Jólakort frá Íslandi Þráinn Bertelsson skrifar 24. desember 2007 06:00 Hallóhalló, öllsömul þarna úti í geimnum og fyrir handan, uppi og niðri og allt um kring! Við ætlum að halda jólin að þessu sinni á smáeyju sem heitir Ísland og er rétt fyrir neðan það sem eftir er af Norðurheimskautinu. Hér er lítið af ferðamönnum á þessum árstíma og engin hætta á að barnshafandi konum sé vísað til sængur í gripahúsum ef þær eru með Master eða Visa. Ekki samt svo að skilja að frúin sé ólétt :-). HÉRNA Á ÍSLANDI væri ábyggilega margt að sjá ef það væri ekki þreifandi myrkur mestallan sólarhringinn á þessum árstíma. Ljós punktur í öllum sortanum er þó sterkur lampi sem varpar ljósi út í geiminn. Út af honum gengur ljóssúla sem sjá má langt að og táknar ósk um frið og ljós í veröld átaka og myrkurs. Það voru þó ekki Íslendingar sem áttu þessa hugmynd heldur var það kona frá Japans-eyjum sem fattaði að hér er ódýrt rafmagn sem Íslendingar nota annars mestan part til að framleiða mengun. ÍSLENDINGAR eru upp til hópa sómafólk, friðsamir, óáleitnir og duglegir að bjarga sér. Samt eru gikkir innan um og saman við sem hugsa ekkert um hvernig þeir geti unnið þjóð sinni gagn. Þeir pæla eingöngu í því hvernig hægt sé að komast til valda, græða á náunganum og ota sínum tota og ættmenna sinna og jábræðra. Manni finnst auðvitað skrýtið að svoleiðis pakk skuli ekki vera gert brottrækt úr þessari norðlægu Paradís en Íslendingar sýna frekjuhundum mikið langlundargeð sem ber vott um gott hjartalag eða langvarandi skort á B6, B12 og D-fjörefnum. AUK ÍSLENDINGA býr hérna mýgrútur af huldufólki, draugum, tröllum og jólaveinum. Flest af því liði forðast sem mest að eiga samskipti við mannfólkið nema einstöku huldumenn sem vinna svart við lækningastörf og fáeinir draugar sem eru eftirsóttir uppistandarar á miðilsfundum. Mataræðið hérna er fremur einhæft, kjöt eða fiskur, pitsur og hamborgarar. Eva er soldið skúffuð yfir því hvað ávextirnir hérna eru dýrir og lélegir, einkum eplin, en það kann að stafa af því að Íslendingar eru yngsta þjóð í Evrópu og hafa ekki enn komist almennilega upp á lag með að láta skilningstréð bera ávöxt sér til matar.Bestu óskir um gleðileg jól! Ykkar Eva, Adam og börnin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Hallóhalló, öllsömul þarna úti í geimnum og fyrir handan, uppi og niðri og allt um kring! Við ætlum að halda jólin að þessu sinni á smáeyju sem heitir Ísland og er rétt fyrir neðan það sem eftir er af Norðurheimskautinu. Hér er lítið af ferðamönnum á þessum árstíma og engin hætta á að barnshafandi konum sé vísað til sængur í gripahúsum ef þær eru með Master eða Visa. Ekki samt svo að skilja að frúin sé ólétt :-). HÉRNA Á ÍSLANDI væri ábyggilega margt að sjá ef það væri ekki þreifandi myrkur mestallan sólarhringinn á þessum árstíma. Ljós punktur í öllum sortanum er þó sterkur lampi sem varpar ljósi út í geiminn. Út af honum gengur ljóssúla sem sjá má langt að og táknar ósk um frið og ljós í veröld átaka og myrkurs. Það voru þó ekki Íslendingar sem áttu þessa hugmynd heldur var það kona frá Japans-eyjum sem fattaði að hér er ódýrt rafmagn sem Íslendingar nota annars mestan part til að framleiða mengun. ÍSLENDINGAR eru upp til hópa sómafólk, friðsamir, óáleitnir og duglegir að bjarga sér. Samt eru gikkir innan um og saman við sem hugsa ekkert um hvernig þeir geti unnið þjóð sinni gagn. Þeir pæla eingöngu í því hvernig hægt sé að komast til valda, græða á náunganum og ota sínum tota og ættmenna sinna og jábræðra. Manni finnst auðvitað skrýtið að svoleiðis pakk skuli ekki vera gert brottrækt úr þessari norðlægu Paradís en Íslendingar sýna frekjuhundum mikið langlundargeð sem ber vott um gott hjartalag eða langvarandi skort á B6, B12 og D-fjörefnum. AUK ÍSLENDINGA býr hérna mýgrútur af huldufólki, draugum, tröllum og jólaveinum. Flest af því liði forðast sem mest að eiga samskipti við mannfólkið nema einstöku huldumenn sem vinna svart við lækningastörf og fáeinir draugar sem eru eftirsóttir uppistandarar á miðilsfundum. Mataræðið hérna er fremur einhæft, kjöt eða fiskur, pitsur og hamborgarar. Eva er soldið skúffuð yfir því hvað ávextirnir hérna eru dýrir og lélegir, einkum eplin, en það kann að stafa af því að Íslendingar eru yngsta þjóð í Evrópu og hafa ekki enn komist almennilega upp á lag með að láta skilningstréð bera ávöxt sér til matar.Bestu óskir um gleðileg jól! Ykkar Eva, Adam og börnin
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun