Banksy staðinn að verki? 6. nóvember 2007 06:00 Er þetta Banksy? Vegfarandi tók þessa mynd á símann sinn. Allt útlit er fyrir að hinn margrómaði og umdeildi vegglistamaður Banksy hafi verið staðinn að verki þar sem hann skreytti húsvegg í Austur-London. Vegfarandi nokkur kveðst hafa náð myndum með símanum sínum af listamanninum við iðju sína. Banksy hefur fram að þessu verið dularfull persóna í heimi myndlistarinnar og ávallt gætt vel að því að réttu nafni og öðrum upplýsingum um persónu hans verði ekki uppljóstrað. Banksy öðlaðist frægð í heimi myndlistarinnar fyrir hæðin og beitt verk sín sem hann málar iðulega á húsveggi og aðra tilfallandi fleti. Hann hefur einnig gert nokkuð af því að fremja nokkurs konar hrekkja-gjörninga sem hafa vakið mikla athygli. Hann hefur til dæmis laumað uppblásinni dúkku í líki Guantanamo-fanga inn á meðal teiknimyndapersóna í Disneylandi og komið dauðri rottu fyrir meðal safngripa í náttúruminjasafninu í London. Verk Banksys seljast fyrir milljónir á listauppboðum og í sýningarsölum og á hann sér aðdáendur á meðal ríka og fræga fólksins. Þó hefur listamaðurinn sjálfur gefið lítið fyrir upphafninguna. „Ég trúi því varla að þið borgið háar upphæðir fyrir þetta rusl“ hefur Banksy skrifað á heimasíðu sína. Nú á eftir að koma í ljós hvort þessi óvænta myndataka muni endanlega svipta hulunni af þessum dularfulla listamanni. Fram að þessu hafa einungis getgátur verið uppi um rétt nafn hans og sögu, en hann er talinn heita Robert eða Robin Banks og vera uppalinn í Bristol á Englandi.- vþ Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Allt útlit er fyrir að hinn margrómaði og umdeildi vegglistamaður Banksy hafi verið staðinn að verki þar sem hann skreytti húsvegg í Austur-London. Vegfarandi nokkur kveðst hafa náð myndum með símanum sínum af listamanninum við iðju sína. Banksy hefur fram að þessu verið dularfull persóna í heimi myndlistarinnar og ávallt gætt vel að því að réttu nafni og öðrum upplýsingum um persónu hans verði ekki uppljóstrað. Banksy öðlaðist frægð í heimi myndlistarinnar fyrir hæðin og beitt verk sín sem hann málar iðulega á húsveggi og aðra tilfallandi fleti. Hann hefur einnig gert nokkuð af því að fremja nokkurs konar hrekkja-gjörninga sem hafa vakið mikla athygli. Hann hefur til dæmis laumað uppblásinni dúkku í líki Guantanamo-fanga inn á meðal teiknimyndapersóna í Disneylandi og komið dauðri rottu fyrir meðal safngripa í náttúruminjasafninu í London. Verk Banksys seljast fyrir milljónir á listauppboðum og í sýningarsölum og á hann sér aðdáendur á meðal ríka og fræga fólksins. Þó hefur listamaðurinn sjálfur gefið lítið fyrir upphafninguna. „Ég trúi því varla að þið borgið háar upphæðir fyrir þetta rusl“ hefur Banksy skrifað á heimasíðu sína. Nú á eftir að koma í ljós hvort þessi óvænta myndataka muni endanlega svipta hulunni af þessum dularfulla listamanni. Fram að þessu hafa einungis getgátur verið uppi um rétt nafn hans og sögu, en hann er talinn heita Robert eða Robin Banks og vera uppalinn í Bristol á Englandi.- vþ
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira