Umsátur á Norðurbrú 1. mars 2007 12:04 Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Það var fyrr í vetur sem mikil átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda við húsið. Ungmenni hafa átt þar aðstöðu í aldarfjórðung en borgin seldi húsið fyrir fimm árum og síðan 2003 hafa nýir eigendur, kristilegu samtökin Faderhuset, reynt að fá unga fólkið út úr húsinu, án árangurs. Byggja eigi upp á reitnum eftir að húsið hafi verið rifið. Ungmenni hafa hins vegar hertekið húsið undanfarnar vikur og segjast ekki gefa það eftir baráttulaust. Það var svo í morgun sem lögregla mætti að húsinu við Jagtvej sextíu og níu með mikið lið manna og þyrlur. Öllum var hent út á innan við hálftíma. Sérsveitarmenn sigu niður á þak þess. Lögregla umkringdi húsið, setti upp vegatálma og bannaði fólki að koma nálægt því. Fjöldi svartklæddra ungmenna safnaðist saman við húsið og hafa þau reynt hvað þau geta til að komast fram hjá tálmum lögreglunnar, gert hróp að lögreglumönnum og kastað grjóti í átt að þeim. Lögregla ætlar að rífa húsið strax í dag og hefur sprengiefni verið flutt inn í það. Á níunda tímanum í morgun bárust svo fréttir af því að óeirðir væru að brjótast út við Kristjaníu í Kaupmannahöfn þar sem ungmenni höfuð reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Talið er að ungmennin þar séu að reyna að draga athygli lögreglunnar frá húsinu á Norðurbrú. Lögregla er með mikinn viðbúnað í Kristjaníu. Björn Ingi Björnsson, ljósmyndari, er á Jagtveg. Hann segir allt með kyrrum kjörum nú. Mótmælendur haldi sig til hlés en líkast til að undirbúa sig fyrir frekari mótmæli síðar í dag. Hann segir nærliggjandi hús hafa verið rýmd og skólum og leikskólum lokað. APAPAPAPAPAPAPAPAPAPAPAP Erlent Fréttir Tengdar fréttir Ætlar borgin að rífa húsið strax í dag? Ungmenni sem haft hafa aðstöðu í Ungdomshuset hafa kveikt elda á Nörrebrogade og henda nú grjóti og flöskum í átt að lögreglu sem stendur vakt um Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum Vísir ætlar lögregla að standa vörð um húsið í dag á meðan stórvirkar vinnuvélar koma og rífa það niður, þetta er þó ekki staðfest. Þá munu ungmenni vera að skipuleggja tilraun til að komast aftur inn í húsið. 1. mars 2007 09:25 Lögregla eykur viðbúnað vegna mótmæla Lögregla eykur enn viðbúnað við Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Fjölmörgum leikskólum og skólum í Nörrebro-hverfinu hefur verið lokað. Þá er lögregla með sérstaka vakt við Stórabeltis-brúnna þar sem búist er við því að ungmenni víðsvegar að í landinu ætli að flykkjast til Kaupmannahafnar til að taka þátt í að mótmæla aðgerðum lögreglunnar við Ungdomshuset. Mótmælendum hefur þegar fjölgað mikið og hefur lögregla að sama skapi aukið viðbúnað sinn. Nokkrir götueldar loga nú í götunum í kringum Jagtvej, þar sem Ungdomshuset stendur en lögregla hefur lokað Jagtvej í báða enda. 1. mars 2007 10:19 Lögregla rýmdi Ungdomshuset Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup og rýmdi Ungdomshuset á Norrebro á svipstundu í morgun. Þegar hefur fjöldi mótmælanda safnast saman og búist er við hörðum átökum. Lögregla hefur handtekið um 20 mótmælendur, þ.á.m. hóp sem reyndi að komast framhjá vegtálmum. 1. mars 2007 07:52 Merkri sögu Ungdomshuset að ljúka Í dag lauk langri sögu Ungdomshuset sem hefur verið vinsæll samkomustaður fyrir ungmenni Kaupmannahafnar í marga áratugi. Átökin milli þeirra og borgaryfirvalda hafa stigmagnast á síðustu misserum og náðu hámarki með rýmingu hússins í morgun. Fróðlegt er að skoða forsögu hússins í ljósi atburða dagsins. 1. mars 2007 12:15 Rífa húsið strax í dag Lögregla ætlar að rífa Ungdomshuset strax í dag og þegar hefur sprengiefni verið flutt inn í húsið. Aðstandendur hússins hafa boðað frekari fjöldamótmæli í kvöld og búist er við miklum fjölda. Á áttunda tug hafa verið handteknir í mótmælunum. 1. mars 2007 11:08 Óeirðir við Kristjaníu Óeirðir eru að brjótast út við Kristjaníu í Kaupmannahöfn en þar hafa ungmenni reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Slökkvilið er á staðnum og reynir að slökkva eldana.Talið er að ungmennin séu að reyna að draga athygli lögreglunnar frá Ungdomshuset á Norrebro. Þar hafa einnig verið kveiktir götueldar og þar er lögregla með mikinn viðbúnað. 1. mars 2007 09:39 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup á Ungdomshuset á Norðurbrú í morgun og rýmdi það á svipstundu. Til harðra átaka hefur komið. Óeirðir eru einnig að brjótast út í Kristjaníu þar sem ungmenni hafa reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Það var fyrr í vetur sem mikil átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda við húsið. Ungmenni hafa átt þar aðstöðu í aldarfjórðung en borgin seldi húsið fyrir fimm árum og síðan 2003 hafa nýir eigendur, kristilegu samtökin Faderhuset, reynt að fá unga fólkið út úr húsinu, án árangurs. Byggja eigi upp á reitnum eftir að húsið hafi verið rifið. Ungmenni hafa hins vegar hertekið húsið undanfarnar vikur og segjast ekki gefa það eftir baráttulaust. Það var svo í morgun sem lögregla mætti að húsinu við Jagtvej sextíu og níu með mikið lið manna og þyrlur. Öllum var hent út á innan við hálftíma. Sérsveitarmenn sigu niður á þak þess. Lögregla umkringdi húsið, setti upp vegatálma og bannaði fólki að koma nálægt því. Fjöldi svartklæddra ungmenna safnaðist saman við húsið og hafa þau reynt hvað þau geta til að komast fram hjá tálmum lögreglunnar, gert hróp að lögreglumönnum og kastað grjóti í átt að þeim. Lögregla ætlar að rífa húsið strax í dag og hefur sprengiefni verið flutt inn í það. Á níunda tímanum í morgun bárust svo fréttir af því að óeirðir væru að brjótast út við Kristjaníu í Kaupmannahöfn þar sem ungmenni höfuð reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Talið er að ungmennin þar séu að reyna að draga athygli lögreglunnar frá húsinu á Norðurbrú. Lögregla er með mikinn viðbúnað í Kristjaníu. Björn Ingi Björnsson, ljósmyndari, er á Jagtveg. Hann segir allt með kyrrum kjörum nú. Mótmælendur haldi sig til hlés en líkast til að undirbúa sig fyrir frekari mótmæli síðar í dag. Hann segir nærliggjandi hús hafa verið rýmd og skólum og leikskólum lokað. APAPAPAPAPAPAPAPAPAPAPAP
Erlent Fréttir Tengdar fréttir Ætlar borgin að rífa húsið strax í dag? Ungmenni sem haft hafa aðstöðu í Ungdomshuset hafa kveikt elda á Nörrebrogade og henda nú grjóti og flöskum í átt að lögreglu sem stendur vakt um Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum Vísir ætlar lögregla að standa vörð um húsið í dag á meðan stórvirkar vinnuvélar koma og rífa það niður, þetta er þó ekki staðfest. Þá munu ungmenni vera að skipuleggja tilraun til að komast aftur inn í húsið. 1. mars 2007 09:25 Lögregla eykur viðbúnað vegna mótmæla Lögregla eykur enn viðbúnað við Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Fjölmörgum leikskólum og skólum í Nörrebro-hverfinu hefur verið lokað. Þá er lögregla með sérstaka vakt við Stórabeltis-brúnna þar sem búist er við því að ungmenni víðsvegar að í landinu ætli að flykkjast til Kaupmannahafnar til að taka þátt í að mótmæla aðgerðum lögreglunnar við Ungdomshuset. Mótmælendum hefur þegar fjölgað mikið og hefur lögregla að sama skapi aukið viðbúnað sinn. Nokkrir götueldar loga nú í götunum í kringum Jagtvej, þar sem Ungdomshuset stendur en lögregla hefur lokað Jagtvej í báða enda. 1. mars 2007 10:19 Lögregla rýmdi Ungdomshuset Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup og rýmdi Ungdomshuset á Norrebro á svipstundu í morgun. Þegar hefur fjöldi mótmælanda safnast saman og búist er við hörðum átökum. Lögregla hefur handtekið um 20 mótmælendur, þ.á.m. hóp sem reyndi að komast framhjá vegtálmum. 1. mars 2007 07:52 Merkri sögu Ungdomshuset að ljúka Í dag lauk langri sögu Ungdomshuset sem hefur verið vinsæll samkomustaður fyrir ungmenni Kaupmannahafnar í marga áratugi. Átökin milli þeirra og borgaryfirvalda hafa stigmagnast á síðustu misserum og náðu hámarki með rýmingu hússins í morgun. Fróðlegt er að skoða forsögu hússins í ljósi atburða dagsins. 1. mars 2007 12:15 Rífa húsið strax í dag Lögregla ætlar að rífa Ungdomshuset strax í dag og þegar hefur sprengiefni verið flutt inn í húsið. Aðstandendur hússins hafa boðað frekari fjöldamótmæli í kvöld og búist er við miklum fjölda. Á áttunda tug hafa verið handteknir í mótmælunum. 1. mars 2007 11:08 Óeirðir við Kristjaníu Óeirðir eru að brjótast út við Kristjaníu í Kaupmannahöfn en þar hafa ungmenni reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Slökkvilið er á staðnum og reynir að slökkva eldana.Talið er að ungmennin séu að reyna að draga athygli lögreglunnar frá Ungdomshuset á Norrebro. Þar hafa einnig verið kveiktir götueldar og þar er lögregla með mikinn viðbúnað. 1. mars 2007 09:39 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Sjá meira
Ætlar borgin að rífa húsið strax í dag? Ungmenni sem haft hafa aðstöðu í Ungdomshuset hafa kveikt elda á Nörrebrogade og henda nú grjóti og flöskum í átt að lögreglu sem stendur vakt um Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Samkvæmt heimildum Vísir ætlar lögregla að standa vörð um húsið í dag á meðan stórvirkar vinnuvélar koma og rífa það niður, þetta er þó ekki staðfest. Þá munu ungmenni vera að skipuleggja tilraun til að komast aftur inn í húsið. 1. mars 2007 09:25
Lögregla eykur viðbúnað vegna mótmæla Lögregla eykur enn viðbúnað við Ungdomshuset í Kaupmannahöfn. Fjölmörgum leikskólum og skólum í Nörrebro-hverfinu hefur verið lokað. Þá er lögregla með sérstaka vakt við Stórabeltis-brúnna þar sem búist er við því að ungmenni víðsvegar að í landinu ætli að flykkjast til Kaupmannahafnar til að taka þátt í að mótmæla aðgerðum lögreglunnar við Ungdomshuset. Mótmælendum hefur þegar fjölgað mikið og hefur lögregla að sama skapi aukið viðbúnað sinn. Nokkrir götueldar loga nú í götunum í kringum Jagtvej, þar sem Ungdomshuset stendur en lögregla hefur lokað Jagtvej í báða enda. 1. mars 2007 10:19
Lögregla rýmdi Ungdomshuset Lögreglan í Kaupmannahöfn gerði áhlaup og rýmdi Ungdomshuset á Norrebro á svipstundu í morgun. Þegar hefur fjöldi mótmælanda safnast saman og búist er við hörðum átökum. Lögregla hefur handtekið um 20 mótmælendur, þ.á.m. hóp sem reyndi að komast framhjá vegtálmum. 1. mars 2007 07:52
Merkri sögu Ungdomshuset að ljúka Í dag lauk langri sögu Ungdomshuset sem hefur verið vinsæll samkomustaður fyrir ungmenni Kaupmannahafnar í marga áratugi. Átökin milli þeirra og borgaryfirvalda hafa stigmagnast á síðustu misserum og náðu hámarki með rýmingu hússins í morgun. Fróðlegt er að skoða forsögu hússins í ljósi atburða dagsins. 1. mars 2007 12:15
Rífa húsið strax í dag Lögregla ætlar að rífa Ungdomshuset strax í dag og þegar hefur sprengiefni verið flutt inn í húsið. Aðstandendur hússins hafa boðað frekari fjöldamótmæli í kvöld og búist er við miklum fjölda. Á áttunda tug hafa verið handteknir í mótmælunum. 1. mars 2007 11:08
Óeirðir við Kristjaníu Óeirðir eru að brjótast út við Kristjaníu í Kaupmannahöfn en þar hafa ungmenni reist vegatálma og fleygt bensínsprengjum. Slökkvilið er á staðnum og reynir að slökkva eldana.Talið er að ungmennin séu að reyna að draga athygli lögreglunnar frá Ungdomshuset á Norrebro. Þar hafa einnig verið kveiktir götueldar og þar er lögregla með mikinn viðbúnað. 1. mars 2007 09:39