Seðlabanki í öngstræti Þorvaldur Gylfason skrifar 1. nóvember 2007 00:01 Seðlabanki Íslands hefur sætt harðri gagnrýni mörg undangengin ár. Hvernig ætti annað að vera? Bankanum var sett verðbólgumarkmið með lögum og hátíðlegum heitstrengingum 2001, og síðan þá hefur ekki staðið steinn yfir steini í peningastjórninni, og var ástandið þó ekki beysið fyrir. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands samkvæmt lögunum frá 2001 er að stuðla að stöðugu verðlagi. Það hefur þó mistekizt svo hrapallega, að verðbólgan hefur nær allan þennan tíma verið yfir auglýstu verðbólgumarkmiði Seðlabankans og oftar en ekki yfir efri þolmörkum bankans, og þá „ber Seðlabankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess og leiðum til úrbóta," svo sem segir í yfirlýsingu á vefsetri bankans. Ekki verður séð, að opinberar greinargerðir Seðlabankans handa ríkisstjórninni hafi hingað til borið mikinn árangur, enda er varla við öðru að búast, því að gagnrýni Seðlabankans hlýtur einkanlega að beinast að þeirri agalausu hagstjórnarstefnu, sem formaður bankastjórnarinnar átti sjálfur mestan þátt í að móta sem forsætisráðherra og hefur haldizt óbreytt að kalla árum saman.Gagnrýni úr öllum áttumSeðlabankanum hafa að minni hyggju orðið á mistök í stjórn peningamálanna. Seðlabankinn fleygði frá sér beittu vopni, bindiskyldunni, sem hann hefur þó lagaheimild til að beita líkt og fyrr. Hann ákvað heldur að einskorða peningastjórnina við stýrivexti, sem eru deigara vopn en bindiskyldan við aðstæður undangenginna ára. Bankinn virðist nú reyna að skýla sér á bak við það, að gagnrýnin beinist að honum úr öllum áttum.Bankinn virðist líta svo á, að hann sé á réttu róli svo lengi sem sumir gagnrýna hann fyrir of lítið aðhald og aðrir fyrir of háa vexti. Bankinn virðist sjá þversögn í þessari gagnrýni, ef marka má grein Arnórs Sighvatssonar aðalhagfræðings bankans í Morgunblaðinu (Umræða í öngstræti, 29. október).En það er engin þversögn í gagnrýninni á Seðlabankann alls staðar að. Ef bindiskyldunni hefði verið beitt svo sem þurfti, hefði Seðlabankinn sennilega getað komizt af með minni hækkun vaxta og samt veitt viðskiptabönkunum og atvinnulífinu meira aðhald en raun varð á. Útlánaaukning viðskiptabankanna hefur verið of mikil. Hún var 10 prósent 2003, 20 prósent 2004, 31 prósent 2005 og 34 prósent 2006. Svo mikilli og þrálátri útlánaþenslu hlýtur alls staðar og ævinlega að fylgja verðbólga, enda varð raunin sú. Verðbólgan mælist nú milli fjögur og fimm prósent milli ára, en Arnór Sighvatsson telur undirliggjandi verðbólgu nú vera tæplega sjö prósent.Engin þversögnSeðlabankanum bar lagaskylda til að sporna gegn útlánaþenslunni með tiltækum ráðum til að halda aftur af verðbólgunni, en það gerði hann ekki nema til hálfs. Seðlabankinn hefði getað beitt bindiskyldunni, svo að viðskiptabankarnir hefðu þá þurft að geyma hluta af innlánaaukningu sinni í Seðlabankanum og hefðu þá búið að því skapi við skerta útlánagetu.Viðskiptabönkunum er auðvitað ekki vel við að láta binda hendur sínar með þessu móti. Seðlabankinn ákvað að fella niður bindiskylduna og láta stýrivextina duga og studdist við fyrirmyndir utan úr heimi, þar sem seðlabankar hafa sums staðar dregið úr bindiskyldu eins og í Bandaríkjunum eða fellt hana niður eins og í Bretlandi. En hér er ólíku saman að jafna, því að Bandaríkjamönnum og Bretum tókst fyrir löngu að kveða verðbólguna niður, og þeir þurfa því ekki lengur á bindiskyldu að halda. Það hefði því verið nær fyrir Seðlabankann að sækja sér fyrirmyndir til landa í svipuðum sporum og Ísland stóð í, til dæmis til Austur-Evrópu, þar sem bindiskylda er enn við lýði, af því að hennar er ennþá þörf eins og hér. Þetta virðist Seðlabankanum hafa yfirsézt, og því hefur hann barizt við verðbólguna með aðra höndina bundna fyrir aftan bak. Bindiskyldu er ennþá beitt í Sviss.Talsamband við flokkinnSeðlabankinn hefði þurft að beita einkabankana ákveðnara aðhaldi með peningastefnu sinni, og hann hefði einnig þurft að beita ríkisstjórnina skynsamlegum fortölum. Til þess skortir bankann þó sjálfstæði og styrk við núverandi skipan bankastjórnarinnar.Ritstjóri Morgunblaðsins hefur viðurkennt á prenti, að núverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi „talið nauðsynlegt að Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við". Til að tala um hvað? Flokkar eiga einmitt ekki að vera í talsambandi við banka, ekki frekar en við dómstóla. Slík tengsl draga úr getu Seðlabankans til að gegna hlutverki sínu í samræmi við lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Seðlabanki Íslands hefur sætt harðri gagnrýni mörg undangengin ár. Hvernig ætti annað að vera? Bankanum var sett verðbólgumarkmið með lögum og hátíðlegum heitstrengingum 2001, og síðan þá hefur ekki staðið steinn yfir steini í peningastjórninni, og var ástandið þó ekki beysið fyrir. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands samkvæmt lögunum frá 2001 er að stuðla að stöðugu verðlagi. Það hefur þó mistekizt svo hrapallega, að verðbólgan hefur nær allan þennan tíma verið yfir auglýstu verðbólgumarkmiði Seðlabankans og oftar en ekki yfir efri þolmörkum bankans, og þá „ber Seðlabankanum að gera ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess og leiðum til úrbóta," svo sem segir í yfirlýsingu á vefsetri bankans. Ekki verður séð, að opinberar greinargerðir Seðlabankans handa ríkisstjórninni hafi hingað til borið mikinn árangur, enda er varla við öðru að búast, því að gagnrýni Seðlabankans hlýtur einkanlega að beinast að þeirri agalausu hagstjórnarstefnu, sem formaður bankastjórnarinnar átti sjálfur mestan þátt í að móta sem forsætisráðherra og hefur haldizt óbreytt að kalla árum saman.Gagnrýni úr öllum áttumSeðlabankanum hafa að minni hyggju orðið á mistök í stjórn peningamálanna. Seðlabankinn fleygði frá sér beittu vopni, bindiskyldunni, sem hann hefur þó lagaheimild til að beita líkt og fyrr. Hann ákvað heldur að einskorða peningastjórnina við stýrivexti, sem eru deigara vopn en bindiskyldan við aðstæður undangenginna ára. Bankinn virðist nú reyna að skýla sér á bak við það, að gagnrýnin beinist að honum úr öllum áttum.Bankinn virðist líta svo á, að hann sé á réttu róli svo lengi sem sumir gagnrýna hann fyrir of lítið aðhald og aðrir fyrir of háa vexti. Bankinn virðist sjá þversögn í þessari gagnrýni, ef marka má grein Arnórs Sighvatssonar aðalhagfræðings bankans í Morgunblaðinu (Umræða í öngstræti, 29. október).En það er engin þversögn í gagnrýninni á Seðlabankann alls staðar að. Ef bindiskyldunni hefði verið beitt svo sem þurfti, hefði Seðlabankinn sennilega getað komizt af með minni hækkun vaxta og samt veitt viðskiptabönkunum og atvinnulífinu meira aðhald en raun varð á. Útlánaaukning viðskiptabankanna hefur verið of mikil. Hún var 10 prósent 2003, 20 prósent 2004, 31 prósent 2005 og 34 prósent 2006. Svo mikilli og þrálátri útlánaþenslu hlýtur alls staðar og ævinlega að fylgja verðbólga, enda varð raunin sú. Verðbólgan mælist nú milli fjögur og fimm prósent milli ára, en Arnór Sighvatsson telur undirliggjandi verðbólgu nú vera tæplega sjö prósent.Engin þversögnSeðlabankanum bar lagaskylda til að sporna gegn útlánaþenslunni með tiltækum ráðum til að halda aftur af verðbólgunni, en það gerði hann ekki nema til hálfs. Seðlabankinn hefði getað beitt bindiskyldunni, svo að viðskiptabankarnir hefðu þá þurft að geyma hluta af innlánaaukningu sinni í Seðlabankanum og hefðu þá búið að því skapi við skerta útlánagetu.Viðskiptabönkunum er auðvitað ekki vel við að láta binda hendur sínar með þessu móti. Seðlabankinn ákvað að fella niður bindiskylduna og láta stýrivextina duga og studdist við fyrirmyndir utan úr heimi, þar sem seðlabankar hafa sums staðar dregið úr bindiskyldu eins og í Bandaríkjunum eða fellt hana niður eins og í Bretlandi. En hér er ólíku saman að jafna, því að Bandaríkjamönnum og Bretum tókst fyrir löngu að kveða verðbólguna niður, og þeir þurfa því ekki lengur á bindiskyldu að halda. Það hefði því verið nær fyrir Seðlabankann að sækja sér fyrirmyndir til landa í svipuðum sporum og Ísland stóð í, til dæmis til Austur-Evrópu, þar sem bindiskylda er enn við lýði, af því að hennar er ennþá þörf eins og hér. Þetta virðist Seðlabankanum hafa yfirsézt, og því hefur hann barizt við verðbólguna með aðra höndina bundna fyrir aftan bak. Bindiskyldu er ennþá beitt í Sviss.Talsamband við flokkinnSeðlabankinn hefði þurft að beita einkabankana ákveðnara aðhaldi með peningastefnu sinni, og hann hefði einnig þurft að beita ríkisstjórnina skynsamlegum fortölum. Til þess skortir bankann þó sjálfstæði og styrk við núverandi skipan bankastjórnarinnar.Ritstjóri Morgunblaðsins hefur viðurkennt á prenti, að núverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi „talið nauðsynlegt að Landsbankinn kæmist í hendur manna sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði a.m.k. talsamband við". Til að tala um hvað? Flokkar eiga einmitt ekki að vera í talsambandi við banka, ekki frekar en við dómstóla. Slík tengsl draga úr getu Seðlabankans til að gegna hlutverki sínu í samræmi við lög.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun