Skaut föstum skotum að Bandaríkjamönnum. 10. febrúar 2007 18:30 Vladimir Pútín Rússlandsforseti sakaði Bandaríkin um valdníðslu, í ræðu sinni á ráðstefnu um öryggismál í Þýskalandi í dag. Við sama tækifæri skoraði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á Írana að sýna samvinnu um kjarnorkumál sín. Innan Bandaríkjahers er undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran sagður langt kominn. Á ráðstefnunni sem fram fer í München í Þýskalandi skeggræða 250 áhrifamenn stöðu og horfur í öryggismálum vítt og breitt um heiminn. Angela Merkel kanslari flutti ávarp í upphafi fundarins þar sem hún sagði algera einingu ríkja um að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnun. Ennfremur varaði hún þá við að einangrast enn frekar vegna skorts á samvinnu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina. Föst skot Vladimirs Pútín á Bandaríkjastjórn voru hins vegar það sem mesta athygli vöktu í dag. Í ræðu Vladimirs Pútín Rússlandsforseta kom aftur á móti fram hörð gagnrýni á valdbeitingu Bandaríkjamanna um allan heim og sakaði hann þá um að knýja önnur ríki til vígbúnaðarkapphlaups. Erindrekar klerkastjórnarinnar í Teheran hafa notað daginn í að reyna sannfæra fundarmenn um að þeir hyggist einungis ætla að nota kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi. Breska blaðið Guardian hefur eftir heimildiarmönnum sínum í Washington að undirbúningur að aðgerðum gegn Íran sé langt kominn innan Bandaríkjahers og ættu þær jafnvel að geta hafist með vorinu. Þó er talið líklegra að ekki verði ráðist í þær fyrr en á næsta ári, skömmu áður en George Bush Bandaríkjaforseti lætur af embætti. Í grein blaðsins kemur fram að Dick Cheney varaforseti sé í forystu þeirra sem telja að ráðast eigi á Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar en Condoleezza Rice utanríkisráðherra og Robert Gates landvarnaráðherra leggist hins vegar gegn því. Erlent Fréttir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Vladimir Pútín Rússlandsforseti sakaði Bandaríkin um valdníðslu, í ræðu sinni á ráðstefnu um öryggismál í Þýskalandi í dag. Við sama tækifæri skoraði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á Írana að sýna samvinnu um kjarnorkumál sín. Innan Bandaríkjahers er undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran sagður langt kominn. Á ráðstefnunni sem fram fer í München í Þýskalandi skeggræða 250 áhrifamenn stöðu og horfur í öryggismálum vítt og breitt um heiminn. Angela Merkel kanslari flutti ávarp í upphafi fundarins þar sem hún sagði algera einingu ríkja um að koma í veg fyrir að Íranar komi sér upp kjarnorkuvopnun. Ennfremur varaði hún þá við að einangrast enn frekar vegna skorts á samvinnu við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina. Föst skot Vladimirs Pútín á Bandaríkjastjórn voru hins vegar það sem mesta athygli vöktu í dag. Í ræðu Vladimirs Pútín Rússlandsforseta kom aftur á móti fram hörð gagnrýni á valdbeitingu Bandaríkjamanna um allan heim og sakaði hann þá um að knýja önnur ríki til vígbúnaðarkapphlaups. Erindrekar klerkastjórnarinnar í Teheran hafa notað daginn í að reyna sannfæra fundarmenn um að þeir hyggist einungis ætla að nota kjarnorkuna í friðsamlegum tilgangi. Breska blaðið Guardian hefur eftir heimildiarmönnum sínum í Washington að undirbúningur að aðgerðum gegn Íran sé langt kominn innan Bandaríkjahers og ættu þær jafnvel að geta hafist með vorinu. Þó er talið líklegra að ekki verði ráðist í þær fyrr en á næsta ári, skömmu áður en George Bush Bandaríkjaforseti lætur af embætti. Í grein blaðsins kemur fram að Dick Cheney varaforseti sé í forystu þeirra sem telja að ráðast eigi á Íran vegna kjarnorkuáætlunarinnar en Condoleezza Rice utanríkisráðherra og Robert Gates landvarnaráðherra leggist hins vegar gegn því.
Erlent Fréttir Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira