Væri til í að taka fyrstu flugvél heim frá Molde 10. október 2007 07:45 Marel Baldvinsson er ekki ánægður með lífið í Molde. Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. „Það er skelfilegt að vera á einhverjum stað þar sem maður hefur ekkert að gera allan liðlangan daginn. Konan er að verða brjáluð og er flúin heim í nokkra daga til að bjarga geðheilsunni," sagði Marel Jóhann af fáheyrðri hreinskilni en lífið í Molde hefur engan veginn höfðað til hans. „Það er svo sem ekkert að því að vera hérna ef maður hefði verið svo óheppinn að fæðast hérna og hefði þar af leiðandi alla ættingja sína og vini í næsta nágrenni. Ef maður er aftur á móti utanaðkomandi aðili þá er þetta bara eins og draugabær. Þegar afi manns og amma koma hingað og hafa orð á því hvað það sé rosalega rólegt hérna þá fær maður endanlega staðfestingu á því hvernig þessi staður er," sagði Marel sem hefur ekki í hyggju að leika sama leik og Andri Sigþórsson, KR-ingur og fyrrum landsliðsmaður, og setjast að í Molde. Andri lék með Molde á sínum tíma en varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Hann er þrátt fyrir það enn í Molde þar sem hann býr með norskri eiginkonu sinni og tveim börnum en Andri rekur bakarí og ísbúðir í anda Herberts Guðmundssonar víða um Noreg og þar á meðal í heimabæ sínum, Molde. „Andri er með ágætis bakarí hérna en ég sakna séríslensku varanna. Þetta bakarí á ekkert skylt við íslensku bakaríin," sagði Marel léttur á því en hann sagðist gjarna vilja hafa jafn mikið fyrir stafni og Andri, þá myndi honum leiðast minna. Orðrómur hefur verið uppi um að Marel sé á heimleið en hann á ekki von á því. Hann á ár eftir af samningi sínum og Molde var að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Ég geri ekki ráð fyrir að þeir leyfi mér að fara. Þeir myndu þess utan fara fram á fjárhæðir fyrir mig sem íslensk lið myndu örugglega ekki borga. Ég framlengi ekki við félagið, þeir þyrftu að grafa djúpt í budduna til að halda mér. Ef ég á að vera hreinskilinn þá tæki ég fyrstu vél heim ef ég gæti," sagði Marel Baldvinsson. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Sjá meira
Það er ekki alltaf dans á rósum að vera atvinnumaður í knattspyrnu. Það vottar Kópavogsbúinn Marel Jóhann Baldvinsson sem leikur með Molde í Noregi. Þrátt fyrir gott gengi liðsins þá hundleiðist Marel Jóhanni lífið í Molde og ef hann mætti ráða einhverju þá væri hann kominn aftur heim til Íslands. „Það er skelfilegt að vera á einhverjum stað þar sem maður hefur ekkert að gera allan liðlangan daginn. Konan er að verða brjáluð og er flúin heim í nokkra daga til að bjarga geðheilsunni," sagði Marel Jóhann af fáheyrðri hreinskilni en lífið í Molde hefur engan veginn höfðað til hans. „Það er svo sem ekkert að því að vera hérna ef maður hefði verið svo óheppinn að fæðast hérna og hefði þar af leiðandi alla ættingja sína og vini í næsta nágrenni. Ef maður er aftur á móti utanaðkomandi aðili þá er þetta bara eins og draugabær. Þegar afi manns og amma koma hingað og hafa orð á því hvað það sé rosalega rólegt hérna þá fær maður endanlega staðfestingu á því hvernig þessi staður er," sagði Marel sem hefur ekki í hyggju að leika sama leik og Andri Sigþórsson, KR-ingur og fyrrum landsliðsmaður, og setjast að í Molde. Andri lék með Molde á sínum tíma en varð að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Hann er þrátt fyrir það enn í Molde þar sem hann býr með norskri eiginkonu sinni og tveim börnum en Andri rekur bakarí og ísbúðir í anda Herberts Guðmundssonar víða um Noreg og þar á meðal í heimabæ sínum, Molde. „Andri er með ágætis bakarí hérna en ég sakna séríslensku varanna. Þetta bakarí á ekkert skylt við íslensku bakaríin," sagði Marel léttur á því en hann sagðist gjarna vilja hafa jafn mikið fyrir stafni og Andri, þá myndi honum leiðast minna. Orðrómur hefur verið uppi um að Marel sé á heimleið en hann á ekki von á því. Hann á ár eftir af samningi sínum og Molde var að komast aftur upp í úrvalsdeildina. „Ég geri ekki ráð fyrir að þeir leyfi mér að fara. Þeir myndu þess utan fara fram á fjárhæðir fyrir mig sem íslensk lið myndu örugglega ekki borga. Ég framlengi ekki við félagið, þeir þyrftu að grafa djúpt í budduna til að halda mér. Ef ég á að vera hreinskilinn þá tæki ég fyrstu vél heim ef ég gæti," sagði Marel Baldvinsson.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Sjá meira