Away From Her - Fjórar stjörnur 31. ágúst 2007 00:01 Away From Her Kvikmyndin Away From Her segir frá miðaldra hjónum, Fionu og Grant, takast á við Alzheimer-sjúkdóm Fionu og innlögn hennar á hjúkrunarheimili fyrir Alzheimer-sjúklinga. Við fylgjumst með Fionu missa minnið smám saman og erfiðleika þeirra hjóna við að sætta sig við sjúkdóminn og afleiðingar hans. Away From Her er fyrsta myndin í fullri lengd sem Sarah Polley leikstýrir. Sarah er tæplega þrítug, margverðlaunuð leikkona, sem hefur áður gert nokkrar stuttmyndir. Polley tekst einstaklega vel að fjalla um þetta viðkvæma efni af virðingu og án þess að vera væmin eða of dramatísk. Í grunninn er þetta einfaldlega saga um fólk sem er að gera sitt besta til að takast á við lífið í skugga illviðráðanlegs sjúkdóms. Leikurinn í myndinni er góður. Aðalleikkonan Julie Christie sýnir snilldarleik. Henni tekst að túlka andlega hnignun Fionu á einkar sannfærandi hátt. Aðrir standa nokkuð í skugganum af henni en skila sínu áfallalaust. Söguþráðurinn er að mörgu leyti fyrirsjánlegur en það kemur ekki að sök því ekki er verið að elta einhverjar klisjur. Persónusköpunin er það sterk að það sem er fyrirsjánlegt verður samt aldrei ósannfærandi. Away from her er því þegar á heildina er litið góð mynd um manneskjur í erfiðum aðstæðum. -Jarþrúður Karlsdóttir Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kvikmyndin Away From Her segir frá miðaldra hjónum, Fionu og Grant, takast á við Alzheimer-sjúkdóm Fionu og innlögn hennar á hjúkrunarheimili fyrir Alzheimer-sjúklinga. Við fylgjumst með Fionu missa minnið smám saman og erfiðleika þeirra hjóna við að sætta sig við sjúkdóminn og afleiðingar hans. Away From Her er fyrsta myndin í fullri lengd sem Sarah Polley leikstýrir. Sarah er tæplega þrítug, margverðlaunuð leikkona, sem hefur áður gert nokkrar stuttmyndir. Polley tekst einstaklega vel að fjalla um þetta viðkvæma efni af virðingu og án þess að vera væmin eða of dramatísk. Í grunninn er þetta einfaldlega saga um fólk sem er að gera sitt besta til að takast á við lífið í skugga illviðráðanlegs sjúkdóms. Leikurinn í myndinni er góður. Aðalleikkonan Julie Christie sýnir snilldarleik. Henni tekst að túlka andlega hnignun Fionu á einkar sannfærandi hátt. Aðrir standa nokkuð í skugganum af henni en skila sínu áfallalaust. Söguþráðurinn er að mörgu leyti fyrirsjánlegur en það kemur ekki að sök því ekki er verið að elta einhverjar klisjur. Persónusköpunin er það sterk að það sem er fyrirsjánlegt verður samt aldrei ósannfærandi. Away from her er því þegar á heildina er litið góð mynd um manneskjur í erfiðum aðstæðum. -Jarþrúður Karlsdóttir
Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira