Baugsmálið, Króníkan, klámþing og femínistar 15. febrúar 2007 20:50 Baugsmálið er farið að minna mig á leikrit eftir Harold Pinter. Pinter samdi verk þar sem allir tala í kross, enginn skilur neinn, öll samskipti milli fólks eru meira eða minna markleysa. Það er einkennileg upplifun að horfa á leikrit eins og Afmælisveisluna eða Húsvörðinn. Nú gæti eitthvert leikritaskáldið tekið sig til og samið verk upp úr samskiptum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Sigurðar Tómasar Magnússonar í réttarsal. Höfundurinn þyrfti ekki annað en gulan penna til að strika yfir staðina sem eru mest absúrd. Svo yrði verkið sett upp í Þjóðleikhúsinu og gagnrýnendur myndu vera samdóma um að það væri pintereskt. --- --- --- Þegar ég vann á Helgarpóstinum sællar minningar stóð hann yfirleitt ekki undir nema fimm skrifandi starfsmönnum, tveimur ritstjórum og þremur blaðamönnum. Samt voru oft áhöld um hvort maður fengi útborgað. Þegar áraði sérstaklega vel var bætt við einum blaðamanni - einu sinni tveimur en útgáfan reis ekki undir því. Af þessum sökum hef ég pínulitlar efasemdir um Króníkuna, nýja blaðið sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir er að ritstýra. Ég keypti blaðið í dag í Melabúðinni. Fannst það ágætt - en samt dálítið bragðdauft. Held að þurfi að gefa dálítið í ef þetta á að standa undir þeim fjölda blaðamanna sem mér skilst að vinni við blaðið. Annars er nokkuð um auglýsingar í blaðinu. Það voru yfirleitt aldrei neinar auglýsingar í Helgarpóstinum. Í mesta lagi frá einhverjum sjoppum. Ef svona blað á að rísa undir nafni þarf það helst að eignast marga óvini - sem veldur því að auglýsendur hlaupa burt í ofboði. --- --- --- Nú komast femínistar á Íslandi í feitt. Heilt klámþing stendur fyrir dyrum á Hótel Sögu. Jafnvel í bígerð að taka hér upp klámmyndir. Ég verð fyrir vonbrigðum með femínistana ef þeim tekst ekki að flæma þennan óþjóðalýð úr landinu. Þykist reyndar viss um að þeir geri það. Ísland er að sumu leyti púritanískt land - meðfram afar frjálslegu viðhorfi til kynlífs ungmenna og utan hjónabands - það á eftir að koma dónunum á óvart hvað verða mikil vandræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun
Baugsmálið er farið að minna mig á leikrit eftir Harold Pinter. Pinter samdi verk þar sem allir tala í kross, enginn skilur neinn, öll samskipti milli fólks eru meira eða minna markleysa. Það er einkennileg upplifun að horfa á leikrit eins og Afmælisveisluna eða Húsvörðinn. Nú gæti eitthvert leikritaskáldið tekið sig til og samið verk upp úr samskiptum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Sigurðar Tómasar Magnússonar í réttarsal. Höfundurinn þyrfti ekki annað en gulan penna til að strika yfir staðina sem eru mest absúrd. Svo yrði verkið sett upp í Þjóðleikhúsinu og gagnrýnendur myndu vera samdóma um að það væri pintereskt. --- --- --- Þegar ég vann á Helgarpóstinum sællar minningar stóð hann yfirleitt ekki undir nema fimm skrifandi starfsmönnum, tveimur ritstjórum og þremur blaðamönnum. Samt voru oft áhöld um hvort maður fengi útborgað. Þegar áraði sérstaklega vel var bætt við einum blaðamanni - einu sinni tveimur en útgáfan reis ekki undir því. Af þessum sökum hef ég pínulitlar efasemdir um Króníkuna, nýja blaðið sem Sigríður Dögg Auðunsdóttir er að ritstýra. Ég keypti blaðið í dag í Melabúðinni. Fannst það ágætt - en samt dálítið bragðdauft. Held að þurfi að gefa dálítið í ef þetta á að standa undir þeim fjölda blaðamanna sem mér skilst að vinni við blaðið. Annars er nokkuð um auglýsingar í blaðinu. Það voru yfirleitt aldrei neinar auglýsingar í Helgarpóstinum. Í mesta lagi frá einhverjum sjoppum. Ef svona blað á að rísa undir nafni þarf það helst að eignast marga óvini - sem veldur því að auglýsendur hlaupa burt í ofboði. --- --- --- Nú komast femínistar á Íslandi í feitt. Heilt klámþing stendur fyrir dyrum á Hótel Sögu. Jafnvel í bígerð að taka hér upp klámmyndir. Ég verð fyrir vonbrigðum með femínistana ef þeim tekst ekki að flæma þennan óþjóðalýð úr landinu. Þykist reyndar viss um að þeir geri það. Ísland er að sumu leyti púritanískt land - meðfram afar frjálslegu viðhorfi til kynlífs ungmenna og utan hjónabands - það á eftir að koma dónunum á óvart hvað verða mikil vandræði.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun