Bush: Írakar standi í þakkarskuld við Bandaríkjamenn 15. janúar 2007 19:00 Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddam og fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Íraks, og Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómari í Írak, voru hengdir í dagrenningu. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða í nóvember síðastliðnum fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum i bænum Dujail árið 1982, skömmu eftir að reynt var að ráða Íraksforseta af dögum. Tilkynnt var um aftökuna í morgun. Ali al-Dabbagh, talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar, sagði óhugnarlegt atvik hafa átt sér stað. Höfuð al-Tikritis hafi rifnað frá búk hans við aftökuna. Hann bætti því við að ættingjum mannanna hefði verið greint frá aftökunni og þeim gert mögulegt að sækja líkin hið fyrsta. Fréttamenn fengu síðan að sjá upptöku af aftökunum. Myndefnið verður ekki sýnt opinberlega umfram það. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það valda vonbrigðum að Írakar hafi tekið mennina af lífi. Í viðtali sem birt var í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 Minutes á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi sagði Bush Bandaríkjaforseti að Írakar hefðu farið rangt að þegar þeir tóku Saddam af lífi fyrir rúmum hálfum mánuði. Viðtalið er það fyrsta sem hann veitir síðan hann kynnti fjölgun í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Hann sagði mörg mistök hafa verið gerð í Írak og sagan ætti eftir að sýna að hægt hefði verið að haga hlutum með öðrum hætti. Forsetinn var spurður hvort hann teldi að Bandaríkjamenn ættu að biðja Íraka afsökunar á því hvernig mál hefðu þróast eftir innrásina. Hann taldi svo ekki vera. Bush sagðist stoltur af framlagi hermanna sinna. Bandaríkjamenn hefðu frelsað Íraka undan oki einræðisherra og harðstjóra. Írakar stæðu því í mikilli þakkarskuld við Bandaríkjamenn. Vandinn væri svo að í almennir Bandaríkjamenn væru ekki vissir um hvort Írakar væru nægilega þakklátir. Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Bush Bandaríkjaforseti segir Íraka eiga Bandaríkjamönnum mikið að þakka fyrir að hafa losað þá undan oki einræðisherra með innrásinni 2003. Hann gagnrýnir Íraka fyrir það hvernig staðið var að aftöku Saddams Hússeins. Hálfbróðir forsetans fyrrverandi var hengdur við annan mann í nótt. Barzan Ibrahim al-Tikriti, hálfbróðir Saddam og fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Íraks, og Awad Hamed al-Bandar, fyrrverandi yfirdómari í Írak, voru hengdir í dagrenningu. Þeir voru, ásamt Saddam, dæmdir til dauða í nóvember síðastliðnum fyrir aðild að morðum á hundrað fjörutíu og átta sjíum i bænum Dujail árið 1982, skömmu eftir að reynt var að ráða Íraksforseta af dögum. Tilkynnt var um aftökuna í morgun. Ali al-Dabbagh, talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar, sagði óhugnarlegt atvik hafa átt sér stað. Höfuð al-Tikritis hafi rifnað frá búk hans við aftökuna. Hann bætti því við að ættingjum mannanna hefði verið greint frá aftökunni og þeim gert mögulegt að sækja líkin hið fyrsta. Fréttamenn fengu síðan að sjá upptöku af aftökunum. Myndefnið verður ekki sýnt opinberlega umfram það. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir það valda vonbrigðum að Írakar hafi tekið mennina af lífi. Í viðtali sem birt var í bandaríska fréttaskýringaþættinum 60 Minutes á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi sagði Bush Bandaríkjaforseti að Írakar hefðu farið rangt að þegar þeir tóku Saddam af lífi fyrir rúmum hálfum mánuði. Viðtalið er það fyrsta sem hann veitir síðan hann kynnti fjölgun í herliði Bandaríkjamanna í Írak. Hann sagði mörg mistök hafa verið gerð í Írak og sagan ætti eftir að sýna að hægt hefði verið að haga hlutum með öðrum hætti. Forsetinn var spurður hvort hann teldi að Bandaríkjamenn ættu að biðja Íraka afsökunar á því hvernig mál hefðu þróast eftir innrásina. Hann taldi svo ekki vera. Bush sagðist stoltur af framlagi hermanna sinna. Bandaríkjamenn hefðu frelsað Íraka undan oki einræðisherra og harðstjóra. Írakar stæðu því í mikilli þakkarskuld við Bandaríkjamenn. Vandinn væri svo að í almennir Bandaríkjamenn væru ekki vissir um hvort Írakar væru nægilega þakklátir.
Erlent Fréttir Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira