Úlfur úlfur! 30. janúar 2007 14:35 Allir þekkja söguna af smalastráknum sem hrópaði Úlfur úlfur og enginn tók mark á honum. Hún er sígild, ein af dæmisögum Esóps Nú virðist stefna í að kenningin um hitnun lofthjúps jarðar vegna svokallaðra gróðurhúsaáhrifa fari að verða viðtekin vísindi. Menn greinir að vísu á um margt, hvort afleiðingarnar verði svo smávægilegar að við getum lifað með þeim eða hvort þetta verði algjör katastrófa með tilheyrandi kreppu og hruni. Hvort yfirborð sjávar hækki um eitt fet eða sautján, hvort Golfstraumurinn muni leggja niður störf, hvort afleiðingin verði kannski sumsstaðar ísöld. Það er samt eitthvað við þetta sem nær ekki að kveikja í fólki. Maður hittir engan sem hefur raunverulegar áhyggjur af þessu. Kannski er þetta of fjarlægt, of óraunverulegt, eða kannski er maður bara orðinn svona ónæmur gagnvart heimsendaspám - blasé eins og það heitir á frönsku --- --- --- Þær eru nefnilega ansi margar tegundirnar af dómsdegi sem hafa dunið yfir mann á ekkert sérlega langri ævi. Ég er nógu gamall til að muna þegar almennt var talið að heimurinn myndi brátt farast í skelfilegri kjarnorkustyrjöld. Það var sagt að hún gæti einfaldlega hafist af slysni - svo værum við öll dauð. Önnur kenning, sem var miklu óvinsælli, var að kjarnorkuvopnin tryggðu þvert á móti friðinn. Það hefur þótt ósiðleg hugmynd. Svo var það fólksfjölgunarsprengingin. Því var spáð að jarðarbúar kæmust varla fyrir á plánetunni, svo yrði þröngt um mannfólkið, að hungursneyðir mundu ágerast í fátækum löndum þegar þyrfti sífellt að metta fleiri svanga munna. Allt þetta fólk myndi vera fljótt að klára auðlindir jarðarinar. Það fór á nokkuð annan veg. Hungursneyðir heyra til dæmis sögunni til í Kína og Indlandi. Svo kom súrt regn sem átti að eyða öllum skógum. Alnæmi sem myndi breiðast út eins og eldur í sinu. 2000 vandinn þegar öll tölvukerfi heimsins áttu hrynja með skelfilegum afleiðingum. Habl. Og nú síðast fuglaflensa. Við erum ekki búin að bíta úr nálinni með hana. Er furða þótt maður sé pínulítið var um sig? Að maður treysti ekki alveg framtíðarspám vísindamanna? --- --- --- Nú er búið að færa dómsdagsklukkuna fram - vegna gróðurhúsaáhrifa. Hún er bara fáeinar mínútur í tólf. Klukkan boðar semsagt að brátt verði ólíft hér á jörðinni. Næsti rétttrúnaður samtímans verður koltvísýringsrétttrúnaðurinn. Hann mun taka við nú þegar er nánast búið að gera reykingafólk að réttlausri lágstétt. Menn eru þegar farnir að djöflast í forsætisráðherra Bretlands fyrir að vilja ekki gefa upp á bátinn frí sem hann hefur tekið í Flórída og Bahamas. Það er bara forsmekkurinn. Og nú þarf hver og einn að horfa í sinn barm. Hvernig bíl hann ekur og hversu langt, hvort hann ferðast með flugvélum og í hvaða tilgangi, hvað hann skýtur upp af flugeldum á gamlárskvöldin. Koltvísýringslögreglan mun taka völdin, í raunveruleikanum en þó mun hún ekki síst fylgjast með hugarfarinu. --- --- --- Við Íslendingar erum oft dálítið á eftir; maður sér ekki að gróðurhúsaáhrif hafi nein áhrif á stjórnmálabaráttuna hér. Kannski af því flestum þykir þetta jafn óraunverulegt eins og mér. Mengunin hérna blæs burt með næstu vindhviðu. Okkur finnst við vera stikkfrí. Umræðan um virkjanamál snýst til dæmis voða lítið um hvort við getum gert heiminum gagn með því að framleiða hreina orku. Við höldum áfram að byggja bensínstöðvar eins og við eigum lífið að leysa. Jepparnir verða stöðugt fleiri og tröllsllegri. Helsti umhverfisverndarmaður landsins vill opna rúntinn aftur, síðasta borgarstjórn jók útblásturinn í borginni með því að opna nýja hraðbraut inni í miðri borg. Það virðast vera fleiri en ég sem eiga erfitt að trúa þessu í alvörunni. Umhverfissinnar segja að útlitið sé kolsvart, að lífsmáti okkar sé fullkomlega ósjálfbær, að við hegðum okkur eins og gráðugar óseðjandi skepnur. Og jú, mjög líklega hafa þeir rétt fyrir sér. Maður á samt erfitt með að trúa þessu svona innst inni, í dýpstu hjartarótum. Kannski er það einhvers konar sjálfsbjargarviðleitni, hugsanlega sjálfselska og eigingirni - af því maður vill ekki breyta lífsháttum sínum. Eða kannski er bara búið að rugla svona mikið í manni? Minnumst þess samt að í sögunni um strákinn sem kallaði úlfur kom á endanum úlfur og át smaladrenginn - eða voru það lömbin sem hann gætti? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Allir þekkja söguna af smalastráknum sem hrópaði Úlfur úlfur og enginn tók mark á honum. Hún er sígild, ein af dæmisögum Esóps Nú virðist stefna í að kenningin um hitnun lofthjúps jarðar vegna svokallaðra gróðurhúsaáhrifa fari að verða viðtekin vísindi. Menn greinir að vísu á um margt, hvort afleiðingarnar verði svo smávægilegar að við getum lifað með þeim eða hvort þetta verði algjör katastrófa með tilheyrandi kreppu og hruni. Hvort yfirborð sjávar hækki um eitt fet eða sautján, hvort Golfstraumurinn muni leggja niður störf, hvort afleiðingin verði kannski sumsstaðar ísöld. Það er samt eitthvað við þetta sem nær ekki að kveikja í fólki. Maður hittir engan sem hefur raunverulegar áhyggjur af þessu. Kannski er þetta of fjarlægt, of óraunverulegt, eða kannski er maður bara orðinn svona ónæmur gagnvart heimsendaspám - blasé eins og það heitir á frönsku --- --- --- Þær eru nefnilega ansi margar tegundirnar af dómsdegi sem hafa dunið yfir mann á ekkert sérlega langri ævi. Ég er nógu gamall til að muna þegar almennt var talið að heimurinn myndi brátt farast í skelfilegri kjarnorkustyrjöld. Það var sagt að hún gæti einfaldlega hafist af slysni - svo værum við öll dauð. Önnur kenning, sem var miklu óvinsælli, var að kjarnorkuvopnin tryggðu þvert á móti friðinn. Það hefur þótt ósiðleg hugmynd. Svo var það fólksfjölgunarsprengingin. Því var spáð að jarðarbúar kæmust varla fyrir á plánetunni, svo yrði þröngt um mannfólkið, að hungursneyðir mundu ágerast í fátækum löndum þegar þyrfti sífellt að metta fleiri svanga munna. Allt þetta fólk myndi vera fljótt að klára auðlindir jarðarinar. Það fór á nokkuð annan veg. Hungursneyðir heyra til dæmis sögunni til í Kína og Indlandi. Svo kom súrt regn sem átti að eyða öllum skógum. Alnæmi sem myndi breiðast út eins og eldur í sinu. 2000 vandinn þegar öll tölvukerfi heimsins áttu hrynja með skelfilegum afleiðingum. Habl. Og nú síðast fuglaflensa. Við erum ekki búin að bíta úr nálinni með hana. Er furða þótt maður sé pínulítið var um sig? Að maður treysti ekki alveg framtíðarspám vísindamanna? --- --- --- Nú er búið að færa dómsdagsklukkuna fram - vegna gróðurhúsaáhrifa. Hún er bara fáeinar mínútur í tólf. Klukkan boðar semsagt að brátt verði ólíft hér á jörðinni. Næsti rétttrúnaður samtímans verður koltvísýringsrétttrúnaðurinn. Hann mun taka við nú þegar er nánast búið að gera reykingafólk að réttlausri lágstétt. Menn eru þegar farnir að djöflast í forsætisráðherra Bretlands fyrir að vilja ekki gefa upp á bátinn frí sem hann hefur tekið í Flórída og Bahamas. Það er bara forsmekkurinn. Og nú þarf hver og einn að horfa í sinn barm. Hvernig bíl hann ekur og hversu langt, hvort hann ferðast með flugvélum og í hvaða tilgangi, hvað hann skýtur upp af flugeldum á gamlárskvöldin. Koltvísýringslögreglan mun taka völdin, í raunveruleikanum en þó mun hún ekki síst fylgjast með hugarfarinu. --- --- --- Við Íslendingar erum oft dálítið á eftir; maður sér ekki að gróðurhúsaáhrif hafi nein áhrif á stjórnmálabaráttuna hér. Kannski af því flestum þykir þetta jafn óraunverulegt eins og mér. Mengunin hérna blæs burt með næstu vindhviðu. Okkur finnst við vera stikkfrí. Umræðan um virkjanamál snýst til dæmis voða lítið um hvort við getum gert heiminum gagn með því að framleiða hreina orku. Við höldum áfram að byggja bensínstöðvar eins og við eigum lífið að leysa. Jepparnir verða stöðugt fleiri og tröllsllegri. Helsti umhverfisverndarmaður landsins vill opna rúntinn aftur, síðasta borgarstjórn jók útblásturinn í borginni með því að opna nýja hraðbraut inni í miðri borg. Það virðast vera fleiri en ég sem eiga erfitt að trúa þessu í alvörunni. Umhverfissinnar segja að útlitið sé kolsvart, að lífsmáti okkar sé fullkomlega ósjálfbær, að við hegðum okkur eins og gráðugar óseðjandi skepnur. Og jú, mjög líklega hafa þeir rétt fyrir sér. Maður á samt erfitt með að trúa þessu svona innst inni, í dýpstu hjartarótum. Kannski er það einhvers konar sjálfsbjargarviðleitni, hugsanlega sjálfselska og eigingirni - af því maður vill ekki breyta lífsháttum sínum. Eða kannski er bara búið að rugla svona mikið í manni? Minnumst þess samt að í sögunni um strákinn sem kallaði úlfur kom á endanum úlfur og át smaladrenginn - eða voru það lömbin sem hann gætti?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun