Fundust heilir á húfi 13. janúar 2007 13:00 Bandarískur unglingsdrengur, sem saknað hefur verið síðan 2002, fannst heill á húfi á heimili rúmlega fertugs manns sem nú hefur verið ákærður fyrir mannránn. Annar drengur fannst þar einnig en hann hvarf fyrir tæpri viku. Shawn Hornbeck var 11 ára þegar hann lagði af stað frá heimili sínu í Washington-sýslu nærri St. Louis í október 2002. Hann ætlaði sér í hjólreiðatúr og von á honum heim í kvöldmat. Ekkert spurðist til hans. Ættingjar og vinir leituðu hans vikum saman. Vefsíða var opnuð þar sem óskað var upplýsinga um ferðir hans. Ýmsar vísbendingar bárust en ekkert sem hjálpaði við leitina. Það var svo á mánudag fyrir tæpri viku sem hinn 13 ára gamli William Ownby hvarf. Ekkert var vitað um ferðir hans eftir að hann steig út úr skólabíl nærri heimili sínu í Beufort. Vitni sögðust hafa séð hvítan pallbíl á hraðferð nærri þeim stað á sama tíma. Hvorki virtist ganga né reka í rannsókninni þar til lögregla kom að íbúðarhúsnæði í Kirkwood á fimmtudagskvöld í öðrum erindagjörðum. Ráku lögreglumenn augu í pallbíl sem passaði við lýsingar vitna og fundu eigandann, hinn fjörutíu og eins árs gamla Michael Devlin. Heimild fékkst til að leita á heimili hans og það var þar sem drengirnir fundust. Að sögn lögreglu virtust þeir við góða heilsu. Devlin hefur verið ákærður fyrir mannrán og málið í rannsókn. Telur saksóknari afar líklegt að fleiri ákærur verði lagðar fram á hendur manninum. Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira
Bandarískur unglingsdrengur, sem saknað hefur verið síðan 2002, fannst heill á húfi á heimili rúmlega fertugs manns sem nú hefur verið ákærður fyrir mannránn. Annar drengur fannst þar einnig en hann hvarf fyrir tæpri viku. Shawn Hornbeck var 11 ára þegar hann lagði af stað frá heimili sínu í Washington-sýslu nærri St. Louis í október 2002. Hann ætlaði sér í hjólreiðatúr og von á honum heim í kvöldmat. Ekkert spurðist til hans. Ættingjar og vinir leituðu hans vikum saman. Vefsíða var opnuð þar sem óskað var upplýsinga um ferðir hans. Ýmsar vísbendingar bárust en ekkert sem hjálpaði við leitina. Það var svo á mánudag fyrir tæpri viku sem hinn 13 ára gamli William Ownby hvarf. Ekkert var vitað um ferðir hans eftir að hann steig út úr skólabíl nærri heimili sínu í Beufort. Vitni sögðust hafa séð hvítan pallbíl á hraðferð nærri þeim stað á sama tíma. Hvorki virtist ganga né reka í rannsókninni þar til lögregla kom að íbúðarhúsnæði í Kirkwood á fimmtudagskvöld í öðrum erindagjörðum. Ráku lögreglumenn augu í pallbíl sem passaði við lýsingar vitna og fundu eigandann, hinn fjörutíu og eins árs gamla Michael Devlin. Heimild fékkst til að leita á heimili hans og það var þar sem drengirnir fundust. Að sögn lögreglu virtust þeir við góða heilsu. Devlin hefur verið ákærður fyrir mannrán og málið í rannsókn. Telur saksóknari afar líklegt að fleiri ákærur verði lagðar fram á hendur manninum.
Erlent Fréttir Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fleiri fréttir Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Sjá meira