GusGus á Nasa 28. febrúar 2007 12:00 Miðasala á tónleikana hefst 1. mars Hljómsveitin GusGus fagnar útgáfu breiðskífunnar FOREVER með útgáfutónleikum á NASA, laugardagskvöldið 24. mars. Þá verður ár liðið frá því sveitin spilaði síðast í Reykjavík á eftirminnilegum tónleikum sem fóru einmitt fram á NASA. Tónleikarnir eru jafnframt útgáfutónleikar hljómsveitar Petter Winnberg úr Hjálmum, Petter & The Pix, sem í lok síðasta árs gáfu út skífuna Easily Tricked. Miðasala á tónleikana hefst fimmtudaginn 1. mars, sama dag og FOREVER kemur í verslanir. Hún fer fram í verslunum Skífunnar, BT Akureyri, Egilstöðum og Selfossi og á http://www.midi.is Miðaverð er 2.000 kr í forsölu, en 2.500 kr á tónleikadag á NASA. Athugið að takmarkað magn miða er í boði í forsölu. GusGus mætir til leiks með nýtt live prógram sem í framhaldinu verður farið með til Berlín, Amsterdam, Barcelona, tónlistarhátíðarnar Glastonbury og Benecassim og víðar í Evrópu í kjölfarið á útgáfu FOREVER á meginlandinu. Það útgáfufélag GusGus, Pineapple Records - sem gefur út bæði FOREVER og Easily Tricked - sem stendur fyrir tónleikunum í samvinnu við Hr. Örlyg. GusGus GusGus var stofnuð árið 1995. Meðlimir eru Biggi Veira, Earth og President Bongo. FOREVER er fimmta stúdíó plata GusGus. Meðal gesta á plötunni eru Daníel Ágúst, sem syngur "Moss" sem nýlega kom út á smáskífu með endurhljóðböndunum frá Greg Churchill og Tim Deluxe, Páll Óskar sem syngur í lögunum "Need in Me" og "Hold You" ásamt Detroid búanum Aaron-Carl, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og prófessorinn sjálfur Ótarr Proppe, sem ælir út úr sér upphafsorðum plötunnar "Forever". FOREVER inniheldur einnig lagið "If You Don't Jump Your English" sem inniheldur kunnuglegt stef úr lagi Purks Pilnikks. FOREVER er gefin út af Pineapple Records, Smekkleysa sér um dreifingu plötunnar hérlendis. Petter & The Pix Petter & The Pix er skipuð Petter Winnberg (gítar, söngur) sem áður var í reggí hljómsveitinni Hjálmar, Mike Svensson (hljómborð), Andreas Gabrielsson (bassi) og Nils Törnqvist (trommur). Plata þeirra Easily Tricked kom út 15. desember hjá Pineapple Records, en Smekkleysa sér um drefingu plötunnar hérlendis. Tónleikar Petter & The Pix á NASA eru fyrstu tónleikar sveitarinnar hérlendis síðan hún kom fram á tónlistarhátíðinni Vorblót - Rite of Spring síðasta vor. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin GusGus fagnar útgáfu breiðskífunnar FOREVER með útgáfutónleikum á NASA, laugardagskvöldið 24. mars. Þá verður ár liðið frá því sveitin spilaði síðast í Reykjavík á eftirminnilegum tónleikum sem fóru einmitt fram á NASA. Tónleikarnir eru jafnframt útgáfutónleikar hljómsveitar Petter Winnberg úr Hjálmum, Petter & The Pix, sem í lok síðasta árs gáfu út skífuna Easily Tricked. Miðasala á tónleikana hefst fimmtudaginn 1. mars, sama dag og FOREVER kemur í verslanir. Hún fer fram í verslunum Skífunnar, BT Akureyri, Egilstöðum og Selfossi og á http://www.midi.is Miðaverð er 2.000 kr í forsölu, en 2.500 kr á tónleikadag á NASA. Athugið að takmarkað magn miða er í boði í forsölu. GusGus mætir til leiks með nýtt live prógram sem í framhaldinu verður farið með til Berlín, Amsterdam, Barcelona, tónlistarhátíðarnar Glastonbury og Benecassim og víðar í Evrópu í kjölfarið á útgáfu FOREVER á meginlandinu. Það útgáfufélag GusGus, Pineapple Records - sem gefur út bæði FOREVER og Easily Tricked - sem stendur fyrir tónleikunum í samvinnu við Hr. Örlyg. GusGus GusGus var stofnuð árið 1995. Meðlimir eru Biggi Veira, Earth og President Bongo. FOREVER er fimmta stúdíó plata GusGus. Meðal gesta á plötunni eru Daníel Ágúst, sem syngur "Moss" sem nýlega kom út á smáskífu með endurhljóðböndunum frá Greg Churchill og Tim Deluxe, Páll Óskar sem syngur í lögunum "Need in Me" og "Hold You" ásamt Detroid búanum Aaron-Carl, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson og prófessorinn sjálfur Ótarr Proppe, sem ælir út úr sér upphafsorðum plötunnar "Forever". FOREVER inniheldur einnig lagið "If You Don't Jump Your English" sem inniheldur kunnuglegt stef úr lagi Purks Pilnikks. FOREVER er gefin út af Pineapple Records, Smekkleysa sér um dreifingu plötunnar hérlendis. Petter & The Pix Petter & The Pix er skipuð Petter Winnberg (gítar, söngur) sem áður var í reggí hljómsveitinni Hjálmar, Mike Svensson (hljómborð), Andreas Gabrielsson (bassi) og Nils Törnqvist (trommur). Plata þeirra Easily Tricked kom út 15. desember hjá Pineapple Records, en Smekkleysa sér um drefingu plötunnar hérlendis. Tónleikar Petter & The Pix á NASA eru fyrstu tónleikar sveitarinnar hérlendis síðan hún kom fram á tónlistarhátíðinni Vorblót - Rite of Spring síðasta vor.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira