Innlent

Þriðja umræða um RÚV-frumvarpið heldur áfram

Þriðja umræða um Ríkisúvarpið ohf. hófst aftur nú laust fyrir hádegi eftir töluverðar deilur um tilhögun þinghalds á næstunni. Þar vildu stjórnarandstöðuþingmenn fá skýr svör frá forseta þingsins um hvernig störfum þingsins yrði háttað í dag og næstu daga.

Þriðja umræða um frumvarpið hófst í gær og stóð til miðnættis og laust fyrir hádegi voru níu þingmenn á mælendaskrá varðandi frumvarpið. Það má því búast við því að þingfundur standi í allan dag og jafnvel fram á kvöld en ekki liggur fyrir hvenær gengið verður til atkvæða um frumvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×