Vesturport stærst 29. ágúst 2007 08:15 Gísli Örn Garðarsson Af sjálfstæðum hópum verður leikhópurinn Vesturport fyrirferðarmestur, bæði með sýningar á eigin vegum og í samstarfi við stærri leikhús: LR, LA og Þjóðleikhúsið. Hópurinn státar af tveimur leikstjórum, Gísla Erni Garðarssyni og Birni Hlyn Haraldssyni. Frá fyrra leikári taka þau upp þráðinn með sýningum á Ást á Nýja sviði Borgarleikhússins og og sýna Hamskiptin eftir sögu Kafka í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins en verkið var frumsýnt í London í fyrra og er nú enduræft með íslenskum kröftum í öllum hlutverkum. Mikið er búið að fjalla um alþjóðlega sýningu sem byggir á kvikmynd Lukas Moodysson, Tillsammans. Ekki er ljóst hvar hún kemur upp í desember, en verkinu er ætlað að fara víða með sinn alþjóðlega leikhóp. Í desember verður Superstar sett upp í samvinnu við LR í leikstjórn Björns Hlyns en þaðan fer hann norður á Akureyri og setur á svið eigið verk, Double Dusch, í samstarfi við LA. Stóru tíðindin eru sviðsetning á Faust, sú þriðja hér á landi, en Kurt Zier setti verk Faust upp með brúðum á stríðsráunum og Þjóðleikhúsið flutti verkið 1971. Að þessu sinni er frumsagan sótt í þjóðsögur en ekki verk Goethe, en með Gísla leikstjóra koma að verkinu Nick Cave og Carlo Grosse. Frumsýning verður í Borgarleikhúsi næsta vor. Umsvif Vesturports hafa aldrei verið meiri, en hópurinn nýtur styrks frá Leiklistarráði. Hann stefnir einnig að framleiðslu á kvikmyndinni Brim eftir samnefndu leikverki Jóns Atla Jónssonar. Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Af sjálfstæðum hópum verður leikhópurinn Vesturport fyrirferðarmestur, bæði með sýningar á eigin vegum og í samstarfi við stærri leikhús: LR, LA og Þjóðleikhúsið. Hópurinn státar af tveimur leikstjórum, Gísla Erni Garðarssyni og Birni Hlyn Haraldssyni. Frá fyrra leikári taka þau upp þráðinn með sýningum á Ást á Nýja sviði Borgarleikhússins og og sýna Hamskiptin eftir sögu Kafka í september á Stóra sviði Þjóðleikhússins en verkið var frumsýnt í London í fyrra og er nú enduræft með íslenskum kröftum í öllum hlutverkum. Mikið er búið að fjalla um alþjóðlega sýningu sem byggir á kvikmynd Lukas Moodysson, Tillsammans. Ekki er ljóst hvar hún kemur upp í desember, en verkinu er ætlað að fara víða með sinn alþjóðlega leikhóp. Í desember verður Superstar sett upp í samvinnu við LR í leikstjórn Björns Hlyns en þaðan fer hann norður á Akureyri og setur á svið eigið verk, Double Dusch, í samstarfi við LA. Stóru tíðindin eru sviðsetning á Faust, sú þriðja hér á landi, en Kurt Zier setti verk Faust upp með brúðum á stríðsráunum og Þjóðleikhúsið flutti verkið 1971. Að þessu sinni er frumsagan sótt í þjóðsögur en ekki verk Goethe, en með Gísla leikstjóra koma að verkinu Nick Cave og Carlo Grosse. Frumsýning verður í Borgarleikhúsi næsta vor. Umsvif Vesturports hafa aldrei verið meiri, en hópurinn nýtur styrks frá Leiklistarráði. Hann stefnir einnig að framleiðslu á kvikmyndinni Brim eftir samnefndu leikverki Jóns Atla Jónssonar.
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein