Demókratar andvígir fjölgun hermanna 6. janúar 2007 12:21 Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Reiknað er með að í tillögum Bush verði stungið upp á að hermönnunum verði fjölgað um 10.000-20.000 og verkefni þeirra verði að kveða niður Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, sem sagðar eru bera ábyrgð á stórum hluta ofbeldisins í landinu. Í bréfi sem Nancy Pelosi og Harry Reid, leiðtogar demókrata í fulltrúa- og öldungadeildinni, sendu Bush í gær, á fyrsta heila starfsdegi þingsins undir stjórn demókrata, láta þau aftur á móti þær áhyggjur sínar í ljós að slík fjölgun geti reynst Bandaríkjaher ofviða án þess að hún skili nokkrum ávinningi á móti. Í staðinn leggja þau til að herinn einbeitti sér að þjálfun nýrra íraskra hermanna og dragi sig svo smátt og smátt frá landinu. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var John Negroponte skipaður í embætti aðstoðarutanríkisráðherra. Negroponte gegndi áður starfi yfirmanns leyniþjónustustofnana landsins en við stöðu hans þar tekur Mike McConnell. Síðar um daginn greindi svo Robert Gates landvarnaráðherra frá því að William Fallon tæki við sem yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan af John Abizaid og David Petraeus tæki við herstjórninni í Írak af George Casey. Þá er reiknað með að á næstunni muni Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, muni taka sendiherrastöðunni hjá Sameinuðu þjóðunum af John Bolton eftir að fullreynt varð að þingið myndi staðfesta skipun hans. Erlent Fréttir Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira
Demókratar, sem nú eru í meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrsta sinn í tólf ár, leggjast eindregið gegn því að fjölgað verði í herliði Bandaríkjanna í Írak eins og búist er við að George Bush forseti leggi til í næstu viku. Reiknað er með að í tillögum Bush verði stungið upp á að hermönnunum verði fjölgað um 10.000-20.000 og verkefni þeirra verði að kveða niður Mahdi-herdeildir Muqtada al-Sadr, sem sagðar eru bera ábyrgð á stórum hluta ofbeldisins í landinu. Í bréfi sem Nancy Pelosi og Harry Reid, leiðtogar demókrata í fulltrúa- og öldungadeildinni, sendu Bush í gær, á fyrsta heila starfsdegi þingsins undir stjórn demókrata, láta þau aftur á móti þær áhyggjur sínar í ljós að slík fjölgun geti reynst Bandaríkjaher ofviða án þess að hún skili nokkrum ávinningi á móti. Í staðinn leggja þau til að herinn einbeitti sér að þjálfun nýrra íraskra hermanna og dragi sig svo smátt og smátt frá landinu. Alger uppstokkun virðist í gangi innan bandaríska stjórnkerfisins í utanríkis- og varnarmálum. Í gær var John Negroponte skipaður í embætti aðstoðarutanríkisráðherra. Negroponte gegndi áður starfi yfirmanns leyniþjónustustofnana landsins en við stöðu hans þar tekur Mike McConnell. Síðar um daginn greindi svo Robert Gates landvarnaráðherra frá því að William Fallon tæki við sem yfirmaður herja Bandaríkjamanna í Írak og Afganistan af John Abizaid og David Petraeus tæki við herstjórninni í Írak af George Casey. Þá er reiknað með að á næstunni muni Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, muni taka sendiherrastöðunni hjá Sameinuðu þjóðunum af John Bolton eftir að fullreynt varð að þingið myndi staðfesta skipun hans.
Erlent Fréttir Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Sjá meira