Ölvis: Bravado - þrjár stjörnur 28. ágúst 2007 09:30 Ölvis er hæfileikaríkur tónlistarmaður sem sýnir vel hvers hann er megnugur á Bravado þó hann eigi margt inni. Ölvis er einmenningssveit Örlygs Þórs Örlygssonar en hann kom mjög á óvart með annarri breiðskífu sinni, The Blue Sound, sem kom út seint á árinu 2005. Bravado er því þriðja breiðskífa Ölvisar og er hún gefin út af Resonant í Bretlandi. 12 Tónar sjá hins vegar um dreifingu hér heima. Bravado inniheldur margt af því góða sem finna mátti á The Blue Sound. Útsetningar eru vandaðar, öll hljóðuppbygging sannar þroska lagahöfundar og fyrst og fremst eru vandaðar lagasmíðar hér á ferð. Það sem Bravado tekst hins vegar ekki að gera er að bæta við The Blue Sound og sýna þannig nýjar og helst auðvitað betri hliðar á Ölvis sem tónlistarmanni. Ölvis nær á margan hátt að framkalla hughrif sem minna helst á draumóra liggjandi manns úti í náttúrunni með norðurljósin sveimandi yfir sér. Íslenskir textar setja líka sinn svip á yfirbragð plötunnar. Oftast eru þeir einfaldir, mikið er af endurtekningum og innihaldið segir manni að Ölvis er ekki endilega svo sáttur við ástand hins nútíma heims. Hughrifin ná hins vegar ekki að koma sér nógu vel til skila, hvorki í gegnum textana né flæðandi laglínurnar. War Chant og Everything is Energy eru dæmi um lög sem ætla sér að verða eitthvað meira en þau enda síðan á að verða. Söngur Ölvisar nær einnig að fara stundum í taugarnar á manni, eitthvað sem hann gerði ekki á The Blue Sound. Kannski er samt ekki réttlátt að bera þessar tvær plötur of mikið saman. Bravado stendur vissulega fyrir sínu ein og sér, hefur margt fram að færa og græðir mikið á öllu því hæfileikaríka fólki sem tók þátt í vinnslu plötunnar. Wake Up Now er líklegast besta dæmið. Samt er það þannig að Bravado ristir ekki eins djúpt og The Blue Sound og það er staðreynd sem stendur út af fyrir sig og er óháð öðru. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ölvis er einmenningssveit Örlygs Þórs Örlygssonar en hann kom mjög á óvart með annarri breiðskífu sinni, The Blue Sound, sem kom út seint á árinu 2005. Bravado er því þriðja breiðskífa Ölvisar og er hún gefin út af Resonant í Bretlandi. 12 Tónar sjá hins vegar um dreifingu hér heima. Bravado inniheldur margt af því góða sem finna mátti á The Blue Sound. Útsetningar eru vandaðar, öll hljóðuppbygging sannar þroska lagahöfundar og fyrst og fremst eru vandaðar lagasmíðar hér á ferð. Það sem Bravado tekst hins vegar ekki að gera er að bæta við The Blue Sound og sýna þannig nýjar og helst auðvitað betri hliðar á Ölvis sem tónlistarmanni. Ölvis nær á margan hátt að framkalla hughrif sem minna helst á draumóra liggjandi manns úti í náttúrunni með norðurljósin sveimandi yfir sér. Íslenskir textar setja líka sinn svip á yfirbragð plötunnar. Oftast eru þeir einfaldir, mikið er af endurtekningum og innihaldið segir manni að Ölvis er ekki endilega svo sáttur við ástand hins nútíma heims. Hughrifin ná hins vegar ekki að koma sér nógu vel til skila, hvorki í gegnum textana né flæðandi laglínurnar. War Chant og Everything is Energy eru dæmi um lög sem ætla sér að verða eitthvað meira en þau enda síðan á að verða. Söngur Ölvisar nær einnig að fara stundum í taugarnar á manni, eitthvað sem hann gerði ekki á The Blue Sound. Kannski er samt ekki réttlátt að bera þessar tvær plötur of mikið saman. Bravado stendur vissulega fyrir sínu ein og sér, hefur margt fram að færa og græðir mikið á öllu því hæfileikaríka fólki sem tók þátt í vinnslu plötunnar. Wake Up Now er líklegast besta dæmið. Samt er það þannig að Bravado ristir ekki eins djúpt og The Blue Sound og það er staðreynd sem stendur út af fyrir sig og er óháð öðru. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira