Þrír létust í ofsaveðri 14. janúar 2007 18:54 Níu ára gamall drengur lét lífið þegar tré féll ofan á hann í ofsaveðri sem gengið hefur yfir suðurhluta Svíþjóðar í dag. Tveir karlmenn létust til viðbótar í veðurofsanum þar. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast alvarlega í óveðri í Danmörku og Noregi. Drengurinn sem lést var á ferð með föður sínum á skellinöðru í hádeginu í dag þegar slysið varð. Vindhviða feykti trénu um koll og féll það á feðgana með þessum hörmulegu afleiðingum. Föðurinn sakaði ekki. Slysið varð í Motala um tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suð-vestur af Svíþjóð en þar var veður hvað verst. Sextugur karlmaður lést nokkru síðar þegar tré skall á bíl hans nærri Jönköping í Suður-Svíþjóð. Farþegi, sem var með honum í bílnum, slasaðist alvarlega. Einn maður til viðbótar lést í Málmey. Hann var staddur í bát í höfninni þegar vélarhluti féll á hann. Annar maður slasaðist þegar tré féll á gangandi vegfarendur í Jönköping síðdegis. Sænska veðurstofan sendi út viðvörun á hæsta stigi og hvatti fólk til að halda sig heima. Síðdegis í dag voru nærri 100 þúsund heimili í landinu án rafmagns. Mörg tré höfðu þá brotnað eða rifnað upp með rótum og fokið á raflínur. Eyrarsundsbrú var lokuð til klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma enda veður lítið betra í Danmörku fram eftir degi. Þar gekk ofsaveður yfir og vindhraðinn á við fellibyl í verstu hviðum. Ferjusiglingum var aflýst og Dönum ráðlagt að bíða veðrið af sér heima. Stórabeltisbrú var einnig lokað en hún opnuð á sjötta tímanum og hafi þá lægt vind. Ekki fóru Norðmenn varhluta af veðurhamnum og var ferju- og lestarferðum frestað eða aflýst. Norðmenn héldu sig flestir heima. Lestarferðir voru ekki margar í Vesturfold þar sem tré höfðu fallið á teinana á nokkrum stöðum. Vind lægði síðan eftir því sem leið á daginn og lífið komst í samt lag. Danska veðurstofan spáir hvassviðri aftur í kvöld og næstu nótt á vestur- og norðurhluta Jótlands, þar sem veður var einna verst liðna nótt. Í Noregi og Svíþjóð er spáð nýju lægðardragi þar sem hvessti í dag og því verður áfram vindasamt á svæðinu. Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Níu ára gamall drengur lét lífið þegar tré féll ofan á hann í ofsaveðri sem gengið hefur yfir suðurhluta Svíþjóðar í dag. Tveir karlmenn létust til viðbótar í veðurofsanum þar. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast alvarlega í óveðri í Danmörku og Noregi. Drengurinn sem lést var á ferð með föður sínum á skellinöðru í hádeginu í dag þegar slysið varð. Vindhviða feykti trénu um koll og féll það á feðgana með þessum hörmulegu afleiðingum. Föðurinn sakaði ekki. Slysið varð í Motala um tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suð-vestur af Svíþjóð en þar var veður hvað verst. Sextugur karlmaður lést nokkru síðar þegar tré skall á bíl hans nærri Jönköping í Suður-Svíþjóð. Farþegi, sem var með honum í bílnum, slasaðist alvarlega. Einn maður til viðbótar lést í Málmey. Hann var staddur í bát í höfninni þegar vélarhluti féll á hann. Annar maður slasaðist þegar tré féll á gangandi vegfarendur í Jönköping síðdegis. Sænska veðurstofan sendi út viðvörun á hæsta stigi og hvatti fólk til að halda sig heima. Síðdegis í dag voru nærri 100 þúsund heimili í landinu án rafmagns. Mörg tré höfðu þá brotnað eða rifnað upp með rótum og fokið á raflínur. Eyrarsundsbrú var lokuð til klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma enda veður lítið betra í Danmörku fram eftir degi. Þar gekk ofsaveður yfir og vindhraðinn á við fellibyl í verstu hviðum. Ferjusiglingum var aflýst og Dönum ráðlagt að bíða veðrið af sér heima. Stórabeltisbrú var einnig lokað en hún opnuð á sjötta tímanum og hafi þá lægt vind. Ekki fóru Norðmenn varhluta af veðurhamnum og var ferju- og lestarferðum frestað eða aflýst. Norðmenn héldu sig flestir heima. Lestarferðir voru ekki margar í Vesturfold þar sem tré höfðu fallið á teinana á nokkrum stöðum. Vind lægði síðan eftir því sem leið á daginn og lífið komst í samt lag. Danska veðurstofan spáir hvassviðri aftur í kvöld og næstu nótt á vestur- og norðurhluta Jótlands, þar sem veður var einna verst liðna nótt. Í Noregi og Svíþjóð er spáð nýju lægðardragi þar sem hvessti í dag og því verður áfram vindasamt á svæðinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira