Bíó og sjónvarp

Helen Mirren var drottning Golden Globe

Helen Mirren fékk tvenn Golden Globe verðlaun fyrir að leika tvær drottningar
Helen Mirren fékk tvenn Golden Globe verðlaun fyrir að leika tvær drottningar

Babel hlaut Golden Globe verðlaunin sem besta kvikmyndin í Hollywood í gærkvöldi, en breska leikkonan Helen Mirren stal þó senunni á sextugsaldri með því að hljóta tvenn verðlaun, fyrir að leika tvær Bretlandsdrottningar. Hún hlaut verðlaun fyrir aðalhlutverk í kvikmynd sem Elísabet II Bretadrottning í myndinni The Queen og sem besta leikkona í aðalhlutverki stuttrar þáttaraðar sem Elísabet I á þáttaröðinni Elizabeth I.

The Queen fékk einnig handritsverðlaunin og Elizabeth I var valin besta þáttaröðin. Jeremy Irons fékk líka verðlaun sem besti karlleikari í stuttri þáttaröð.

Forest Whitaker var valin besti kvikmyndaleikarinn sem Idi Amin einræðisherra í Uganda í myndinni The Last King of Scotland.

Sem fyrr segir var Babel valin besta dramatíska kvikmyndin, en söngvamyndin Dreamgirls var valin besta myndin í flokki gaman- og söngvamynda, auk þess að hljóta tvenn verðlaun fyrir aukahlutverk, sem Idol-stjarnan Jennifer Hudson, og Eddie Murphy fengu.

Sacha Baron Cohen hlaut verðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki í gaman- eða söngvamynd og Meryl Streep kvenverðlaunin fyrir The Devil Wears Prada. Þetta voru sjöttu Golden Globe verðlaun hennar.

Hún sagðist í þakkarræðunni halda að hún hefði unnið með hverjum einasta gesti í salnum á löngum ferli.

Martin Scorsese var valinn besti leikstjórinn fyrir The Departed. Vonir manna aukast því um að hann hljóti loks langþráðan Óskar fyrir leikstjórn.

Warren Beatty hlaut heiðursverðlaun kennd við Cecil B. DeMille

Ugly Betty var valin besta gamanþáttaröð í sjónvarpi og America Ferrera, sem leikur í henni, besta gamanleikkona í sjónvarpi.

Kyra Sedgwick hlaut Golden Globe fyrir aðalhlutverk í dramatíska sjónvarpsþættinum The Closer og Alec Baldwin fyrir hlutverk sitt í 30 Rock í flokki gamanþátta.

Grey's Anatomy var valin besta dramatíska þáttaröðin.

Útnefningar til Óskarsverðlauna verða tilkynntar 23. janúar nk. og afhending þeirra fer fram 25. febrúar.

LISTI GOLDEN GLOBE VERÐLAUNA 2007

KVIKMYNDIR

Kvikmynd, Drama: "Babel"

Leikkona, Drama: Helen Mirren, "The Queen"

Leikari, Drama: Forest Whitaker, "The Last King of Scotland"

Kvikmynd, Tónlistar- eða gamanmynd: "Dreamgirls"

Leikkona, Tónlistar- eða gamanmynd: Meryl Streep, "The Devil Wears Prada"

Leikari, Tónlistar- eða gamanmynd: Sacha Baron Cohen, "Borat: Cultural Learnings of America for Make Benefit Glorious Nation of Kazakhstan"

Leikkona, aukahlutverk: Jennifer Hudson, "Dreamgirls"

Leikari, aukahlutverk: Eddie Murphy, "Dreamgirls"

Leikstjóri: Martin Scorsese, "The Departed"

Kvikmyndahandrit: Peter Morgan, "The Queen"

Erlend kvikmynd: "Letters From Iwo Jima," USA/Japan

Tónlist: Alexandre Desplat, "The Painted Veil"

Lag: "The Song of the Heart" from "Happy Feet"

Teiknimynd: "Cars"

SJÓNVARP

Þátttaröð, Drama: "Grey's Anatomy," ABC

Leikkona, Drama: Kyra Sedgwick, "The Closer"

Leikari, Drama: Hugh Laurie, "House"

Þáttaröð, Söngva- eða gamanþættir: "Ugly Betty," ABC

Leikkona, Söngva- eða gamanþættir: America Ferrera, "Ugly Betty"

Leikari, Söngva- eða gamanþættir: Alec Baldwin, "30 Rock"

Minni þáttaröð eða sjónvarpskvikmynd: "Elizabeth I," HBO

Leikkona, Minni þáttaröð eða sjónvarpskvikmynd: Helen Mirren, "Elizabeth I"

Leikari, Minni þáttaröð eða sjónvarpskvikmynd: Bill Nighy, "Gideon's Daughter"

Leikkona, aukahlutverk, Þáttaröð, minni þáttaröð eða sjónvarpskvikmynd: Emily Blunt, "Gideon's Daughter"

Leikari, aukahlutverk, Þáttaröð, minni þáttaröð eða sjónvarpskvikmynd: Jeremy Irons, "Elizabeth I"

Cecil B. DeMille Heiðursverðlaun: Warren Beatty






Fleiri fréttir

Sjá meira


×