur Már var í sigurliði Borgarholtsskóla 2005 en Magnús Lúðvík hefur síðastliðin tvö ár verið í Gettu betur-liði MR og er kominn í 8 liða úrslit í keppninnar í ár. Þar með er hann meðal þeirra átta bestu á tveimur vígstöðvum og verður spennandi að fylgjast með hversu langt hann nær. Í viðureigninni gegn Baldvini Má fór Magnús Lúðvík vel af stað og náði fljótlega góðu forskoti, sem hann hélt þar til á endasprettinum. Í lokaspurningu Magnúsar, þegar staðan var 19-16, lagði hann undir 3 stig, sem þýddi að hann hefði unnið ef hann hefði svarað rétt. En hann vissi ekki svarið og staðan því skyndilega orðin jöfn 16-16. Baldvin átti enn inni eina spurningu og gat stolið sigrinum. Hann ákvað þá að leggja 5 stig undir en svaraði rangt og því var lokastaðan 16-11, Magnúsi í vil. Magnús er þar með kominn í 8 manna úrslit ásamt þeim Páli Ásgeiri Ásgeirssyni og Helga Árnasyni. Fjórða viðureign fyrstu umferðar fer fram að viku liðinni, fimmtudaginn 8. mars. Þar eigast við grúskarar tveir, á ólíkum aldri og af sitthvoru kyninu; Illugi Jökulsson ritstjóri á móti Bryndísi Sveinsdóttur, nema og blaðakonu, en aldursmunurinn er nærri 20 ár. Illugi snýr þá aftur til keppni í Meistaranum, en hann var með í fyrstu Meistarakeppninni og náði þá alla leið í undanúrslit. Þar beið hann lægri hlut fyrir Jónasi Erni Helgasyni, sem síðan átti eftir að vinna keppnina og verða krýndur Meistari. Bryndís hefur ekki tekið opinberlega þátt í spurningakeppni áður en komst inn í Meistarann eftir að hafa staðið sig einna best allra í inntökuprófinu.
Fréttir Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Fleiri fréttir Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Sjá meira