Sýning á verkum Nínu 24. ágúst 2007 08:45 Nína Sæmundsdóttir Á laugardag verður opnuð sýning á verkum listakonunnar Nínu Sæmundson í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Jónína Sæmundsdóttir eða Nína eins og hún kallaði sig, var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 1892. Nínu var aðeins 23 ára þegar hún fékk inni í Tekniske skole í Kaupmannahöfn 1915-16. Síðan fer hún í Konunglegu listaakademíuna þar sem hún er við nám til 1920. Nína veikist af berklum 1920 og átti við heilsuleysi að stríða um nokkurt skeið. Það stoppaði hana ekki í að fara til Rómar þar sem hún dvaldi í ár og lagði frekari grunn að myndlistarferli sínum. Henni bauðst að sýna í New York 1926, og eftir það var hún um kyrrt fyrir vestan, fyrst í New York og síðan í Hollywood. Þar bjó hún og starfaði í þrjá áratugi. Í Bandaríkjunum vann hún mörg opinber verkefni og öðlaðist vinsældir sem næmur og fágaður portrettlistamaður.Meðal opinberra verkefna hennar má nefna Afrekshug fyrir Waldorf Astoria hótelið í New York 1931, mynd af Prómeþeif í Los Angeles 1935 og minnisvarða um Leif Eiríksson 1936, einnig í Los Angeles. Af mannamyndum má nefna portrett af Hedy Lamarr, Peter Freuchen og Vilhjálmi Stefánssyni en hún var virtur portret-málari þar í borg. Nína hélt alltaf íslenskum ríkisborgararétti sínum. Síðustu árin tók hún nokkurn þátt í íslensku listalífi, m.a. með sýningum á höggmyndum og olíumálverkum. Hún lést 1965. Meðal verka Ninu á Íslandi eru Móðurást í Lækjargötu í Reykjavík. Maríumynd í Selfosskirkju, Rökkur á Sólheimum í Grímsnesi, Ung móðir við Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð og Þorsteinn Erlingsson í Þorsteinslundi í Fljótshlíð og Njáll á Sögusetrinu. Árni Mathiesen opnar sýninguna kl. 14.00 og mun hún standa til 22. september. Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Á laugardag verður opnuð sýning á verkum listakonunnar Nínu Sæmundson í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Jónína Sæmundsdóttir eða Nína eins og hún kallaði sig, var fædd í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð 1892. Nínu var aðeins 23 ára þegar hún fékk inni í Tekniske skole í Kaupmannahöfn 1915-16. Síðan fer hún í Konunglegu listaakademíuna þar sem hún er við nám til 1920. Nína veikist af berklum 1920 og átti við heilsuleysi að stríða um nokkurt skeið. Það stoppaði hana ekki í að fara til Rómar þar sem hún dvaldi í ár og lagði frekari grunn að myndlistarferli sínum. Henni bauðst að sýna í New York 1926, og eftir það var hún um kyrrt fyrir vestan, fyrst í New York og síðan í Hollywood. Þar bjó hún og starfaði í þrjá áratugi. Í Bandaríkjunum vann hún mörg opinber verkefni og öðlaðist vinsældir sem næmur og fágaður portrettlistamaður.Meðal opinberra verkefna hennar má nefna Afrekshug fyrir Waldorf Astoria hótelið í New York 1931, mynd af Prómeþeif í Los Angeles 1935 og minnisvarða um Leif Eiríksson 1936, einnig í Los Angeles. Af mannamyndum má nefna portrett af Hedy Lamarr, Peter Freuchen og Vilhjálmi Stefánssyni en hún var virtur portret-málari þar í borg. Nína hélt alltaf íslenskum ríkisborgararétti sínum. Síðustu árin tók hún nokkurn þátt í íslensku listalífi, m.a. með sýningum á höggmyndum og olíumálverkum. Hún lést 1965. Meðal verka Ninu á Íslandi eru Móðurást í Lækjargötu í Reykjavík. Maríumynd í Selfosskirkju, Rökkur á Sólheimum í Grímsnesi, Ung móðir við Hlíðarendakirkju í Fljótshlíð og Þorsteinn Erlingsson í Þorsteinslundi í Fljótshlíð og Njáll á Sögusetrinu. Árni Mathiesen opnar sýninguna kl. 14.00 og mun hún standa til 22. september.
Mest lesið Seldist upp á einni mínútu Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira