Bílræði Guðmundur Andri Thorsson skrifar 12. nóvember 2007 06:00 Af hverju geta bílar ekki svifið yfir jörðinni, að minnsta kosti af og til - maður ýtir á takka og bíllinn lyftir sér hægt og rólega upp þegar maður mætir einhverjum vitleysingi á ofsaferð... Af hverju eru bílar úr málmi? Af hverju eru þeir ekki úr einhverju eftirgefanlegu frauðplasti þannig að þegar tveir bílar rekast hvor á annan gerist ekki neitt annað en að bílstjórarnir fara að skríkja eða brosa skömmustulega?Klossaðar vélar Af hverju eru bílar svona dýrir? Fólk ver stærri hluta tekna sinna í að greiða af bílum, að ógleymdum alls kyns gjöldum - og horngrýtis stöðumælasektunum - en í föt handa börnunum sínum eða mat eða aðrar nauðsynjar. Sér enginn eftir peningunum í svo innilega dauðan hlut? Nú hafa bílar verið fjöldaframleiddir í næstum því öld - T-módel Henrys Ford er frá 1908 - en getur ekki hugsast að við eyðum stærri hluta tekna okkar í bíla en viðskiptavinir Fords gamla gerðu á fyrstu áratugum 20. aldarinnar? Er það viskulegt? Hefði átt sér stað eðlileg þróun myndu bílar kosta svona tíu tuttugu þúsund krónur, og kannski allt upp í fimmtíu þúsund eftir því hvað þeim fylgdi mikið pjatt. Af hverju eru bílar alltaf að rekast hver á annan? Hvernig í ósköpunum stendur eiginlega á því - eftir allt mannfallið - að mönnum er enn treyst til að stjórna bílum? Af hverju er ekki sjálfstýring á þeim? Af hverju get ég ekki farið út í bíl og stillt á ákveðna forritaða leið og síðan bara farið að lesa í nýju bókinni hans Gyrðis á meðan bíllinn fer með mig á áfangastað? Þá gæti bíllinn numið einhvern veginn óvæntar hættur á leiðinni og brugðist við þeim, til dæmis með því að fara upp í loftið þegar vitleysingurinn á ofsahraðanum nálgast. (Vitleysingarnir á ofsahraðanum þurfa náttúrlega á sérstökum úrræðum að halda. Í fyrsta lagi þarf að ná þeim undan stýri út af hættu sem samborgurum stafar af þeim og í öðru lagi þarf að finna þeim verðugan vettvang til að fá kröfum sínum viðnám: er ekki hægt að senda þá á sjóinn? Að það sé refsingin við ofsaakstri: að vera dæmdur til hundrað daga á sjó að berjast við höfuðskepnurnar...) Af hverju eru bílar svona stórir? Sú var tíð að tölvur þöktu heilu herbergin og gemsar þykja því hlægilegri sem þeir eru stærri: þannig er það með flesta hluti sem taka eðlilegri þróun í markaðssamfélaginu. Þeim er þjappað saman: því meiri þjöppun því glæsilegri þykir hluturinn, því meira hugvit þykir búa að baki. Af einhverjum ástæðum er þessu þveröfugt varið með bíla: þar virðist hugvit ekki aðalatríðið. Menn aka blygðunarlaust um á farartækjum sem minna á vörubíla eða skriðdreka. Þetta mun eiga að veita öryggiskennd: hinn mun drepast.Kjörlendi tyggjóklessunnar Af hverju eru bílar svona leiðinlegir? Af hverju eru þeir svona stórir og luralegir? Svona þungbúnir - svona búralegir? Svona ferkantaðir? Getur verið að karlmenn af ákveðnu tagi ráði um of ríkjum í hönnun bíla? Hvað sem öllum þessum spurningum líður þá er svo komið að við getum ekki lengur látið eins og ekkert sé gagnvart bílum og því bílræði sem við búum við þar sem flestar þarfir mega víkja fyrir þörfum bílsins. Sú var tíð að bílar voru stórkostlegt framfaratæki og þeir hafa vissulega gert margt í lífi okkar auðveldara. En þeir eru orðnir alltof margir - alltof fyrirferðarmiklir, og þeir eru farnir að flækja líf okkar. Bílar eiga meiri sök á því en nokkuð annað hversu grátt og þungbúið er stundum í Stór-Reykjavík, bæði hin endalausu bílastæði sem þekja um helming borgarlandsins, þetta kjörlendi tyggjóklessunnar þar sem ekkert fær þrifist og eins virðast heilu hverfin snúast einvörðungu um bíla - verkstæði á verkstæði ofan og bílasölur eftir bílasölur. Af hverju eru bílar svona frumstæðir? Hvers vegna þurfum við enn hökta um alla daga á vél sem fundin var upp og hugsuð á 19. öld og hefur lítið þróast síðan í aðalatriðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Af hverju geta bílar ekki svifið yfir jörðinni, að minnsta kosti af og til - maður ýtir á takka og bíllinn lyftir sér hægt og rólega upp þegar maður mætir einhverjum vitleysingi á ofsaferð... Af hverju eru bílar úr málmi? Af hverju eru þeir ekki úr einhverju eftirgefanlegu frauðplasti þannig að þegar tveir bílar rekast hvor á annan gerist ekki neitt annað en að bílstjórarnir fara að skríkja eða brosa skömmustulega?Klossaðar vélar Af hverju eru bílar svona dýrir? Fólk ver stærri hluta tekna sinna í að greiða af bílum, að ógleymdum alls kyns gjöldum - og horngrýtis stöðumælasektunum - en í föt handa börnunum sínum eða mat eða aðrar nauðsynjar. Sér enginn eftir peningunum í svo innilega dauðan hlut? Nú hafa bílar verið fjöldaframleiddir í næstum því öld - T-módel Henrys Ford er frá 1908 - en getur ekki hugsast að við eyðum stærri hluta tekna okkar í bíla en viðskiptavinir Fords gamla gerðu á fyrstu áratugum 20. aldarinnar? Er það viskulegt? Hefði átt sér stað eðlileg þróun myndu bílar kosta svona tíu tuttugu þúsund krónur, og kannski allt upp í fimmtíu þúsund eftir því hvað þeim fylgdi mikið pjatt. Af hverju eru bílar alltaf að rekast hver á annan? Hvernig í ósköpunum stendur eiginlega á því - eftir allt mannfallið - að mönnum er enn treyst til að stjórna bílum? Af hverju er ekki sjálfstýring á þeim? Af hverju get ég ekki farið út í bíl og stillt á ákveðna forritaða leið og síðan bara farið að lesa í nýju bókinni hans Gyrðis á meðan bíllinn fer með mig á áfangastað? Þá gæti bíllinn numið einhvern veginn óvæntar hættur á leiðinni og brugðist við þeim, til dæmis með því að fara upp í loftið þegar vitleysingurinn á ofsahraðanum nálgast. (Vitleysingarnir á ofsahraðanum þurfa náttúrlega á sérstökum úrræðum að halda. Í fyrsta lagi þarf að ná þeim undan stýri út af hættu sem samborgurum stafar af þeim og í öðru lagi þarf að finna þeim verðugan vettvang til að fá kröfum sínum viðnám: er ekki hægt að senda þá á sjóinn? Að það sé refsingin við ofsaakstri: að vera dæmdur til hundrað daga á sjó að berjast við höfuðskepnurnar...) Af hverju eru bílar svona stórir? Sú var tíð að tölvur þöktu heilu herbergin og gemsar þykja því hlægilegri sem þeir eru stærri: þannig er það með flesta hluti sem taka eðlilegri þróun í markaðssamfélaginu. Þeim er þjappað saman: því meiri þjöppun því glæsilegri þykir hluturinn, því meira hugvit þykir búa að baki. Af einhverjum ástæðum er þessu þveröfugt varið með bíla: þar virðist hugvit ekki aðalatríðið. Menn aka blygðunarlaust um á farartækjum sem minna á vörubíla eða skriðdreka. Þetta mun eiga að veita öryggiskennd: hinn mun drepast.Kjörlendi tyggjóklessunnar Af hverju eru bílar svona leiðinlegir? Af hverju eru þeir svona stórir og luralegir? Svona þungbúnir - svona búralegir? Svona ferkantaðir? Getur verið að karlmenn af ákveðnu tagi ráði um of ríkjum í hönnun bíla? Hvað sem öllum þessum spurningum líður þá er svo komið að við getum ekki lengur látið eins og ekkert sé gagnvart bílum og því bílræði sem við búum við þar sem flestar þarfir mega víkja fyrir þörfum bílsins. Sú var tíð að bílar voru stórkostlegt framfaratæki og þeir hafa vissulega gert margt í lífi okkar auðveldara. En þeir eru orðnir alltof margir - alltof fyrirferðarmiklir, og þeir eru farnir að flækja líf okkar. Bílar eiga meiri sök á því en nokkuð annað hversu grátt og þungbúið er stundum í Stór-Reykjavík, bæði hin endalausu bílastæði sem þekja um helming borgarlandsins, þetta kjörlendi tyggjóklessunnar þar sem ekkert fær þrifist og eins virðast heilu hverfin snúast einvörðungu um bíla - verkstæði á verkstæði ofan og bílasölur eftir bílasölur. Af hverju eru bílar svona frumstæðir? Hvers vegna þurfum við enn hökta um alla daga á vél sem fundin var upp og hugsuð á 19. öld og hefur lítið þróast síðan í aðalatriðum?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun