Ég sá ljósið 11. október 2007 13:59 Ég var búinn að bíða dögum saman við póstkassann eftir sendli frá Reykjavíkurborg með miða handa mér á súlugillið. Því miður virðist miðinn minn hafa týnst á leiðinni. Þegar ljóst var hvert stefndi, laust eftir sjö á þriðjudaginn, skellti ég mér í skóna, setti soninn í stóru úlpuna yfir náttfötin og brunaði niðrí Sundagarða. Þetta var Bítlatengdur stórviðburður og fáránlegt að láta sér nægja beina útsendingu á báðum stöðvum fyrst maður gat séð þetta læf. Bítlarnir eru vitanlega besta hljómsveit allra tíma. Það er munaður að vera samtímamaður þessara snillinga og þegar frá líður mun saga Bítlanna fá á sig enn goðsagnakenndari blæ. Fólk verður jafnvel farið að trúa á Lennon á næstu öld. Það að Yoko Ono skuli hafa valið Viðey er ekki bara ánægjulegt heldur eiginlega stórfurðulegt líka. Viðey af öllum stöðum?! Þetta andlausa hrökkbrauð sem ekki hefur verið neinum til gagns síðustu áratugina. Yoko talar um að friðarsúlan sé það stórkostlegasta sem hún og John hafa gert saman, sem er dálítið leiðinlegt fyrir John því hann er jú dáinn. En Yoko er líklega að gefa sér að sál Johns sé einhvers staðar á sveimi yfir Viðey, enn í svaka friðarpælingum og jafnvel semjandi ný lög. Magnað. Þegar Yoko tók að mæra Ísland á heimasíðu sinni - sem er ein mest lesna heimasíða í heimi, skilst mér - tóku sig upp gamlir smáþjóðarkomplexar og orðið „landkynning" heyrðist á ný. Því orði hefur að mestu verið skipt út fyrir orðið „útrás" og heyrðist síðast, minnir mig, þegar hvalur var fluttur með ærnum tilkostnaði til Vestmannaeyja. Vonandi fer ekki eins fyrir súlunni og Keikó. Það gleymdist að senda fleirum en mér boðskort svo nokkur mannfjöldi var mættur og mændi á ógreinileg veisluhöldin eins og margar litlar stúlkur með eldspýturnar. Ljóskastarar lýstu upp partíið og ljósmyndaflöss blikkuðu látlaust. Loksins varð myrkur og í því mátti greina óminn af Imagine. Svo kom ljósið, nokkuð flott bara. Verður kannski enn flottara í meira myrkri og við betri veðurskilyrði. Ekki stimplaðist friðarboðskapurinn þó sérstaklega inn í viðstadda því það gaf mér enginn séns út úr bílastæðinu þegar fólkið dreif sig í burtu. Nema ein kona sem var næstöftust í bílastrollunni. Friður sé með yður, systir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Ég var búinn að bíða dögum saman við póstkassann eftir sendli frá Reykjavíkurborg með miða handa mér á súlugillið. Því miður virðist miðinn minn hafa týnst á leiðinni. Þegar ljóst var hvert stefndi, laust eftir sjö á þriðjudaginn, skellti ég mér í skóna, setti soninn í stóru úlpuna yfir náttfötin og brunaði niðrí Sundagarða. Þetta var Bítlatengdur stórviðburður og fáránlegt að láta sér nægja beina útsendingu á báðum stöðvum fyrst maður gat séð þetta læf. Bítlarnir eru vitanlega besta hljómsveit allra tíma. Það er munaður að vera samtímamaður þessara snillinga og þegar frá líður mun saga Bítlanna fá á sig enn goðsagnakenndari blæ. Fólk verður jafnvel farið að trúa á Lennon á næstu öld. Það að Yoko Ono skuli hafa valið Viðey er ekki bara ánægjulegt heldur eiginlega stórfurðulegt líka. Viðey af öllum stöðum?! Þetta andlausa hrökkbrauð sem ekki hefur verið neinum til gagns síðustu áratugina. Yoko talar um að friðarsúlan sé það stórkostlegasta sem hún og John hafa gert saman, sem er dálítið leiðinlegt fyrir John því hann er jú dáinn. En Yoko er líklega að gefa sér að sál Johns sé einhvers staðar á sveimi yfir Viðey, enn í svaka friðarpælingum og jafnvel semjandi ný lög. Magnað. Þegar Yoko tók að mæra Ísland á heimasíðu sinni - sem er ein mest lesna heimasíða í heimi, skilst mér - tóku sig upp gamlir smáþjóðarkomplexar og orðið „landkynning" heyrðist á ný. Því orði hefur að mestu verið skipt út fyrir orðið „útrás" og heyrðist síðast, minnir mig, þegar hvalur var fluttur með ærnum tilkostnaði til Vestmannaeyja. Vonandi fer ekki eins fyrir súlunni og Keikó. Það gleymdist að senda fleirum en mér boðskort svo nokkur mannfjöldi var mættur og mændi á ógreinileg veisluhöldin eins og margar litlar stúlkur með eldspýturnar. Ljóskastarar lýstu upp partíið og ljósmyndaflöss blikkuðu látlaust. Loksins varð myrkur og í því mátti greina óminn af Imagine. Svo kom ljósið, nokkuð flott bara. Verður kannski enn flottara í meira myrkri og við betri veðurskilyrði. Ekki stimplaðist friðarboðskapurinn þó sérstaklega inn í viðstadda því það gaf mér enginn séns út úr bílastæðinu þegar fólkið dreif sig í burtu. Nema ein kona sem var næstöftust í bílastrollunni. Friður sé með yður, systir.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun