Vinningshafar Grammy 12. febrúar 2007 16:45 Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. Helstu vinningshafar kvöldsins voru stúlkurnar í sveitatónlistarhjómsveitinni The Dixie Chicks en það má segja að þær hafi komið, séð og sigrað. Voru stúlkurnar tilnefndar til fimm verðlauna, þar á meðal fyrir bestu plötu ársins, og hlutu þær verðlaunin í öllum fimm flokkunum. Tattooveruðu gæjarnir í hljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers fengu fjögur verðlaun en hljómsveitin var tilnefnd til sex verðlauna. Fengu þeir meðal annars verðlaun fyrir bestu rokkplötuna, Stadium Arcadium. R&B söngkonan Mary J. Blige var tilnefnd til átta verðlauna en fór heim með þrjú. Hún var þó ekki óánægð með þann árangur og sagði það að vinna verðlaunin vera bara toppinn á ísjakanum. Að vera tilnefnd til verðlaunanna væri frábært. Þeir listamenn sem gengu út með tvenn verðlaun voru meðal annars Gnarls Barkley, Bruce Springsteen, Bob Dylan, R&B söngvarinn John Legend, kvikmyndatónlistarhöfundurinn John Williams og rapparinn Ludacris. Söngkonan Beyonce var tilnefnd til fjögurra verðlauna en fór heim með ein. Stevie Wonder hlaut ein verðlaun og hefur hann því alls hlotið verðlaunin 25 sinnum. Hann hefur því fengið fjórðu flestu verðlaunin í sögu Grammy tónlistarverðlaunanna, en efst trónir lagahöfundurinn Georg Solti, með 31 stykki. En það eru ekki allir sem fara glaðir heim af hátíðinni. Þeir James Blunt og Prince voru báðir tilnefndir í fimm flokkum en fengu hvorugir nokkur. Hljómsveitin U2, sem hefur verið hlutskörp þegar kemur að Grammy verðlaununum, fékk ekki heldur verðlaun en hún var tilnefnd til tveggja. Reuters greindi frá þessu. Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. Helstu vinningshafar kvöldsins voru stúlkurnar í sveitatónlistarhjómsveitinni The Dixie Chicks en það má segja að þær hafi komið, séð og sigrað. Voru stúlkurnar tilnefndar til fimm verðlauna, þar á meðal fyrir bestu plötu ársins, og hlutu þær verðlaunin í öllum fimm flokkunum. Tattooveruðu gæjarnir í hljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers fengu fjögur verðlaun en hljómsveitin var tilnefnd til sex verðlauna. Fengu þeir meðal annars verðlaun fyrir bestu rokkplötuna, Stadium Arcadium. R&B söngkonan Mary J. Blige var tilnefnd til átta verðlauna en fór heim með þrjú. Hún var þó ekki óánægð með þann árangur og sagði það að vinna verðlaunin vera bara toppinn á ísjakanum. Að vera tilnefnd til verðlaunanna væri frábært. Þeir listamenn sem gengu út með tvenn verðlaun voru meðal annars Gnarls Barkley, Bruce Springsteen, Bob Dylan, R&B söngvarinn John Legend, kvikmyndatónlistarhöfundurinn John Williams og rapparinn Ludacris. Söngkonan Beyonce var tilnefnd til fjögurra verðlauna en fór heim með ein. Stevie Wonder hlaut ein verðlaun og hefur hann því alls hlotið verðlaunin 25 sinnum. Hann hefur því fengið fjórðu flestu verðlaunin í sögu Grammy tónlistarverðlaunanna, en efst trónir lagahöfundurinn Georg Solti, með 31 stykki. En það eru ekki allir sem fara glaðir heim af hátíðinni. Þeir James Blunt og Prince voru báðir tilnefndir í fimm flokkum en fengu hvorugir nokkur. Hljómsveitin U2, sem hefur verið hlutskörp þegar kemur að Grammy verðlaununum, fékk ekki heldur verðlaun en hún var tilnefnd til tveggja. Reuters greindi frá þessu.
Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira