BB og Blake í leitirnar 24. ágúst 2007 07:00 BB og Blake Mustang, fyrsta lag hljómsveitarinnar BB & Blake, er komin í spilun. „Samstarfið byrjaði þegar ég fékk Magga til að semja tónlist fyrir stuttmyndina mína, Monsieur Hyde,“ segir BB, eða Vera Sölvadóttir, annar helmingur hljómsveitarinnar BB and Blake. Stuttmynd þessi verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í haust. „Ég vildi syngja eitt lagið í myndinni á frönsku. Ég kann ekki frönsku þannig að ég fékk Veru til að þýða textann yfir á frönsku fyrir mig. Hún gerði það og talaði textann inn á band fyrir mig út af framburðinum. Ég fór að leika mér með röddina hennar, bjó til lag og sendi henni. Hún varð hrifin og þannig byrjaði þetta,“ segir Blake eða Magnús Jónsson leikari sem var áður í Gus Gus og Silfurtónum. Þau unnu lengi að plötunni með þessum hætti, sendu lagahugmyndir og upptökur á milli landa, en Vera bjó þá í París. Samstarfið hefur verið frjósamt því þau eru að leggja lokahönd á breiðskífuna Great Getaway sem er að hluta til pródúseruð af þýskum pródúserum sem hafa einnig unnið með Wu Tang Clan og fleiri góðum. Tónlistin er öll unnin út frá karakterunum BB og Blake. „Þetta gefur manni svo mikið frelsi,“ segir Vera „Við komum líka úr sömu átt, ég er leikari og Vera leikstjóri þannig að þetta form hentar okkur báðum mjög vel,“ segir Magnús. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Samstarfið byrjaði þegar ég fékk Magga til að semja tónlist fyrir stuttmyndina mína, Monsieur Hyde,“ segir BB, eða Vera Sölvadóttir, annar helmingur hljómsveitarinnar BB and Blake. Stuttmynd þessi verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í haust. „Ég vildi syngja eitt lagið í myndinni á frönsku. Ég kann ekki frönsku þannig að ég fékk Veru til að þýða textann yfir á frönsku fyrir mig. Hún gerði það og talaði textann inn á band fyrir mig út af framburðinum. Ég fór að leika mér með röddina hennar, bjó til lag og sendi henni. Hún varð hrifin og þannig byrjaði þetta,“ segir Blake eða Magnús Jónsson leikari sem var áður í Gus Gus og Silfurtónum. Þau unnu lengi að plötunni með þessum hætti, sendu lagahugmyndir og upptökur á milli landa, en Vera bjó þá í París. Samstarfið hefur verið frjósamt því þau eru að leggja lokahönd á breiðskífuna Great Getaway sem er að hluta til pródúseruð af þýskum pródúserum sem hafa einnig unnið með Wu Tang Clan og fleiri góðum. Tónlistin er öll unnin út frá karakterunum BB og Blake. „Þetta gefur manni svo mikið frelsi,“ segir Vera „Við komum líka úr sömu átt, ég er leikari og Vera leikstjóri þannig að þetta form hentar okkur báðum mjög vel,“ segir Magnús.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira