Sagðir hafa notað klasasprengjur þvert á samninga 28. janúar 2007 12:30 Stjórn Bush Bandaríkjaforseta mun á morgun gera Bandaríkjaþingi grein fyrir því að grunur leiki á að Ísraelar hafi brotið samkomulag við stjórnvöld í Washington um notkun klasasprengja. Sprengjurnar munu hafa verið notaðar til árása í íbúðabygg, sem þverbrjóti samninga. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu í dag og hefur eftir heimildarmönnum í utanríkisráðuneytinu. Bráðbirgða niðurstöður bendi til þess að spengjurnar hafi verið notaðar til árása í íbúðarbyggð í stríðinu í Líbanon í fyrrasumar og dreift í suðurhluta landsins skömmu áður en vopnahlé tók gildi. Það mun þverbrjóta gegn samkomulaginu sem Ísraelar eiga að hafa gert við Bandaríkjamenn um hvernig þeir skuli nota klassprengjur sem þeir fá frá Bandaríkjunum. Að sögn blaðsins er tekist á um það innan Bush stjórnarinnar hvort refsa eigi bandamönnum fyrir að nota þetta vopn með þessu hætti. Klasasprengjur eru stór hylki fyllt með sprenglingum. Þegar þeim er varpað opnast hylki og minni sprengjur dreifast um svæði á stærð við tvo fótboltavelli. Hver sprenglingur er litlu stærri en handsrpengja og virkar á sama hátt. Hægt er að skjóta sprengjurm af þessari gerð af landi og úr lofti. Allt að tuttugu og fimm prósent sprenglinga springa ekki þegar sprengju af þessari gerð er varpað. Eru þessar litlu sprengjur afar viðkvæmar. Ósprungnar klasasprengjur eru gjarnan skrautlegar og handleika börn þær oft sem leikföng með skelfilegum afleiðingum. Mörg ríki telja rétt að banna notkun á klasasprengjum en það hefur ekki fengist í gegn, meðal annars vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Sprengjurnar eru ætlaðar til að hægja á ferðum óvinarins og eyðileggja farartæki hans. Rúmlega 20 hafa týnt lífi og 70 særst í Líbanon af völdum klasasprengna frá því átökum lauk í lok sumars. Ísraelar vísa gangrýni á bug og segjast hafa notað sprengjurnar í samræmi við alþjóðalög. Erlent Fréttir Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira
Stjórn Bush Bandaríkjaforseta mun á morgun gera Bandaríkjaþingi grein fyrir því að grunur leiki á að Ísraelar hafi brotið samkomulag við stjórnvöld í Washington um notkun klasasprengja. Sprengjurnar munu hafa verið notaðar til árása í íbúðabygg, sem þverbrjóti samninga. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu í dag og hefur eftir heimildarmönnum í utanríkisráðuneytinu. Bráðbirgða niðurstöður bendi til þess að spengjurnar hafi verið notaðar til árása í íbúðarbyggð í stríðinu í Líbanon í fyrrasumar og dreift í suðurhluta landsins skömmu áður en vopnahlé tók gildi. Það mun þverbrjóta gegn samkomulaginu sem Ísraelar eiga að hafa gert við Bandaríkjamenn um hvernig þeir skuli nota klassprengjur sem þeir fá frá Bandaríkjunum. Að sögn blaðsins er tekist á um það innan Bush stjórnarinnar hvort refsa eigi bandamönnum fyrir að nota þetta vopn með þessu hætti. Klasasprengjur eru stór hylki fyllt með sprenglingum. Þegar þeim er varpað opnast hylki og minni sprengjur dreifast um svæði á stærð við tvo fótboltavelli. Hver sprenglingur er litlu stærri en handsrpengja og virkar á sama hátt. Hægt er að skjóta sprengjurm af þessari gerð af landi og úr lofti. Allt að tuttugu og fimm prósent sprenglinga springa ekki þegar sprengju af þessari gerð er varpað. Eru þessar litlu sprengjur afar viðkvæmar. Ósprungnar klasasprengjur eru gjarnan skrautlegar og handleika börn þær oft sem leikföng með skelfilegum afleiðingum. Mörg ríki telja rétt að banna notkun á klasasprengjum en það hefur ekki fengist í gegn, meðal annars vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Sprengjurnar eru ætlaðar til að hægja á ferðum óvinarins og eyðileggja farartæki hans. Rúmlega 20 hafa týnt lífi og 70 særst í Líbanon af völdum klasasprengna frá því átökum lauk í lok sumars. Ísraelar vísa gangrýni á bug og segjast hafa notað sprengjurnar í samræmi við alþjóðalög.
Erlent Fréttir Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Sjá meira