Sagðir hafa notað klasasprengjur þvert á samninga 28. janúar 2007 12:30 Stjórn Bush Bandaríkjaforseta mun á morgun gera Bandaríkjaþingi grein fyrir því að grunur leiki á að Ísraelar hafi brotið samkomulag við stjórnvöld í Washington um notkun klasasprengja. Sprengjurnar munu hafa verið notaðar til árása í íbúðabygg, sem þverbrjóti samninga. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu í dag og hefur eftir heimildarmönnum í utanríkisráðuneytinu. Bráðbirgða niðurstöður bendi til þess að spengjurnar hafi verið notaðar til árása í íbúðarbyggð í stríðinu í Líbanon í fyrrasumar og dreift í suðurhluta landsins skömmu áður en vopnahlé tók gildi. Það mun þverbrjóta gegn samkomulaginu sem Ísraelar eiga að hafa gert við Bandaríkjamenn um hvernig þeir skuli nota klassprengjur sem þeir fá frá Bandaríkjunum. Að sögn blaðsins er tekist á um það innan Bush stjórnarinnar hvort refsa eigi bandamönnum fyrir að nota þetta vopn með þessu hætti. Klasasprengjur eru stór hylki fyllt með sprenglingum. Þegar þeim er varpað opnast hylki og minni sprengjur dreifast um svæði á stærð við tvo fótboltavelli. Hver sprenglingur er litlu stærri en handsrpengja og virkar á sama hátt. Hægt er að skjóta sprengjurm af þessari gerð af landi og úr lofti. Allt að tuttugu og fimm prósent sprenglinga springa ekki þegar sprengju af þessari gerð er varpað. Eru þessar litlu sprengjur afar viðkvæmar. Ósprungnar klasasprengjur eru gjarnan skrautlegar og handleika börn þær oft sem leikföng með skelfilegum afleiðingum. Mörg ríki telja rétt að banna notkun á klasasprengjum en það hefur ekki fengist í gegn, meðal annars vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Sprengjurnar eru ætlaðar til að hægja á ferðum óvinarins og eyðileggja farartæki hans. Rúmlega 20 hafa týnt lífi og 70 særst í Líbanon af völdum klasasprengna frá því átökum lauk í lok sumars. Ísraelar vísa gangrýni á bug og segjast hafa notað sprengjurnar í samræmi við alþjóðalög. Erlent Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Stjórn Bush Bandaríkjaforseta mun á morgun gera Bandaríkjaþingi grein fyrir því að grunur leiki á að Ísraelar hafi brotið samkomulag við stjórnvöld í Washington um notkun klasasprengja. Sprengjurnar munu hafa verið notaðar til árása í íbúðabygg, sem þverbrjóti samninga. Bandaríska dagblaðið New York Times greinir frá þessu í dag og hefur eftir heimildarmönnum í utanríkisráðuneytinu. Bráðbirgða niðurstöður bendi til þess að spengjurnar hafi verið notaðar til árása í íbúðarbyggð í stríðinu í Líbanon í fyrrasumar og dreift í suðurhluta landsins skömmu áður en vopnahlé tók gildi. Það mun þverbrjóta gegn samkomulaginu sem Ísraelar eiga að hafa gert við Bandaríkjamenn um hvernig þeir skuli nota klassprengjur sem þeir fá frá Bandaríkjunum. Að sögn blaðsins er tekist á um það innan Bush stjórnarinnar hvort refsa eigi bandamönnum fyrir að nota þetta vopn með þessu hætti. Klasasprengjur eru stór hylki fyllt með sprenglingum. Þegar þeim er varpað opnast hylki og minni sprengjur dreifast um svæði á stærð við tvo fótboltavelli. Hver sprenglingur er litlu stærri en handsrpengja og virkar á sama hátt. Hægt er að skjóta sprengjurm af þessari gerð af landi og úr lofti. Allt að tuttugu og fimm prósent sprenglinga springa ekki þegar sprengju af þessari gerð er varpað. Eru þessar litlu sprengjur afar viðkvæmar. Ósprungnar klasasprengjur eru gjarnan skrautlegar og handleika börn þær oft sem leikföng með skelfilegum afleiðingum. Mörg ríki telja rétt að banna notkun á klasasprengjum en það hefur ekki fengist í gegn, meðal annars vegna andstöðu Bandaríkjamanna. Sprengjurnar eru ætlaðar til að hægja á ferðum óvinarins og eyðileggja farartæki hans. Rúmlega 20 hafa týnt lífi og 70 særst í Líbanon af völdum klasasprengna frá því átökum lauk í lok sumars. Ísraelar vísa gangrýni á bug og segjast hafa notað sprengjurnar í samræmi við alþjóðalög.
Erlent Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira