Körfubolti

KR og Njarðvík áfram á toppnum

MYND/Valli

Njarðvíkingar eru á toppnum í Iceland - Express deildinni í körfubolta með 26. stig og KR - ingar verma annað sætið , en fimmtándu umferðinni lauk í gær með tveimur leikjum.

Njarðvíkingar burstuðu Tindastól á heimavelli sínum í Njarðvík , 101 - 70 , en staðan í hálfleik var , 40 - 35 , Njarðvíkingum í vil. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik sem Njarðvíkingar náðu að hrista Stólana af sér , en Brenton Birmingham átti góðan leik í liði Njarðvíkur og skoraði 24 stig , en næstur honum kom Jeb Ivey með 18. Lamar Karim var atkvæðamestur í liði Tindastóls hann skoraði 21. stig. Njarðvík á toppnum í deildinni með 26. stig , en Tindastóll í sjöunda sæti með 12. stig. KR - ingar sigruðu Fjölni með 77 stigum gegn 69 á útivelli , en Fjölnismenn höfðu forystu í hálfleik , 41 - 36. KR - ingar voru í vandræðum í Gravarvogi , en hrukku í gang á lokakafla leiksins , en Tyson Patterson var stigahæstur KR - inga með 20 stig , en Karem Johnson skoraði 22. stig fyrir Fjölni sem er í næst neðsta sæti í deildini með 6. stig. KR í öðru sæti tveimur stigum á eftir toppliði Njarðvíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×