Bakkavör innkallar hummus 19. febrúar 2007 18:45 Bakkavör hefur innkallað kjúklingabaunamauk úr sex matvöruverslanakeðjum á Bretlandi eftir að salmonellusmit greindist í sýnum úr því. Ekki er talið að nokkur hafi veikst eftir að hafa neytt vörunnar og segir forstjóri fyrirtækisins fjárhagstjón vegna smitsins óverulegt. Salmonellan fannst við reglubundið eftirlit síðastliðinn fimmtudag þegar sýni voru tekin úr tveimur tegundum kjúklingabaunamauks, eða hummus, sem Bakkavör framleiðir í einni af verksmiðjum sínum fyrir Marks og Spencer-keðjuna. Allt hummus frá Bakkavör var í kjölfarið tekið búðum Marks og Spencer og þar sem samskonar vörur eru búnar til fyrir fimm aðrar keðjur í Bretlandi og á Írlandi, Tesco, Somerfield, Waitrose, Co-op og Sainsbury's, var einnig ákveðið að kalla inn stóran hluta þess hummus þaðan. Ítarleg rannsókn um helgina leiddi í ljós að salmonellan kom úr hráefni sem notað er við vinnsluna. Að sögn Ágústs Guðmundssonar, forstjóra Bakkavarar er talið að þar með sé búið að koma í veg fyrir frekara smit. Engar kvartanir hafa borist fyrirtækinu frá neytendum vegna hummusins og innköllunin er fyrst og fremst í varúðarskyni. Bakkavör hefur ekki viljað gefa upp hversu marga skammta af vörunni fyrirtækið varð að innkalla en breskir fjölmiðlar telja að þeir hlaupi á tugum þúsunda. Engu að síður segir Ágúst fjárhagstjónið vegna þessa óverulegt og hann segir keðjurnar engin áform hafa um að hætta viðskipum við Bakkavör enda komi slík smit af og til upp. Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Bakkavör hefur innkallað kjúklingabaunamauk úr sex matvöruverslanakeðjum á Bretlandi eftir að salmonellusmit greindist í sýnum úr því. Ekki er talið að nokkur hafi veikst eftir að hafa neytt vörunnar og segir forstjóri fyrirtækisins fjárhagstjón vegna smitsins óverulegt. Salmonellan fannst við reglubundið eftirlit síðastliðinn fimmtudag þegar sýni voru tekin úr tveimur tegundum kjúklingabaunamauks, eða hummus, sem Bakkavör framleiðir í einni af verksmiðjum sínum fyrir Marks og Spencer-keðjuna. Allt hummus frá Bakkavör var í kjölfarið tekið búðum Marks og Spencer og þar sem samskonar vörur eru búnar til fyrir fimm aðrar keðjur í Bretlandi og á Írlandi, Tesco, Somerfield, Waitrose, Co-op og Sainsbury's, var einnig ákveðið að kalla inn stóran hluta þess hummus þaðan. Ítarleg rannsókn um helgina leiddi í ljós að salmonellan kom úr hráefni sem notað er við vinnsluna. Að sögn Ágústs Guðmundssonar, forstjóra Bakkavarar er talið að þar með sé búið að koma í veg fyrir frekara smit. Engar kvartanir hafa borist fyrirtækinu frá neytendum vegna hummusins og innköllunin er fyrst og fremst í varúðarskyni. Bakkavör hefur ekki viljað gefa upp hversu marga skammta af vörunni fyrirtækið varð að innkalla en breskir fjölmiðlar telja að þeir hlaupi á tugum þúsunda. Engu að síður segir Ágúst fjárhagstjónið vegna þessa óverulegt og hann segir keðjurnar engin áform hafa um að hætta viðskipum við Bakkavör enda komi slík smit af og til upp.
Erlent Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira