Dálítil hugvekja Þórhildur Elín Einarsdóttir skrifar 31. október 2007 00:01 Litlu hugvekjurnar sem birtast þegar síst varir eru stundum nógu góðar til að halda upp á sannleikann sem í þeim felst. Þá á ég ekki bara við skemmtilegar uppgötvanir eins og snjallt og frumlegt sjónarhorn sem til dæmis lítil börn hafa á tilveruna og maður lofar sjálfum sér að skrifa í minningabókina... eftir smástund. Man það svo næst þremur dögum síðar en er þá bæði búinn að gleyma tilefninu og hinni óviðjafnanlegu niðurstöðu. Einstaka sinnum fæðist samt hugljómun sem stekkur fullsköpuð fram og hefur lengri líftíma en tíu sekúndur svo það er freistandi að trúa því að maður hafi höndlað einhverskonar sannleika. Undanfarin ár hef ég stundum verið styrktaraðili á líkamsræktarstöðvum, átt kort en næstum aldrei mætt. Ástæðan er aðallega sérhlífni og sá ógnarlangi tími sem ferðin tekur í hvert sinn því fólk sem ber ábyrgð á vinnu, heimili og barnafjöld hefur sjaldnast tvær klukkustundir aukreitis til annars en að liggja í leti. Hinsvegar uppgötvaði ég fyrir ári að það er fljótlegt að fara út að hlaupa. Vissulega leiðinlegt já, en upplagt ef maður hefur lítinn tíma. Fyrst í stað var það næstum óbærilegt en vegna heitstrenginga um árangur gafst ég ekki upp alveg strax. Og líka vegna þess að ég á einstaklega leiðinlegan mann sem þreyttist ekki á að nudda mér af stað. Reyndar var það aðallega ég sem var leiðinleg. Svona fyrstu tuttugu skiptin tuðaði ég frá upphafi til enda yfir því hvað þetta væri nú erfitt, ég væri með hlaupasting, sinadrátt og harðsperrur, væri móð, þreytt, óglatt og þyrst. Samt lét ég alltaf undan pressunni og hunskaðist af stað en hóf ræðuhöldin hátt og í hljóði strax við garðshliðið. Þar til hinn þrautseigi þjálfari hitti á töfrastundina. Einmitt þegar ég var á hlaupum alveg að deyja úr mæði og sjálfsvorkunn átti hann þessa ágætu línu: Hættu að þrauka. Og alveg eins og í ævintýrunum rann upp fyrir mér ljósið sem einhverjum er ef til vill augljóst. Lífið er of stutt til að þrauka. Ef maður ætlar að taka þátt í þessu hlaupi þá verður maður að gera það með ánægju. Það á fjandakornið við um allt lífið, það er ekkert skemmtilegt nema það sé gaman. Það er svo einfalt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Litlu hugvekjurnar sem birtast þegar síst varir eru stundum nógu góðar til að halda upp á sannleikann sem í þeim felst. Þá á ég ekki bara við skemmtilegar uppgötvanir eins og snjallt og frumlegt sjónarhorn sem til dæmis lítil börn hafa á tilveruna og maður lofar sjálfum sér að skrifa í minningabókina... eftir smástund. Man það svo næst þremur dögum síðar en er þá bæði búinn að gleyma tilefninu og hinni óviðjafnanlegu niðurstöðu. Einstaka sinnum fæðist samt hugljómun sem stekkur fullsköpuð fram og hefur lengri líftíma en tíu sekúndur svo það er freistandi að trúa því að maður hafi höndlað einhverskonar sannleika. Undanfarin ár hef ég stundum verið styrktaraðili á líkamsræktarstöðvum, átt kort en næstum aldrei mætt. Ástæðan er aðallega sérhlífni og sá ógnarlangi tími sem ferðin tekur í hvert sinn því fólk sem ber ábyrgð á vinnu, heimili og barnafjöld hefur sjaldnast tvær klukkustundir aukreitis til annars en að liggja í leti. Hinsvegar uppgötvaði ég fyrir ári að það er fljótlegt að fara út að hlaupa. Vissulega leiðinlegt já, en upplagt ef maður hefur lítinn tíma. Fyrst í stað var það næstum óbærilegt en vegna heitstrenginga um árangur gafst ég ekki upp alveg strax. Og líka vegna þess að ég á einstaklega leiðinlegan mann sem þreyttist ekki á að nudda mér af stað. Reyndar var það aðallega ég sem var leiðinleg. Svona fyrstu tuttugu skiptin tuðaði ég frá upphafi til enda yfir því hvað þetta væri nú erfitt, ég væri með hlaupasting, sinadrátt og harðsperrur, væri móð, þreytt, óglatt og þyrst. Samt lét ég alltaf undan pressunni og hunskaðist af stað en hóf ræðuhöldin hátt og í hljóði strax við garðshliðið. Þar til hinn þrautseigi þjálfari hitti á töfrastundina. Einmitt þegar ég var á hlaupum alveg að deyja úr mæði og sjálfsvorkunn átti hann þessa ágætu línu: Hættu að þrauka. Og alveg eins og í ævintýrunum rann upp fyrir mér ljósið sem einhverjum er ef til vill augljóst. Lífið er of stutt til að þrauka. Ef maður ætlar að taka þátt í þessu hlaupi þá verður maður að gera það með ánægju. Það á fjandakornið við um allt lífið, það er ekkert skemmtilegt nema það sé gaman. Það er svo einfalt.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun