Kvikmyndaleikkonan Uma Thurman íhugar nú að gefa leikferil sinn upp á bátinn og helga sig uppeldishlutverkinu. Uma hefur leikið í stórum myndum nýverið eins og Kill Bill og My Super Ex-Girlfriend. En nú hefur hún gefið upp að hún íhugi breytingu.
Uma sagði breska dagblaðinu Daily Mirror að hún elskaði starf sitt; "En ég er að hugsa um að verða heimavinnandi móðir."
Uma á tvö born með fyrrverandi manni sínum, leikaranum Ethan Hawke, en hún segist ekki vera á leið upp að altarinu með núverandi kærasta, Andre Balazs. "Ég er ekki að fara að gifta mig," sagði hún; "Félagi sem þú treystir er ómetanlegur fyrir alla, og þeir sem ég treysti mest eru börnin mín."