Standa fyrir stefnumótum á Xbox Live 28. desember 2007 00:01 Örvar G. Friðriksson „Við erum aðallega að vinna í því að fá Xbox Live! til landsins, en síðan erum við með ýmislegt fleira planað fyrir næsta ár," segir Örvar G. Friðriksson, umsjónarmaður xbox360.is, vefsíðu íslenska Xbox samfélagsins. „Við ætlum til dæmis að gera vefinn notendavænni og standa fyrir stefnumótum á Xbox Live! þar sem íslenskir spilarar hittast á netinu á ákveðnum tímum til að spila saman." ÍXS, eða íslenska Xbox samfélagið, varð til þegar Örvar fór að halda úti lista yfir Íslendinga sem áttu Xbox 360 leikjatölvur. Vegna þess að netþjónustan fyrir Xbox 360 leikjatölvuna, sem heitir Xbox Live!, er ekki formlega í boði á Íslandi þurfa þeir Íslendingar sem vilja spila leiki yfir netið að skrá sig með heimili í Bretlandi eða öðru landi. Fyrir vikið getur verið erfitt að finna aðra Íslendinga til að spila við, en þar kemur listi Örvars til sögunnar. Með honum hafa íslenskir Xbox spilarar fundið aðra Íslendinga, bætt þeim á vinalistann sinn og spilað leiki við þá yfir netið. Þó væri best ef þjónustan stæði Íslendingum formlega til boða og hefur Örvar barist fyrir því í samstarfi við Tölvuvirkni, Netsamskipti og Microsoft á Íslandi. Aðspurður hvað hafi staðið upp úr á árinu sem er að líða nefnir Örvar miðnæturopnanir á vegum ÍXS og BT, þar sem nýir leikir fóru í sölu á miðnætti kvöldið fyrir útgáfudaginn. „Við vorum með tvær þannig, eina þegar Halo 3 kom út og svo aðra þegar Mass Effect, Guitar Hero III og fleiri leikir komu út sama daginn. Mætingin hefur verið framar vonum, það komu rúmlega tvö hundruð manns á Halo 3 opnunina." Að lokum vill Örvar koma á framfæri þökkum til allra íslenskra Xbox spilara. „Það er kannski það besta við þetta allt saman. Ég hef aldrei áður eignast svona marga nýja og góða vini, sem ég á í persónulegum samskiptum við dagsdaglega, og í gegnum Xbox Live!" Leikjavísir Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
„Við erum aðallega að vinna í því að fá Xbox Live! til landsins, en síðan erum við með ýmislegt fleira planað fyrir næsta ár," segir Örvar G. Friðriksson, umsjónarmaður xbox360.is, vefsíðu íslenska Xbox samfélagsins. „Við ætlum til dæmis að gera vefinn notendavænni og standa fyrir stefnumótum á Xbox Live! þar sem íslenskir spilarar hittast á netinu á ákveðnum tímum til að spila saman." ÍXS, eða íslenska Xbox samfélagið, varð til þegar Örvar fór að halda úti lista yfir Íslendinga sem áttu Xbox 360 leikjatölvur. Vegna þess að netþjónustan fyrir Xbox 360 leikjatölvuna, sem heitir Xbox Live!, er ekki formlega í boði á Íslandi þurfa þeir Íslendingar sem vilja spila leiki yfir netið að skrá sig með heimili í Bretlandi eða öðru landi. Fyrir vikið getur verið erfitt að finna aðra Íslendinga til að spila við, en þar kemur listi Örvars til sögunnar. Með honum hafa íslenskir Xbox spilarar fundið aðra Íslendinga, bætt þeim á vinalistann sinn og spilað leiki við þá yfir netið. Þó væri best ef þjónustan stæði Íslendingum formlega til boða og hefur Örvar barist fyrir því í samstarfi við Tölvuvirkni, Netsamskipti og Microsoft á Íslandi. Aðspurður hvað hafi staðið upp úr á árinu sem er að líða nefnir Örvar miðnæturopnanir á vegum ÍXS og BT, þar sem nýir leikir fóru í sölu á miðnætti kvöldið fyrir útgáfudaginn. „Við vorum með tvær þannig, eina þegar Halo 3 kom út og svo aðra þegar Mass Effect, Guitar Hero III og fleiri leikir komu út sama daginn. Mætingin hefur verið framar vonum, það komu rúmlega tvö hundruð manns á Halo 3 opnunina." Að lokum vill Örvar koma á framfæri þökkum til allra íslenskra Xbox spilara. „Það er kannski það besta við þetta allt saman. Ég hef aldrei áður eignast svona marga nýja og góða vini, sem ég á í persónulegum samskiptum við dagsdaglega, og í gegnum Xbox Live!"
Leikjavísir Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Fleiri fréttir Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira