Hairspray - Fjórar stjörnur 15. september 2007 00:01 Það hefur sjálfsagt verið óskemmtilegt að alast upp í Baltimore í upphafi sjöunda áratugarins, þar sem meðalmennska, fordómar og afturhaldssemi réðu ríkjum, eins og gefið er til kynna í dans- og söngvamyndinni Hairspray. Þar segir frá Tracy Turnblad, þybbinni unglingsstúlku, sem fær ósk sína uppfyllta þegar hún kemst í Corny Collins-sjónvarpsþáttinn, þrátt fyrir að falla illa að stöðluðum fegurðarímyndum. Tracy uppgötvar sér til mikillar skelfingar hversu illa er farið með svarta í þáttunum og í bænum almennt og setur allt á annan endann með því að hefja réttindabaráttu svartra. Hairspray er endurgerð samnefndrar kvikmyndar Johns Waters frá árinu 1988, sú fyrsta sem kvikmyndagerðarmaðurinn sendi frá sér sem átti upp á pallborðið hjá bandaríska kvikmyndaeftirlitinu og aflaði honum almennra vinsælda. Tónlist sjöunda áratugarins var eitt aðalsmerki kvikmyndarinnar og því í raun tímaspursmál hvenær einhverjum snillingnum dytti í hug að gera upp úr henni söngleik. Sú varð raunin þegar Hairspray var sett upp á Broadway árið 2002 og valinn „Söngleikur ársins“. Hollywood var ekki lengi að finna peningalyktina og á síðasta ári var söngleikurinn kvikmyndaður. Margir efuðust um að Adam Shankman, með sína afleitu ferilskrá, gæti fetað í fótspor Waters og hvað þá að John Travolta væri verðugur arftaki Divine sem móðir Tracy Óttinn reynist algjörlega óþarfur, því jafn vel heppnuð og skemmtileg dans- og söngvamynd hefur ekki sést lengi. Vissulega hefði mátt koma ádeilunni á aðskilnaðarstefnuna betur til skila en Shankman kýs að keyra myndina áfram með fjörugum tónlistaratriðum og leikhópurinnn stendur sig með sóma. Blonsky er frábær sem Tracy, Walken mátulega góður sem faðir hennar og Pfeiffer dásamlega illkvittin sem þáttastjórnandinn Velma Von Tussle. Travolta tekst ágætlega upp sem kona þótt það vanti aðeins upp á raddbeitinguna. Hairspray er fyrirtaks fjölskylduskemmtun sem stenst forveranum fyllilega snúning, ásamt því að kenna okkur að koma auga á og meta fegurðina í margbreytileikanum. Roald Viðar Eyvindsson Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Það hefur sjálfsagt verið óskemmtilegt að alast upp í Baltimore í upphafi sjöunda áratugarins, þar sem meðalmennska, fordómar og afturhaldssemi réðu ríkjum, eins og gefið er til kynna í dans- og söngvamyndinni Hairspray. Þar segir frá Tracy Turnblad, þybbinni unglingsstúlku, sem fær ósk sína uppfyllta þegar hún kemst í Corny Collins-sjónvarpsþáttinn, þrátt fyrir að falla illa að stöðluðum fegurðarímyndum. Tracy uppgötvar sér til mikillar skelfingar hversu illa er farið með svarta í þáttunum og í bænum almennt og setur allt á annan endann með því að hefja réttindabaráttu svartra. Hairspray er endurgerð samnefndrar kvikmyndar Johns Waters frá árinu 1988, sú fyrsta sem kvikmyndagerðarmaðurinn sendi frá sér sem átti upp á pallborðið hjá bandaríska kvikmyndaeftirlitinu og aflaði honum almennra vinsælda. Tónlist sjöunda áratugarins var eitt aðalsmerki kvikmyndarinnar og því í raun tímaspursmál hvenær einhverjum snillingnum dytti í hug að gera upp úr henni söngleik. Sú varð raunin þegar Hairspray var sett upp á Broadway árið 2002 og valinn „Söngleikur ársins“. Hollywood var ekki lengi að finna peningalyktina og á síðasta ári var söngleikurinn kvikmyndaður. Margir efuðust um að Adam Shankman, með sína afleitu ferilskrá, gæti fetað í fótspor Waters og hvað þá að John Travolta væri verðugur arftaki Divine sem móðir Tracy Óttinn reynist algjörlega óþarfur, því jafn vel heppnuð og skemmtileg dans- og söngvamynd hefur ekki sést lengi. Vissulega hefði mátt koma ádeilunni á aðskilnaðarstefnuna betur til skila en Shankman kýs að keyra myndina áfram með fjörugum tónlistaratriðum og leikhópurinnn stendur sig með sóma. Blonsky er frábær sem Tracy, Walken mátulega góður sem faðir hennar og Pfeiffer dásamlega illkvittin sem þáttastjórnandinn Velma Von Tussle. Travolta tekst ágætlega upp sem kona þótt það vanti aðeins upp á raddbeitinguna. Hairspray er fyrirtaks fjölskylduskemmtun sem stenst forveranum fyllilega snúning, ásamt því að kenna okkur að koma auga á og meta fegurðina í margbreytileikanum. Roald Viðar Eyvindsson
Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira