Bíó og sjónvarp

Æfingar hafnar hjá Óperunni

Úr sýningu Óperustúdíósins í fyrra, Nótt í Feneyjum eftir Johan Strauss.
Úr sýningu Óperustúdíósins í fyrra, Nótt í Feneyjum eftir Johan Strauss. MYND/Kristján Maack

Óperustúdíó Íslensku óperunnar frumsýnir óperurnar Systur Angelicu og Gianni Schicchi eftir Puccini 21. mars nk. Æfingar eru komnar vel á veg og taka yfir þrjátíu söngnemendur og fjörtíu nemendur í hljóðfæraleik þátt í verkefninu. Þetta er fjórða árið í röð sem Íslenska óperan stendur fyrir Óperustúíói og og reynsla síðustu þriggja ára hefur sýnt að það er mikill áhugi fyrir verkefninu bæði meðal þátttakenda sem og áhorfenda. Hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason og leikstjóri Ingólfur Níels Árnason.

Ingólfur Níels segir það mikilvægt fyrir söngnemendur að fá tækifæri til að taka þátt í verkefni sem þessu; „í Óperustúdíóinu fá nemendur tækifæri til að taka þátt í verkefni sem unnið er að öllu leyti eins og önnur verkefni Íslensku óperunnar og í óperuhúsum almennt. Það er hægt að líta á þátttökuna sem viðbót við námið, hér fá nemendurnir tækifæri til að spreyta sig í leiklist og sviðshreyfingum samhliða söngnum á meðan skólarnir leggja meiri áherslu á söng og raddþjálfun."

Leikmynda - og búningahönnuður Óperustúdíósins er Hlín Gunnarsdóttir og ljósahönnuður Jóhann Bjarni Pálmason.Óperustúdíóið er unnið í samstarfi við tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu og Glitnir kemur að kostun verkefnisins þriðja árið í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.