Demókratar vilja Hillary, repúblíkanar Giuliani 22. janúar 2007 19:00 Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Ekki verður kosið fyrr en í nóvember á næsta ári en baráttan um útnefningar stóru flokkanna tveggja er að hefjast. Það voru Washington Post og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sem létu vinna skoðanakönnun um helstu frambjóðendur og voru niðurstöður birtar í gær. Hillary Clinton nýtur stuðnings flestra aðspurðra demókrata. 39% vilja hana í framboð. Næstur kemur öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, með 17%, og fast á hæla hans John Edwards, með 12%. Sá síðarnefndi var varaforsetaefni Johns Kerrys í forsetakosningunum 2004. Baráttan er helst talin standa milli Clinton og Obama. Forsetafrúin fyrrverandi er talin reynslumeiri enda hefur Obama aðeins setið í öldungadeild í tvö ár. Hann er hins vegar sagður bæta það upp með persónutöfrum sínum auk þess sem hann er talinn helsta vonarstjarna demókrata eftir kröftuga ræðu á flokksþingi fyrir tveimur árum. Framboð þeirra beggja eru söguleg. Hún gæti orðið fyrsta konan í Hvíta húsinu eða hann fyrsti blökkumaðurinn. Hjá repúblíkönum fer baráttan hins vegar hægt af stað. Öldungadeildarþingmaðurinn Sam Brownback tilkynnti um liðna helgi að hann sæktist eftir útnefningu flokks síns fyrir kosningarnar 2008. Hann verður þó ekki einn um hituna lengi því jafnvel er búist við að tíu flokksbræður hans bætist í hópinn áður en langt um líði. Könnun Washington Post og ABC sýndi að repúblíkanar vilja flestir fá Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York, í framboð - 34% þeirra sem svöruðu. 8% færri vilja öldungadeildarþingmanninn John McCain. Hann var helsti andstæðingur Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni um útnefningu repúblíkana fyrir kosningarnar árið 2000. Hvorki Giuliani né McCain hafa tilkynnt formlega um framboð sitt. Þegar kjósendur beggja flokka voru spurðir hvern úr heildarhópnum þeir vildu helst í Hvíta húsið nefndu flestir Giuliani, þá Hillary og síðan McCain, Edwards og Obama. Erlent Fréttir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Flestir demókratar í Bandaríkjunum vilja Hillary Clinton sem forsetaefni flokksins á næsta ári. Helstu andstæðingar hennar eru ekki hálfdrættingar á við hana, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Washington Post. Repúblíkanar vilja helst fá fyrrverandi borgarstjóra New York í slaginn eða helsta andstæðing Bush frá árinu 2000. Ekki verður kosið fyrr en í nóvember á næsta ári en baráttan um útnefningar stóru flokkanna tveggja er að hefjast. Það voru Washington Post og bandaríska sjónvarpsstöðin ABC sem létu vinna skoðanakönnun um helstu frambjóðendur og voru niðurstöður birtar í gær. Hillary Clinton nýtur stuðnings flestra aðspurðra demókrata. 39% vilja hana í framboð. Næstur kemur öldungadeildarþingmaðurinn Barack Obama, með 17%, og fast á hæla hans John Edwards, með 12%. Sá síðarnefndi var varaforsetaefni Johns Kerrys í forsetakosningunum 2004. Baráttan er helst talin standa milli Clinton og Obama. Forsetafrúin fyrrverandi er talin reynslumeiri enda hefur Obama aðeins setið í öldungadeild í tvö ár. Hann er hins vegar sagður bæta það upp með persónutöfrum sínum auk þess sem hann er talinn helsta vonarstjarna demókrata eftir kröftuga ræðu á flokksþingi fyrir tveimur árum. Framboð þeirra beggja eru söguleg. Hún gæti orðið fyrsta konan í Hvíta húsinu eða hann fyrsti blökkumaðurinn. Hjá repúblíkönum fer baráttan hins vegar hægt af stað. Öldungadeildarþingmaðurinn Sam Brownback tilkynnti um liðna helgi að hann sæktist eftir útnefningu flokks síns fyrir kosningarnar 2008. Hann verður þó ekki einn um hituna lengi því jafnvel er búist við að tíu flokksbræður hans bætist í hópinn áður en langt um líði. Könnun Washington Post og ABC sýndi að repúblíkanar vilja flestir fá Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra í New York, í framboð - 34% þeirra sem svöruðu. 8% færri vilja öldungadeildarþingmanninn John McCain. Hann var helsti andstæðingur Bush Bandaríkjaforseta í baráttunni um útnefningu repúblíkana fyrir kosningarnar árið 2000. Hvorki Giuliani né McCain hafa tilkynnt formlega um framboð sitt. Þegar kjósendur beggja flokka voru spurðir hvern úr heildarhópnum þeir vildu helst í Hvíta húsið nefndu flestir Giuliani, þá Hillary og síðan McCain, Edwards og Obama.
Erlent Fréttir Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira