Marktæku krúttin 29. ágúst 2007 06:00 Fyrir allra fyrsta skiptið sem ég hitti bankastjóra var auðmýkt mín gagnvart valdhafanum slík að ég undirbjó fundinn af kostgæfni. Andlega fyrst og fremst, því erindið var að sækja náðarsamlegast um dálítið lán. Því ákvað ég nákvæmlega hvað ég ætlaði að segja og rökin fyrir frekjunni. Jafnframt taldi ég rétt að vanda útlitið, fór í huggulegt pils, háa hæla og eyddi umtalsverðri stund í snyrtingu. Ég hefði vel getað sparað mér allt umstangið því þessi ágæti maður reyndist vera gæðasál þótt hann hafi því miður ekki veitt glæsilegu útliti mínu sjáanlega eftirtekt heldur samþykkti lánið umsvifalaust áður en ég hóf ræðuhöldin. Eða hugsanlega var þessu öfugt farið, ef til vill fékk ég lánið án orðalenginga bara vegna þess að ég var svo rosalega sæt. Nú er skiljanlegt að einhverjum finnist þessi formáli of langur og óþarfur með öllu einkum vegna klisjunnar sem í honum felst. Kannski var stefna bankans einfaldlega sú að veita öllum skilvísum þegnum sínum umbeðin lán umsvifalaust. Mergurinn málsins er samt sá að margar konur búa við þá ævinlegu togstreitu að áður en þær krefjast þess að mark sé tekið á orðum þeirra, skoðunum og gjörðum þá þurfa þær að huga vandlega að því að líta vel út. Nú geta verjendur viðtekinna skoðana alveg reynt að halda því fram að þetta eigi við um bæði kynin en í veruleikanum lúta konur miklu strangari kröfum en karlar. Sem kristallast hjá stjórnmálakonum. Eftir kappræður í íslensku sjónvarpi upphefst til dæmis ætíð umræða um hvernig Ingibjörgu Sólrúnu tókst upp með huggulegt útlitið, í hverju hún var eða hversu mikið hún hló. Eða hversu lítið hún brosti og var þar með rosa gribbuleg. Hins vegar hafi Steingrími J. mælst vel eða illa og Geir verið sannfærandi eða ekki. Útleiðin úr þessari klípu er ekki ljós. Ef til vill hafa rauðsokkur aflað okkur frelsis með því að tæta sig úr brjóstahöldunum en síðan eru liðin mörg ár. Enn þá fjallar það fjölmiðlaefni sem hefur einkum konur í markhópnum að miklu leyti um tísku og snyrtivörur. Kannski finnst okkur sjálfum við enn vera bara lítil stelpukrútt á háum hælum á leiðinni til bankastjóra að biðja um dálítið lán. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Fyrir allra fyrsta skiptið sem ég hitti bankastjóra var auðmýkt mín gagnvart valdhafanum slík að ég undirbjó fundinn af kostgæfni. Andlega fyrst og fremst, því erindið var að sækja náðarsamlegast um dálítið lán. Því ákvað ég nákvæmlega hvað ég ætlaði að segja og rökin fyrir frekjunni. Jafnframt taldi ég rétt að vanda útlitið, fór í huggulegt pils, háa hæla og eyddi umtalsverðri stund í snyrtingu. Ég hefði vel getað sparað mér allt umstangið því þessi ágæti maður reyndist vera gæðasál þótt hann hafi því miður ekki veitt glæsilegu útliti mínu sjáanlega eftirtekt heldur samþykkti lánið umsvifalaust áður en ég hóf ræðuhöldin. Eða hugsanlega var þessu öfugt farið, ef til vill fékk ég lánið án orðalenginga bara vegna þess að ég var svo rosalega sæt. Nú er skiljanlegt að einhverjum finnist þessi formáli of langur og óþarfur með öllu einkum vegna klisjunnar sem í honum felst. Kannski var stefna bankans einfaldlega sú að veita öllum skilvísum þegnum sínum umbeðin lán umsvifalaust. Mergurinn málsins er samt sá að margar konur búa við þá ævinlegu togstreitu að áður en þær krefjast þess að mark sé tekið á orðum þeirra, skoðunum og gjörðum þá þurfa þær að huga vandlega að því að líta vel út. Nú geta verjendur viðtekinna skoðana alveg reynt að halda því fram að þetta eigi við um bæði kynin en í veruleikanum lúta konur miklu strangari kröfum en karlar. Sem kristallast hjá stjórnmálakonum. Eftir kappræður í íslensku sjónvarpi upphefst til dæmis ætíð umræða um hvernig Ingibjörgu Sólrúnu tókst upp með huggulegt útlitið, í hverju hún var eða hversu mikið hún hló. Eða hversu lítið hún brosti og var þar með rosa gribbuleg. Hins vegar hafi Steingrími J. mælst vel eða illa og Geir verið sannfærandi eða ekki. Útleiðin úr þessari klípu er ekki ljós. Ef til vill hafa rauðsokkur aflað okkur frelsis með því að tæta sig úr brjóstahöldunum en síðan eru liðin mörg ár. Enn þá fjallar það fjölmiðlaefni sem hefur einkum konur í markhópnum að miklu leyti um tísku og snyrtivörur. Kannski finnst okkur sjálfum við enn vera bara lítil stelpukrútt á háum hælum á leiðinni til bankastjóra að biðja um dálítið lán.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun