Umtalsverð fjölgun hermanna í Írak 11. janúar 2007 12:08 Demókratar á Bandaríkjaþingi segjast ætla að koma í veg fyrir að fleiri hermenn verði sendir til Íraks með því að neita ríkisstjórninni um fjárveitingar. George Bush greindi í gær frá þeirri ákvörðun sinni að tuttugu þúsund manna aukaherlið færi á næstunni til landsins til að binda enda á vargöldina þar. Bush flutti sjónvarpsávarp í gær þar sem hann kynnti breytingar ríkisstjórnar sinnar á stefnunni í Írak með það fyrir augum að kveða niður uppreisnina í landinu sem hefur kostað svo mörg mannslíf. Áður en að sjálfri kynningunni kom viðurkenndi hann að ástandið í Írak væri afar slæmt og kvaðst hann bera fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hefðu verið í stríðsrekstrinum. Því næst greindi hann frá því að á næstu vikum yrði fjölgað í herliði Bandaríkjamanna í landinu um 21.500 manns en þar eru fyrir 132.000 hermenn. Stærstur hluti viðbótarliðsins verður staðsettur í Bagdad en fimmtungur þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágranna í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Demókratar gagnrýna þessar tillögur harðlega og benda á að margar þeirra séu þvert á ráðleggingar ráðgjafarnefndar þingsins sem skilaði tillögum sínum í desemberbyrjun. Dagblaðið Washington Post greinir frá því í dag að demókratar í fulltrúadeildinni hyggist neita ríkisstjórninni um fjárveitingar til þessara auknu umsvifa hersins í Írak nema að hún skilgreini rækilega hvernig hún ætli að ná markmiðum sínum þar. Þá ætla flokksbræður þeirra í öldungadeildinni að reyna að fá ályktun samþykkta þar sem stefnu forsetans í Írak verður mótmælt kröftuglega. Bandarískar hersveitir réðust inn í ræðismannsskrifstofu Írana í borginni Irbil í Norður-Írak í morgun og tóku fimm starfsmenn hennar fasta. Frá þessu greindi íranska ríkisfréttastofan IRNA nú fyrir stundu. Erlent Fréttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Demókratar á Bandaríkjaþingi segjast ætla að koma í veg fyrir að fleiri hermenn verði sendir til Íraks með því að neita ríkisstjórninni um fjárveitingar. George Bush greindi í gær frá þeirri ákvörðun sinni að tuttugu þúsund manna aukaherlið færi á næstunni til landsins til að binda enda á vargöldina þar. Bush flutti sjónvarpsávarp í gær þar sem hann kynnti breytingar ríkisstjórnar sinnar á stefnunni í Írak með það fyrir augum að kveða niður uppreisnina í landinu sem hefur kostað svo mörg mannslíf. Áður en að sjálfri kynningunni kom viðurkenndi hann að ástandið í Írak væri afar slæmt og kvaðst hann bera fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð hefðu verið í stríðsrekstrinum. Því næst greindi hann frá því að á næstu vikum yrði fjölgað í herliði Bandaríkjamanna í landinu um 21.500 manns en þar eru fyrir 132.000 hermenn. Stærstur hluti viðbótarliðsins verður staðsettur í Bagdad en fimmtungur þess fer til hins róstusama Anbar-héraðs þar sem uppreisn súnnía hefur verið hvað áköfust. Þessu til viðbótar ætlar svo Bandaríkjastjórn að veita jafnvirði 72 milljarða króna í uppbyggingar og hjálparstarf og kalla nágranna í Íran og Sýrlandi til mun ríkari ábyrgðar en hingað til. Demókratar gagnrýna þessar tillögur harðlega og benda á að margar þeirra séu þvert á ráðleggingar ráðgjafarnefndar þingsins sem skilaði tillögum sínum í desemberbyrjun. Dagblaðið Washington Post greinir frá því í dag að demókratar í fulltrúadeildinni hyggist neita ríkisstjórninni um fjárveitingar til þessara auknu umsvifa hersins í Írak nema að hún skilgreini rækilega hvernig hún ætli að ná markmiðum sínum þar. Þá ætla flokksbræður þeirra í öldungadeildinni að reyna að fá ályktun samþykkta þar sem stefnu forsetans í Írak verður mótmælt kröftuglega. Bandarískar hersveitir réðust inn í ræðismannsskrifstofu Írana í borginni Irbil í Norður-Írak í morgun og tóku fimm starfsmenn hennar fasta. Frá þessu greindi íranska ríkisfréttastofan IRNA nú fyrir stundu.
Erlent Fréttir Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira