Góðar fréttir og vondar Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. nóvember 2007 00:01 Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað mikið hér á landi á fyrri helmingi þessa árs miðað við fyrri helming síðasta árs. Fjölgun tilkynninga nemur 32 prósentum en fjölgun barna sem tilkynnt er um nemur 15 prósentum. Tilkynningar um nálægt helming þessara barna leiða til þess að viðkomandi barnaverndarnefndir kanna mál þeirra frekar. Fjölgun barnaverndartilkynninga milli ára nú er ekki einsdæmi því sú þróun hefur verið stöðug undanfarin ár. Þetta ber óneitanlega vott um að mikið sé að í íslensku samfélagi. Barnaverndarnefndir landsins hafa fengið tilkynningu um að pottur sé brotinn í lífi 3.567 barna á hálfu ári. Það er algerlega óviðunandi og hlýtur að gefa tilefni til að staldra við og skoða stöðu barna á Íslandi í víðu samhengi. Fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda er þó ekki bara vond frétt. Hún bendir til þess að Íslendingar séu stöðugt meira vakandi fyrir velferð barna. Meira en helmingur tilkynninga til barnaverndarnefnda kemur frá lögreglu og tilkynningum þaðan hefur fjölgað mest. Þetta getur verið vísbending um ákveðna vitundarvakningu innan lögreglunnar; að meðferð á börnum sem áður þótti ekki ámælisverð þyki það nú. Rétt er að halda því til haga að meira en helmingur tilkynninga til barnaverndarnefnda varðar áhættuhegðun barna, svo sem vímuefnaneyslu, afbrot og ofbeldi barna. Tilkynningar sem varða vanrækslu og ofbeldi á börnum eru tæpur helmingur. Einnig er nokkuð um að foreldrar sjálfir tilkynni til barnaverndarnefnda; foreldrar sem eru komnir í þrot og kalla eftir aðstoð. Margt bendir til að atlæti barna sé betra nú en það hefur verið, að obbi þeirra búi við meiri virðingu og lifi að mörgu leyti innihaldsríkara lífi en börn gerðu til dæmis fyrir fimmtíu árum. Fjöldi tilkynninga til barnaverndarnefnda gefur þó til kynna að bilið milli fólks í íslensku samfélagi sé að breikka, að fjölgi í hópi barna sem vex upp við óviðunandi skilyrði. Þar er ekki bara átt við börn sem búa við áfengis- og fíkniefnaneyslu foreldra, heldur einnig börn sem alast upp við langan vinnudag foreldra og þar af leiðandi allt of lítið samneyti við þá; börn sem skortir hlýju og umhyggju. Þetta atriði er mikið áhyggjuefni. Fátt er mikilvægara en að vera vakandi yfir velferð barna. Öll börn eiga skilið að hafa skilyrðislausan forgang í lífi foreldra sinna.Aðstæður sumra barna eru hins vegar þannig að foreldrar bregðast þeirri frumskyldu sinni að láta börnin og velferð þeirra hafa forgang fram yfir allt annað, eða að þeir ráða hreinlega ekki við það stóra verkefni sem það er að koma barni til manns. Þá verða aðrir að grípa inn í. Það er samfélagsleg skylda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun
Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað mikið hér á landi á fyrri helmingi þessa árs miðað við fyrri helming síðasta árs. Fjölgun tilkynninga nemur 32 prósentum en fjölgun barna sem tilkynnt er um nemur 15 prósentum. Tilkynningar um nálægt helming þessara barna leiða til þess að viðkomandi barnaverndarnefndir kanna mál þeirra frekar. Fjölgun barnaverndartilkynninga milli ára nú er ekki einsdæmi því sú þróun hefur verið stöðug undanfarin ár. Þetta ber óneitanlega vott um að mikið sé að í íslensku samfélagi. Barnaverndarnefndir landsins hafa fengið tilkynningu um að pottur sé brotinn í lífi 3.567 barna á hálfu ári. Það er algerlega óviðunandi og hlýtur að gefa tilefni til að staldra við og skoða stöðu barna á Íslandi í víðu samhengi. Fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda er þó ekki bara vond frétt. Hún bendir til þess að Íslendingar séu stöðugt meira vakandi fyrir velferð barna. Meira en helmingur tilkynninga til barnaverndarnefnda kemur frá lögreglu og tilkynningum þaðan hefur fjölgað mest. Þetta getur verið vísbending um ákveðna vitundarvakningu innan lögreglunnar; að meðferð á börnum sem áður þótti ekki ámælisverð þyki það nú. Rétt er að halda því til haga að meira en helmingur tilkynninga til barnaverndarnefnda varðar áhættuhegðun barna, svo sem vímuefnaneyslu, afbrot og ofbeldi barna. Tilkynningar sem varða vanrækslu og ofbeldi á börnum eru tæpur helmingur. Einnig er nokkuð um að foreldrar sjálfir tilkynni til barnaverndarnefnda; foreldrar sem eru komnir í þrot og kalla eftir aðstoð. Margt bendir til að atlæti barna sé betra nú en það hefur verið, að obbi þeirra búi við meiri virðingu og lifi að mörgu leyti innihaldsríkara lífi en börn gerðu til dæmis fyrir fimmtíu árum. Fjöldi tilkynninga til barnaverndarnefnda gefur þó til kynna að bilið milli fólks í íslensku samfélagi sé að breikka, að fjölgi í hópi barna sem vex upp við óviðunandi skilyrði. Þar er ekki bara átt við börn sem búa við áfengis- og fíkniefnaneyslu foreldra, heldur einnig börn sem alast upp við langan vinnudag foreldra og þar af leiðandi allt of lítið samneyti við þá; börn sem skortir hlýju og umhyggju. Þetta atriði er mikið áhyggjuefni. Fátt er mikilvægara en að vera vakandi yfir velferð barna. Öll börn eiga skilið að hafa skilyrðislausan forgang í lífi foreldra sinna.Aðstæður sumra barna eru hins vegar þannig að foreldrar bregðast þeirri frumskyldu sinni að láta börnin og velferð þeirra hafa forgang fram yfir allt annað, eða að þeir ráða hreinlega ekki við það stóra verkefni sem það er að koma barni til manns. Þá verða aðrir að grípa inn í. Það er samfélagsleg skylda.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun