Ökuleikni í óbyggðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. nóvember 2007 06:00 Hér æfa menn sig í að aka yfir vatnsfall. Daglangt námskeið fyrir óvana ökumenn á óbreyttum jeppum og jepplingum verður haldið á vegum Arctic Trucks hinn 3. nóvember. Arctic Trucks býður upp á námskeið í jeppaakstri í byrjun nóvember fyrir þá sem ekki eru bugaðir af reynslu. Markmiðið er að að kenna ökumönnum að aka við hinar ýmsu aðstæður en framkvæmdin er háð færð og veðri. Komið verður saman kl. 9 að morgni í kennslusal Arctic Trucks við Klettháls þar sem haldin verður stutt kynning og boðið upp á létta hressingu. Um kl. 9.30 verður svo lagt af stað í dagstúrinn. Þátttakendur lenda á leiðinni í margvíslegum áskorunum svo sem mismunandi vegslóðum, háum hryggjum, bröttum brekkum, lækjum og ám. Allir bílar fá VHF-talstöð að láni og leitast er við að koma sem mestum upplýsingum á framfæri allan daginn. Hámarksfjöldi bíla í ferðina er tíu, auk bíla leiðbeinenda og verð fyrir hvern bíl er 10.000 krónur. Innifalið er leiga á talstöð, jeppabók Arctic Trucks, léttar veitingar áður en lagt er af stað og samlokur og drykkir síðar um daginn. „Við héldum svona námskeið nýlega og almenn ánægja var með það. Það var meðal annars sótt af fólki sem hafði átt jeppa um skeið en aldrei sett í lágadrifið,“ segir Hallveig Andrésdóttir hjá Arctic Trucks og bendir á heimasíðuna www.arctictrucks.is. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent
Daglangt námskeið fyrir óvana ökumenn á óbreyttum jeppum og jepplingum verður haldið á vegum Arctic Trucks hinn 3. nóvember. Arctic Trucks býður upp á námskeið í jeppaakstri í byrjun nóvember fyrir þá sem ekki eru bugaðir af reynslu. Markmiðið er að að kenna ökumönnum að aka við hinar ýmsu aðstæður en framkvæmdin er háð færð og veðri. Komið verður saman kl. 9 að morgni í kennslusal Arctic Trucks við Klettháls þar sem haldin verður stutt kynning og boðið upp á létta hressingu. Um kl. 9.30 verður svo lagt af stað í dagstúrinn. Þátttakendur lenda á leiðinni í margvíslegum áskorunum svo sem mismunandi vegslóðum, háum hryggjum, bröttum brekkum, lækjum og ám. Allir bílar fá VHF-talstöð að láni og leitast er við að koma sem mestum upplýsingum á framfæri allan daginn. Hámarksfjöldi bíla í ferðina er tíu, auk bíla leiðbeinenda og verð fyrir hvern bíl er 10.000 krónur. Innifalið er leiga á talstöð, jeppabók Arctic Trucks, léttar veitingar áður en lagt er af stað og samlokur og drykkir síðar um daginn. „Við héldum svona námskeið nýlega og almenn ánægja var með það. Það var meðal annars sótt af fólki sem hafði átt jeppa um skeið en aldrei sett í lágadrifið,“ segir Hallveig Andrésdóttir hjá Arctic Trucks og bendir á heimasíðuna www.arctictrucks.is.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent