Alræði, þorrablót, málþóf 19. janúar 2007 20:06 Ritdeilur þeirra Björns Bjarnasonar, Guðna Th. Jóhannessonar og Jóns Ólafssonar eru býsna forvitnilegar, þ.e. ef maður hefur tíma til að fylgjast með þeim, því greinarnar sem birtast í Morgunblaðinu eru geysilangar, tyrfnar aflestrar - og pælingarnar um fyrirætlanir Sovétmanna á sjötta og sjöunda áratugnum oft nokkuð akademískar. Ég veit ekki hverjum veitir betur í ritdeilunni - fannst síðasta grein Jóns reyndar nokkuð eitruð, fyrir utan eitt atriði sem ég hnýt um. Það er þegar hann fullyrðir að ekki hafi verið alræði í Sovétríkjunum eftir dauða Stalíns. Nú má vera að þá hafi verið létt nokkuð á kúguninni. Hún var samt ærin og ekki bara í Sovétríkjunum heldur í mestöllum kommúnistaheiminum. Í gærkvöldi horfði ég á einhverja ógeðslegustu heimildarmynd sem ég hef séð - hún var sýnd á einhverri norrænnu stöðvanna. Myndin fjallaði um þegar vitfirringurinn Ceausescu Rúmeníuforseti bannaði fóstureyðingar árið 1966 – á þeim tíma var engar getnaðarvarnir að hafa í landinu, þær voru hvorki framleiddar né fluttar inn. Þetta var ofsafengin þjóðernisverkfræði. Lögreglunni var skipað að hafa eftirlit með konum til að fylgjast því hvort þær væru að svindla. Það var ekki hægt nema með einum hætti - að láta þær fletta klæðum reglulega undir lögreglueftirliti. Tilgangurinn var að fjölga Rúmenum. Afleiðingin var geysileg óhamingja, fleiri svangir munnar að metta mitt í fátæktinni, ótrúlegur fjöldi barna sem enginn kærði sig um - lokapunkturinn voru svo hin skelfilegu munaðarleysingjahæli sem voru uppgötvuð eftir fall Ceausecuhjónanna. Þessar myndir rifjuðust upp fyrir mér þegar ég horfði á sjónvarpsþáttinn í gær - ég held ég hafi aldrei séð neitt svona ljótt. --- --- --- Æ, tökum upp léttara hjal. Ég gat varla sofið eftir að hafa séð þessar myndir í gærkvöldi. "Það er eins gott að ég missi ekki af þorrinu", sagði Kári þegar hann fór í leikskólann í morgun. Það var nefnilega bóndadagur og þorrablót í leikskólanum. Þorrablótið fór þannig fram að öll börnin fengu eins konar víkingahatta sem þau höfðu föndrað úr pappa og bómull. Svo var borðaður þorramatur við langborð. Ég er afar stoltur af syni mínum. Þegar ég kom að ná í hann í leikskólann var mér tjáð að hann hefði staðið sig feikivel, borðað allt sem var sett á diskinn hans: Hákarl, súran hval, hrútspunga, lundabagga - já, allt þetta sem pabbi hans getur ekki hugsað sér að éta. Síðast þegar ég fór á þorrablót fyrir næstum tíu árum borðaði ég gúllas sem var borið fram fyrir óþjóðholla aumingja. En Kári er ekki matvandur. Ég þakka það meðal annars að hann fær hérumbil aldrei pítsu. Börn sem venjast fljótt á að borða hvítt hveiti held ég að verði fljótt kenjótt við matborðið. --- --- --- Er ríkisstjórnin búin að leiða stjórnarandstöðuna í gildru? Stjórnarandstaðan heldur áfram málþófi, en virðist ekki bera neitt úr býtum. Hvernig getur hún hætt ef hún fær ekkert fyrir alla fyrirhöfnina? Það kann að virðast aumingjalegt að gefast upp, láta þetta bara fjara út, en það getur verið ennþá vandræðalegra að halda áfram eftir helgi eins og hótað er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Ritdeilur þeirra Björns Bjarnasonar, Guðna Th. Jóhannessonar og Jóns Ólafssonar eru býsna forvitnilegar, þ.e. ef maður hefur tíma til að fylgjast með þeim, því greinarnar sem birtast í Morgunblaðinu eru geysilangar, tyrfnar aflestrar - og pælingarnar um fyrirætlanir Sovétmanna á sjötta og sjöunda áratugnum oft nokkuð akademískar. Ég veit ekki hverjum veitir betur í ritdeilunni - fannst síðasta grein Jóns reyndar nokkuð eitruð, fyrir utan eitt atriði sem ég hnýt um. Það er þegar hann fullyrðir að ekki hafi verið alræði í Sovétríkjunum eftir dauða Stalíns. Nú má vera að þá hafi verið létt nokkuð á kúguninni. Hún var samt ærin og ekki bara í Sovétríkjunum heldur í mestöllum kommúnistaheiminum. Í gærkvöldi horfði ég á einhverja ógeðslegustu heimildarmynd sem ég hef séð - hún var sýnd á einhverri norrænnu stöðvanna. Myndin fjallaði um þegar vitfirringurinn Ceausescu Rúmeníuforseti bannaði fóstureyðingar árið 1966 – á þeim tíma var engar getnaðarvarnir að hafa í landinu, þær voru hvorki framleiddar né fluttar inn. Þetta var ofsafengin þjóðernisverkfræði. Lögreglunni var skipað að hafa eftirlit með konum til að fylgjast því hvort þær væru að svindla. Það var ekki hægt nema með einum hætti - að láta þær fletta klæðum reglulega undir lögreglueftirliti. Tilgangurinn var að fjölga Rúmenum. Afleiðingin var geysileg óhamingja, fleiri svangir munnar að metta mitt í fátæktinni, ótrúlegur fjöldi barna sem enginn kærði sig um - lokapunkturinn voru svo hin skelfilegu munaðarleysingjahæli sem voru uppgötvuð eftir fall Ceausecuhjónanna. Þessar myndir rifjuðust upp fyrir mér þegar ég horfði á sjónvarpsþáttinn í gær - ég held ég hafi aldrei séð neitt svona ljótt. --- --- --- Æ, tökum upp léttara hjal. Ég gat varla sofið eftir að hafa séð þessar myndir í gærkvöldi. "Það er eins gott að ég missi ekki af þorrinu", sagði Kári þegar hann fór í leikskólann í morgun. Það var nefnilega bóndadagur og þorrablót í leikskólanum. Þorrablótið fór þannig fram að öll börnin fengu eins konar víkingahatta sem þau höfðu föndrað úr pappa og bómull. Svo var borðaður þorramatur við langborð. Ég er afar stoltur af syni mínum. Þegar ég kom að ná í hann í leikskólann var mér tjáð að hann hefði staðið sig feikivel, borðað allt sem var sett á diskinn hans: Hákarl, súran hval, hrútspunga, lundabagga - já, allt þetta sem pabbi hans getur ekki hugsað sér að éta. Síðast þegar ég fór á þorrablót fyrir næstum tíu árum borðaði ég gúllas sem var borið fram fyrir óþjóðholla aumingja. En Kári er ekki matvandur. Ég þakka það meðal annars að hann fær hérumbil aldrei pítsu. Börn sem venjast fljótt á að borða hvítt hveiti held ég að verði fljótt kenjótt við matborðið. --- --- --- Er ríkisstjórnin búin að leiða stjórnarandstöðuna í gildru? Stjórnarandstaðan heldur áfram málþófi, en virðist ekki bera neitt úr býtum. Hvernig getur hún hætt ef hún fær ekkert fyrir alla fyrirhöfnina? Það kann að virðast aumingjalegt að gefast upp, láta þetta bara fjara út, en það getur verið ennþá vandræðalegra að halda áfram eftir helgi eins og hótað er.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun