Brenndar möndlur 6. desember 2007 00:01 Ilm af brenndum möndlum leggur iðulega yfir jólamarkaði erlendis. Þær er með góðu móti hægt að gera heima við.nordicphotos/getty Ristaðar möndlur, eða „brenndar möndlur" eins og þær kallast iðulega á Norðurlandamálunum, eru ómissandi hluti af jólamörkuðum víðs vegar um heim. Það þarf ekki mikið til að ilm þeirra leggi yfir eldhús landsmanna, enda inniheldur uppskriftin aðallega möndlur og sykur. Bæði er hægt að nota strásykur og flórsykur, en þessi uppskrift, fáanleg á heimasíðu Dansukker, gerir ráð fyrir strásykri. BRENNDAR MÖNDLUR250 g möndlur með hýði250 g strásykur¾ dl vatn Setjið möndlur, vatn og sykur í pott yfir háan hita, þangað til vatnið sýður og blandan fer að krauma. Hrærið oft í með trégaffli. Lækkið hitann þar til vatnið hefur gufað upp og sykurinn fer að kristallast. Hann á síðan að bráðna aftur, þannig að hann loði við möndlurnar í kekkjum. Hrærið stöðugt í. Hellið blöndunni á bökunarpappír og skiljið að með gaffli. Á þessu stigi má einnig strá smá flórsykri yfir þær, svo þær festist síður saman. Einnig er hægt að blanda dálitlu af engiferi og kanil út í möndlublönduna, til að fá enn meira jólabragð. Jólamatur Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Ristaðar möndlur, eða „brenndar möndlur" eins og þær kallast iðulega á Norðurlandamálunum, eru ómissandi hluti af jólamörkuðum víðs vegar um heim. Það þarf ekki mikið til að ilm þeirra leggi yfir eldhús landsmanna, enda inniheldur uppskriftin aðallega möndlur og sykur. Bæði er hægt að nota strásykur og flórsykur, en þessi uppskrift, fáanleg á heimasíðu Dansukker, gerir ráð fyrir strásykri. BRENNDAR MÖNDLUR250 g möndlur með hýði250 g strásykur¾ dl vatn Setjið möndlur, vatn og sykur í pott yfir háan hita, þangað til vatnið sýður og blandan fer að krauma. Hrærið oft í með trégaffli. Lækkið hitann þar til vatnið hefur gufað upp og sykurinn fer að kristallast. Hann á síðan að bráðna aftur, þannig að hann loði við möndlurnar í kekkjum. Hrærið stöðugt í. Hellið blöndunni á bökunarpappír og skiljið að með gaffli. Á þessu stigi má einnig strá smá flórsykri yfir þær, svo þær festist síður saman. Einnig er hægt að blanda dálitlu af engiferi og kanil út í möndlublönduna, til að fá enn meira jólabragð.
Jólamatur Partýréttir Uppskriftir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira