Kapphlaup í kjörbúðinni 22. febrúar 2007 14:04 Robert Mugabe hefur stjórnað Zimbabwe í 27 ár. Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabwe er nú 1600 prósent á ársgrundvelli og landið er gjaldþrota, eftir 27 ára einræðisstjórn hins 83 ára gamla Roberts Mugabe. Þetta hefur auðvitað áhrif á daglegt líf þegnanna. Þeirra á meðal er Nelson Banya sem segist vera heppinn, því hann sé einn af tuttugu prósentum íbúa Zimbabwes, sem þó hafi atvinnu. Banya segir meðal annars frá því að eins og aðrir fari hann snemma að sofa á kvöldin því rafmagnið hefur verið tekið af. Þegar hann vaknar á morgnana kveikir hann eld úr sprekum til þess að elda sér morgunverð, því rafmagnið er ekki komið á ennþá. Oft er heldur ekkert vatn í krönunum og þá verður hann að fara með fötu í félagsmiðstöð til þess að ná í vatn. Það er hálftíma gangur hvora leið. Þegar hann svo loks leggur af stað í vinnuna er viðbúið að engir strætisvagnar gangi, því þeir eru annaðhvort bilaðir eða ekki til eldsneyti á þá. Brauð sem kostaði 250 Zimbabwe dollara fyrir nokkrum mánuðum (70 íkr.) kostar í dag 1000 dollara (280 íkr.). Í hraðbönkum eru ekki lengur 1000 dollara seðlar, heldur aðeins 10.000. Mest sláandi í lýsingu Nelsons Banya, er þó þegar hann segir frá því þegar hann fer út í búð til þess að kaupa inn. Þar er stanslaust kapphlaup milli viðskiptavina og afgreiðslumanna. Viðskiptavinirnir æða um búðina og grípa það sem þeir þurfa að kaupa, og reyna að vera á undan afgreiðslumanninum sem er að verðmerkja vörurnar upp á nýtt. Svo er kapphlaup að kassanum, þar sem oftar en ekki hefst hávaða rifrildi um hvort selja eigi vöruna á nýja verðinu, eða gamla verðinu, sem var fyrir hádegi. Erlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira
Verðbólga í Afríkuríkinu Zimbabwe er nú 1600 prósent á ársgrundvelli og landið er gjaldþrota, eftir 27 ára einræðisstjórn hins 83 ára gamla Roberts Mugabe. Þetta hefur auðvitað áhrif á daglegt líf þegnanna. Þeirra á meðal er Nelson Banya sem segist vera heppinn, því hann sé einn af tuttugu prósentum íbúa Zimbabwes, sem þó hafi atvinnu. Banya segir meðal annars frá því að eins og aðrir fari hann snemma að sofa á kvöldin því rafmagnið hefur verið tekið af. Þegar hann vaknar á morgnana kveikir hann eld úr sprekum til þess að elda sér morgunverð, því rafmagnið er ekki komið á ennþá. Oft er heldur ekkert vatn í krönunum og þá verður hann að fara með fötu í félagsmiðstöð til þess að ná í vatn. Það er hálftíma gangur hvora leið. Þegar hann svo loks leggur af stað í vinnuna er viðbúið að engir strætisvagnar gangi, því þeir eru annaðhvort bilaðir eða ekki til eldsneyti á þá. Brauð sem kostaði 250 Zimbabwe dollara fyrir nokkrum mánuðum (70 íkr.) kostar í dag 1000 dollara (280 íkr.). Í hraðbönkum eru ekki lengur 1000 dollara seðlar, heldur aðeins 10.000. Mest sláandi í lýsingu Nelsons Banya, er þó þegar hann segir frá því þegar hann fer út í búð til þess að kaupa inn. Þar er stanslaust kapphlaup milli viðskiptavina og afgreiðslumanna. Viðskiptavinirnir æða um búðina og grípa það sem þeir þurfa að kaupa, og reyna að vera á undan afgreiðslumanninum sem er að verðmerkja vörurnar upp á nýtt. Svo er kapphlaup að kassanum, þar sem oftar en ekki hefst hávaða rifrildi um hvort selja eigi vöruna á nýja verðinu, eða gamla verðinu, sem var fyrir hádegi.
Erlent Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Sjá meira