Að vera ósýnilegur Jónína Michaelsdóttir skrifar 27. nóvember 2007 00:01 Merk kona sem fædd er árið 1927 sagði við mig fyrir nokkrum árum að margir sem hún þekkti virtust kvíða því að eldast. Sjálf væri hún þakklát fyrir að hafa fengið að lifa það að vera barn, unglingur, ung kona, miðaldra og gömul og hafa fundið á eigin skinni þær kenndir og umbrot sem fylgja hverju æviskeiði. „Ég hef notið þess að vera til og það er ekkert að því í sjálfu sér að eldast," sagði hún. „Hitt er verra hvað maður „lækkar í verði" á öllum sviðum. Skoðanir manns skipta ekki máli, jafnvel ekki á þeim sviðum sem maður er sérfræðingur í. Ungt fólk og miðaldra talar ekki við mann eins og jafningja og hlustar á það sem maður hefur fram að færa af kurteisi og umburðarlyndi fremur en áhuga. Á sjúkrahúsinu hefur maður jafnvel á tilfinningunni að menn veigri sér við að framkvæma dýrar aðgerðir á þeim sem hafa náð mínum aldri rétt eins og maður sé gamall bíll sem tekur ekki að gera við."Frelsi sem kemur á óvartÍ hinu opna samfélagi nútímans ræðum við af meira hispursleysi um okkur sjálf en áður tíðkaðist og má margt læra af reynslu annarra. Árið 2004 kom út í Danmörku bók um níu konur á aldrinum 59 -72 ára sem ritstýrt var af Sabine Celeste Svendsen. Bókin heitir, Með aldrinum, og fram kemur að heiti bókarinnar vísar til þess að vera með aldrinum, ekki á móti honum. Tveimur árum síðar kom út bók um tólf konur á aldrinum 60-69 ára eftir Ninka-Bernadetta Mauritson. Sú bók heitir, Það sem lífið hefur kennt mér. Ég hef hvergi rekist á samsvarandi bækur um karlmenn, en þær hljóta að vera til - eða hvað?Konurnar í þessum bókum hafa allar látið að sér kveða með einum eða öðrum hætti. Þetta eru leikskáld, leikkonur, rithöfundar og kennarar. Þarna er líka lögfræðingur, stjórnmálamaður, söngkona, verkalýðsleiðtogi og sirkusstjóri. Þessar konur ræða opinskátt um hvernig það er að eldast. Hvernig aldurinn fer með líkamann, útlitið og þrekið. En mörgum þykir vænt um hrukkurnar sínar, og líta á þær eins og flotta ferilskrá. Þær lýsa því hvernig smám saman rennur upp fyrir þeim að þær eru að verða „ósýnilegar". Karlar horfa ekki lengur á eftir þeim, unga fólkið í stórmarkaðnum lætur eins og það sjái ekki að þær vantar aðstoð og á vinnumarkaðnum eru þær að verða eins og vara á síðasta söludegi; nothæfar en ekki æskilegar. Það sem þær leggja til mála vekur ekki áhuga með sama hætti og áður.En þá gerist undrið! Þær uppgötva smám saman að þetta gerir þær frjálsar. Frjálsar á þann hátt sem þær voru á bernsku- og æskuárum, áður en samfélagið fór að móta þær. Þær uppgötva hvað álit annarra hefur verið mikil þvingun, finna það ekki fyrr en þessir ósýnilegu fjötrar falla. Allt í einu er ekkert ómögulegt eða óhugsandi. Þær geta tekið upp á hverju sem er, klætt sig með óhefðbundnum hætti, byrjað í námi, stofnað fyrirtæki og sagt skoðun sína umbúðalaust eða bara notið sín með karlinum sínum og barnabörnunum. Þessum konum finnst þær hvíla í sjálfum sér sem aldrei fyrr og njóta þess að vera til, bæði sem konur og einstaklingar. Þótt eitt og annað geti verið að, segja fleiri en ein af þessum konum að þær hafi aldrei verið hamingjusamari. Svona getur lífið komið á óvart!AldursflokkunÍ daglegu tali manna er íslenskt samfélag hólfað eftir aldri fólks og hverju hólfi fylgja ákveðin hughrif. Gjarnan er talað um aldraða eins og öldrun sé veikindi eða fötlun. Hún getur auðvitað verið það en það er ekki algilt um þennan aldursflokk frekar en aðra. Fólk getur verið heilsuveilt og þreklítið á öllum aldri.Við tölum um þarfir og eiginleika barna, unglinga, ungs fólks og aldraðra eins og þetta sé staðlað fyrirbæri. Eini hópurinn sem ekki er aldursgreindur og aldrei talað um sem einsleitan er miðaldra fólk. Fjörutíu til sextíu ára hópurinn. Af hverju er ekki talað um verslanir og tónlist miðaldra fólksins? Af hverju auglýsa ekki ferðaskrifstofur „Draumaferðina" fyrir miðaldra konuna eða karlinn? Skíðaferðina sem er klæðskerasniðin fyrir miðaldra hjónin? Börn eru fólk á barnsaldri, unglingar fólk á unglingsaldri, ungt fólk, miðaldra fólk og aldrað fólk - erum við ekki öll fólk á sömu leið í gegnum lífið, bara komin misjafnlega langt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Merk kona sem fædd er árið 1927 sagði við mig fyrir nokkrum árum að margir sem hún þekkti virtust kvíða því að eldast. Sjálf væri hún þakklát fyrir að hafa fengið að lifa það að vera barn, unglingur, ung kona, miðaldra og gömul og hafa fundið á eigin skinni þær kenndir og umbrot sem fylgja hverju æviskeiði. „Ég hef notið þess að vera til og það er ekkert að því í sjálfu sér að eldast," sagði hún. „Hitt er verra hvað maður „lækkar í verði" á öllum sviðum. Skoðanir manns skipta ekki máli, jafnvel ekki á þeim sviðum sem maður er sérfræðingur í. Ungt fólk og miðaldra talar ekki við mann eins og jafningja og hlustar á það sem maður hefur fram að færa af kurteisi og umburðarlyndi fremur en áhuga. Á sjúkrahúsinu hefur maður jafnvel á tilfinningunni að menn veigri sér við að framkvæma dýrar aðgerðir á þeim sem hafa náð mínum aldri rétt eins og maður sé gamall bíll sem tekur ekki að gera við."Frelsi sem kemur á óvartÍ hinu opna samfélagi nútímans ræðum við af meira hispursleysi um okkur sjálf en áður tíðkaðist og má margt læra af reynslu annarra. Árið 2004 kom út í Danmörku bók um níu konur á aldrinum 59 -72 ára sem ritstýrt var af Sabine Celeste Svendsen. Bókin heitir, Með aldrinum, og fram kemur að heiti bókarinnar vísar til þess að vera með aldrinum, ekki á móti honum. Tveimur árum síðar kom út bók um tólf konur á aldrinum 60-69 ára eftir Ninka-Bernadetta Mauritson. Sú bók heitir, Það sem lífið hefur kennt mér. Ég hef hvergi rekist á samsvarandi bækur um karlmenn, en þær hljóta að vera til - eða hvað?Konurnar í þessum bókum hafa allar látið að sér kveða með einum eða öðrum hætti. Þetta eru leikskáld, leikkonur, rithöfundar og kennarar. Þarna er líka lögfræðingur, stjórnmálamaður, söngkona, verkalýðsleiðtogi og sirkusstjóri. Þessar konur ræða opinskátt um hvernig það er að eldast. Hvernig aldurinn fer með líkamann, útlitið og þrekið. En mörgum þykir vænt um hrukkurnar sínar, og líta á þær eins og flotta ferilskrá. Þær lýsa því hvernig smám saman rennur upp fyrir þeim að þær eru að verða „ósýnilegar". Karlar horfa ekki lengur á eftir þeim, unga fólkið í stórmarkaðnum lætur eins og það sjái ekki að þær vantar aðstoð og á vinnumarkaðnum eru þær að verða eins og vara á síðasta söludegi; nothæfar en ekki æskilegar. Það sem þær leggja til mála vekur ekki áhuga með sama hætti og áður.En þá gerist undrið! Þær uppgötva smám saman að þetta gerir þær frjálsar. Frjálsar á þann hátt sem þær voru á bernsku- og æskuárum, áður en samfélagið fór að móta þær. Þær uppgötva hvað álit annarra hefur verið mikil þvingun, finna það ekki fyrr en þessir ósýnilegu fjötrar falla. Allt í einu er ekkert ómögulegt eða óhugsandi. Þær geta tekið upp á hverju sem er, klætt sig með óhefðbundnum hætti, byrjað í námi, stofnað fyrirtæki og sagt skoðun sína umbúðalaust eða bara notið sín með karlinum sínum og barnabörnunum. Þessum konum finnst þær hvíla í sjálfum sér sem aldrei fyrr og njóta þess að vera til, bæði sem konur og einstaklingar. Þótt eitt og annað geti verið að, segja fleiri en ein af þessum konum að þær hafi aldrei verið hamingjusamari. Svona getur lífið komið á óvart!AldursflokkunÍ daglegu tali manna er íslenskt samfélag hólfað eftir aldri fólks og hverju hólfi fylgja ákveðin hughrif. Gjarnan er talað um aldraða eins og öldrun sé veikindi eða fötlun. Hún getur auðvitað verið það en það er ekki algilt um þennan aldursflokk frekar en aðra. Fólk getur verið heilsuveilt og þreklítið á öllum aldri.Við tölum um þarfir og eiginleika barna, unglinga, ungs fólks og aldraðra eins og þetta sé staðlað fyrirbæri. Eini hópurinn sem ekki er aldursgreindur og aldrei talað um sem einsleitan er miðaldra fólk. Fjörutíu til sextíu ára hópurinn. Af hverju er ekki talað um verslanir og tónlist miðaldra fólksins? Af hverju auglýsa ekki ferðaskrifstofur „Draumaferðina" fyrir miðaldra konuna eða karlinn? Skíðaferðina sem er klæðskerasniðin fyrir miðaldra hjónin? Börn eru fólk á barnsaldri, unglingar fólk á unglingsaldri, ungt fólk, miðaldra fólk og aldrað fólk - erum við ekki öll fólk á sömu leið í gegnum lífið, bara komin misjafnlega langt?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun