Ræður 15. desember 2007 00:01 Um daginn sat ég fyrirlestur uppi í háskóla sem fluttur var af Íslendingi á ensku. Hér var um hámenntaðan mann að ræða sem ég hafði áður haldið að væri skörungur í ræðustóli. Það er hins vegar skemmst frá því að segja að þótt maðurinn hafi unnið sigra í fræðum sínum reyndist hann vera óhemju niðurdreginn í pontu og tafsaði af miklu óöryggi ofan í hálsmálið, svo að ég mátti hafa mig allan við að greina merkingarbær hljóð í kapp við suðið í loftræstikerfinu. EINU sinni fór ég líka spenntur á fyrirlestur einhvers frægasta heimspekings í heimi. Hann valsaði um með hárið út í loftið uppi á sviði og skrækti sem mest hann mátti í tvo klukkutíma af svo miklu sundurleysi, að ég sá undir eins á svipum gestanna að almennt var talið að hann hlyti að vera mikill snillingur. Ég fór út. AÐ halda athygli fólks og vekja það til umhugsunar, svo ekki sé talað um að reka það til aðgerða með beittum hvatningarorðum, er list sem er ekki öllum gefin. Marga hef ég séð fara halloka í pontunni, sveitta á efri vör, með tilheyrandi handapati og tafsi, en þó verð ég að segja – og kem ég þá að tilefni þessara skrifa sem er umræða sem farið hefur fram undanfarnar vikur um breytingar á störfum Alþingis – að fáar ræður eru jafnleiðinlegar en margar þær lummur sem fluttar eru af litlum sem engum innblæstri af alþingismönnum, þegar þeim tekst hvað verst til í ræðuflutningi sínum bæði innan og utan þings. ÉG hef beinlínis velt þessu fyrir mér. Ég hef setið fundi og haft af því dálítið gaman. Svo stígur allt í einu alþingismaður í pontu og hefur upp svo mikla og mónótóníska langloku að ég get greint það undir eins á svip viðstaddra að þá langar helst til að segja manninum að fara heim til sín, eða fara heim til sín sjálft. ÞÓ svo að á þessu séu magnaðar undantekningar eru dæmin þó það mörg að spyrja má um orsakir. Ég held að þær séu einfaldar: Starfshættir þingsins hafa alið á þeim misskilningi, að það sé kostur frekar en hitt, og jafnvel nauðsynlegt, að flytja langar og leiðinlegar ræður um helst ekki neitt. Þetta þarf að breytast, nema ef vera skyldi að fólk hafi af eintóna langrullum sadó/masókíska ánægju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Um daginn sat ég fyrirlestur uppi í háskóla sem fluttur var af Íslendingi á ensku. Hér var um hámenntaðan mann að ræða sem ég hafði áður haldið að væri skörungur í ræðustóli. Það er hins vegar skemmst frá því að segja að þótt maðurinn hafi unnið sigra í fræðum sínum reyndist hann vera óhemju niðurdreginn í pontu og tafsaði af miklu óöryggi ofan í hálsmálið, svo að ég mátti hafa mig allan við að greina merkingarbær hljóð í kapp við suðið í loftræstikerfinu. EINU sinni fór ég líka spenntur á fyrirlestur einhvers frægasta heimspekings í heimi. Hann valsaði um með hárið út í loftið uppi á sviði og skrækti sem mest hann mátti í tvo klukkutíma af svo miklu sundurleysi, að ég sá undir eins á svipum gestanna að almennt var talið að hann hlyti að vera mikill snillingur. Ég fór út. AÐ halda athygli fólks og vekja það til umhugsunar, svo ekki sé talað um að reka það til aðgerða með beittum hvatningarorðum, er list sem er ekki öllum gefin. Marga hef ég séð fara halloka í pontunni, sveitta á efri vör, með tilheyrandi handapati og tafsi, en þó verð ég að segja – og kem ég þá að tilefni þessara skrifa sem er umræða sem farið hefur fram undanfarnar vikur um breytingar á störfum Alþingis – að fáar ræður eru jafnleiðinlegar en margar þær lummur sem fluttar eru af litlum sem engum innblæstri af alþingismönnum, þegar þeim tekst hvað verst til í ræðuflutningi sínum bæði innan og utan þings. ÉG hef beinlínis velt þessu fyrir mér. Ég hef setið fundi og haft af því dálítið gaman. Svo stígur allt í einu alþingismaður í pontu og hefur upp svo mikla og mónótóníska langloku að ég get greint það undir eins á svip viðstaddra að þá langar helst til að segja manninum að fara heim til sín, eða fara heim til sín sjálft. ÞÓ svo að á þessu séu magnaðar undantekningar eru dæmin þó það mörg að spyrja má um orsakir. Ég held að þær séu einfaldar: Starfshættir þingsins hafa alið á þeim misskilningi, að það sé kostur frekar en hitt, og jafnvel nauðsynlegt, að flytja langar og leiðinlegar ræður um helst ekki neitt. Þetta þarf að breytast, nema ef vera skyldi að fólk hafi af eintóna langrullum sadó/masókíska ánægju.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun