Hinir vammlausu 27. ágúst 2007 05:30 Fyrir um það bil ári fékk fólk sem býr í eldgömlu fjölbýlishúsi í 101-hverfinu óvænt símtal frá manni sem kynnti sig sem fasteignasala. Erindið var að spyrja hvað íbúð fjölskyldunnar ætti að kosta. Svarið var að íbúðin væri alls ekki til sölu. Á næstu vikum frétti litla fjölskyldan í litlu íbúðinni í litla fjölbýlishúsinu að sami fasteignasali hefði haft samband við aðra íbúa hússins og erindið hefði verið hið sama. Hvað kostar íbúðin þín? Fasteignasali þessi var greinilega af nauðgara-manntegund þeirri sem telur að „nei" sé ekkert svar. Hann tilkynnti hinum heimakæru að hann hefði nú þegar komist yfir tvær íbúðir í húsinu og væri að hugsa um að lána þær erfiðu fólki sem væri alræmt fyrir ofbeldi og óreglu. SÍMTÖLIN héldu áfram. Fasteignasalinn sýndi svo mikla staðfestu í ásetningi sínum að íbúarnir létu einn af öðrum undan þrýstingnum og gengu að kauptilboðum. Loks kom þar að einungis hinir þvermóðskufullu íbúðareigendur voru eftir. MAGNAÐIST nú áreitið. Fasteignasalinn lagði niður hið kurteisa viðmót sem hann hafði sýnt í byrjun. Hótanirnar um að gera fólkinu ólíft í húsinu ef það héldi áfram að þverskallast við að selja urðu sífellt skuggalegri - og raunverulegri þar sem þessi óprúttni aðili var nú orðinn eigandi að miklum meirihluta í fasteigninni. AÐ SJÁLFSÖGÐU gafst litla fjölskyldan í litlu íbúðinni upp á endanum og seldi fasteignasalanum íbúðina sem hún hafði ætlað sér að búa í til frambúðar. AF FASTEIGNASALANUM harðsnúna er hins vegar það að frétta að um leið og honum hafði tekist að sölsa undir sig þetta hús og nokkur önnur hljóp óvænt á snærið hjá honum og voldugir aðilar sem ekki mega vamm sitt vita keyptu fasteignafélag hans. Hinir voldugu aðilar sem ekki mega vamm sitt vita bera að sjálfsögðu enga ábyrgð á svívirðilegri framkomu fasteignasalans enda hafa hinir voldugu aðilar sem ekki mega vamm sitt vita fyrst og fremst fórnfúsan áhuga á rífa ljót hús og byggja falleg í staðinn og þróa betri byggð í 101-hverfinu í sátt og samkomulagi við bæði Guð og menn og ekki síst borgaryfirvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Fyrir um það bil ári fékk fólk sem býr í eldgömlu fjölbýlishúsi í 101-hverfinu óvænt símtal frá manni sem kynnti sig sem fasteignasala. Erindið var að spyrja hvað íbúð fjölskyldunnar ætti að kosta. Svarið var að íbúðin væri alls ekki til sölu. Á næstu vikum frétti litla fjölskyldan í litlu íbúðinni í litla fjölbýlishúsinu að sami fasteignasali hefði haft samband við aðra íbúa hússins og erindið hefði verið hið sama. Hvað kostar íbúðin þín? Fasteignasali þessi var greinilega af nauðgara-manntegund þeirri sem telur að „nei" sé ekkert svar. Hann tilkynnti hinum heimakæru að hann hefði nú þegar komist yfir tvær íbúðir í húsinu og væri að hugsa um að lána þær erfiðu fólki sem væri alræmt fyrir ofbeldi og óreglu. SÍMTÖLIN héldu áfram. Fasteignasalinn sýndi svo mikla staðfestu í ásetningi sínum að íbúarnir létu einn af öðrum undan þrýstingnum og gengu að kauptilboðum. Loks kom þar að einungis hinir þvermóðskufullu íbúðareigendur voru eftir. MAGNAÐIST nú áreitið. Fasteignasalinn lagði niður hið kurteisa viðmót sem hann hafði sýnt í byrjun. Hótanirnar um að gera fólkinu ólíft í húsinu ef það héldi áfram að þverskallast við að selja urðu sífellt skuggalegri - og raunverulegri þar sem þessi óprúttni aðili var nú orðinn eigandi að miklum meirihluta í fasteigninni. AÐ SJÁLFSÖGÐU gafst litla fjölskyldan í litlu íbúðinni upp á endanum og seldi fasteignasalanum íbúðina sem hún hafði ætlað sér að búa í til frambúðar. AF FASTEIGNASALANUM harðsnúna er hins vegar það að frétta að um leið og honum hafði tekist að sölsa undir sig þetta hús og nokkur önnur hljóp óvænt á snærið hjá honum og voldugir aðilar sem ekki mega vamm sitt vita keyptu fasteignafélag hans. Hinir voldugu aðilar sem ekki mega vamm sitt vita bera að sjálfsögðu enga ábyrgð á svívirðilegri framkomu fasteignasalans enda hafa hinir voldugu aðilar sem ekki mega vamm sitt vita fyrst og fremst fórnfúsan áhuga á rífa ljót hús og byggja falleg í staðinn og þróa betri byggð í 101-hverfinu í sátt og samkomulagi við bæði Guð og menn og ekki síst borgaryfirvöld.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun