Sverrir vinnur með Grammy-verðlaunahafa 24. september 2007 05:00 Sverrir telur að allt of margar plötur sem gefnar eru út hér á landi hafi þennan „íslenska“ tón. Íslenski upptökustjórinn og Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds hefur fallist á að hljóðblanda fyrstu sólóplötu Sverris Bergmann sem væntanleg er eftir áramót. Tónlistarmaðurinn er búinn að taka upp í Englandi og hyggst leggja lokahöndina á upptökurnar í hljóðveri Sigur Rósar á allra næstu dögum. „Mér líst ótrúlega vel á þetta enda hefur hann unnið með alveg ótrúlega hæfaleikaríku fólki,“ segir Sverrir en Husky hlaut tvenn Grammy-verðlaun árið 2003 fyrir plötuna Come Away With Me með Noruh Jones og Don’t Give Up On Me með Solomon Burke. „Ég hafði nú bara samband við hann því ég vildi fá alvöru mann til að reka lokahnútinn á þetta,“ segir Sverrir, sem reiknaði með því að Husky myndi hefjast handa við verkið í lok október eða byrjun nóvember. Sverrir segir eina meginástæðuna fyrir því að hann hafi viljað fá einhvern utanaðkomandi til verksins vera þá að hann vildi losna við þennan „íslenska“ hljóm sem einkenni allt of margar íslenskar plötur og lætur þær hljóma eins. „Hérna er auðvitað mikið af sama fólkinu sem gerir plöturnar og mig langaði því að fá einhvern annan vinkil,“ segir Sverrir. Það er því sannkallað stórskotalið sem kemur að plötunni en eins og kom fram í Blaðinu fjármagnar íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen verkið að hluta. Að sögn Sverris hefur Börsungurinn ekki fengið að heyra neitt af efninu, enn sem komið er. „Hann fær þetta bara þegar allt er fullklárað." Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Íslenski upptökustjórinn og Grammy-verðlaunahafinn Husky Höskulds hefur fallist á að hljóðblanda fyrstu sólóplötu Sverris Bergmann sem væntanleg er eftir áramót. Tónlistarmaðurinn er búinn að taka upp í Englandi og hyggst leggja lokahöndina á upptökurnar í hljóðveri Sigur Rósar á allra næstu dögum. „Mér líst ótrúlega vel á þetta enda hefur hann unnið með alveg ótrúlega hæfaleikaríku fólki,“ segir Sverrir en Husky hlaut tvenn Grammy-verðlaun árið 2003 fyrir plötuna Come Away With Me með Noruh Jones og Don’t Give Up On Me með Solomon Burke. „Ég hafði nú bara samband við hann því ég vildi fá alvöru mann til að reka lokahnútinn á þetta,“ segir Sverrir, sem reiknaði með því að Husky myndi hefjast handa við verkið í lok október eða byrjun nóvember. Sverrir segir eina meginástæðuna fyrir því að hann hafi viljað fá einhvern utanaðkomandi til verksins vera þá að hann vildi losna við þennan „íslenska“ hljóm sem einkenni allt of margar íslenskar plötur og lætur þær hljóma eins. „Hérna er auðvitað mikið af sama fólkinu sem gerir plöturnar og mig langaði því að fá einhvern annan vinkil,“ segir Sverrir. Það er því sannkallað stórskotalið sem kemur að plötunni en eins og kom fram í Blaðinu fjármagnar íslenski landsliðsfyrirliðinn Eiður Smári Guðjohnsen verkið að hluta. Að sögn Sverris hefur Börsungurinn ekki fengið að heyra neitt af efninu, enn sem komið er. „Hann fær þetta bara þegar allt er fullklárað."
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira