BB og Blake í leitirnar 24. ágúst 2007 07:00 BB og Blake Mustang, fyrsta lag hljómsveitarinnar BB & Blake, er komin í spilun. „Samstarfið byrjaði þegar ég fékk Magga til að semja tónlist fyrir stuttmyndina mína, Monsieur Hyde,“ segir BB, eða Vera Sölvadóttir, annar helmingur hljómsveitarinnar BB and Blake. Stuttmynd þessi verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í haust. „Ég vildi syngja eitt lagið í myndinni á frönsku. Ég kann ekki frönsku þannig að ég fékk Veru til að þýða textann yfir á frönsku fyrir mig. Hún gerði það og talaði textann inn á band fyrir mig út af framburðinum. Ég fór að leika mér með röddina hennar, bjó til lag og sendi henni. Hún varð hrifin og þannig byrjaði þetta,“ segir Blake eða Magnús Jónsson leikari sem var áður í Gus Gus og Silfurtónum. Þau unnu lengi að plötunni með þessum hætti, sendu lagahugmyndir og upptökur á milli landa, en Vera bjó þá í París. Samstarfið hefur verið frjósamt því þau eru að leggja lokahönd á breiðskífuna Great Getaway sem er að hluta til pródúseruð af þýskum pródúserum sem hafa einnig unnið með Wu Tang Clan og fleiri góðum. Tónlistin er öll unnin út frá karakterunum BB og Blake. „Þetta gefur manni svo mikið frelsi,“ segir Vera „Við komum líka úr sömu átt, ég er leikari og Vera leikstjóri þannig að þetta form hentar okkur báðum mjög vel,“ segir Magnús. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Samstarfið byrjaði þegar ég fékk Magga til að semja tónlist fyrir stuttmyndina mína, Monsieur Hyde,“ segir BB, eða Vera Sölvadóttir, annar helmingur hljómsveitarinnar BB and Blake. Stuttmynd þessi verður sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í haust. „Ég vildi syngja eitt lagið í myndinni á frönsku. Ég kann ekki frönsku þannig að ég fékk Veru til að þýða textann yfir á frönsku fyrir mig. Hún gerði það og talaði textann inn á band fyrir mig út af framburðinum. Ég fór að leika mér með röddina hennar, bjó til lag og sendi henni. Hún varð hrifin og þannig byrjaði þetta,“ segir Blake eða Magnús Jónsson leikari sem var áður í Gus Gus og Silfurtónum. Þau unnu lengi að plötunni með þessum hætti, sendu lagahugmyndir og upptökur á milli landa, en Vera bjó þá í París. Samstarfið hefur verið frjósamt því þau eru að leggja lokahönd á breiðskífuna Great Getaway sem er að hluta til pródúseruð af þýskum pródúserum sem hafa einnig unnið með Wu Tang Clan og fleiri góðum. Tónlistin er öll unnin út frá karakterunum BB og Blake. „Þetta gefur manni svo mikið frelsi,“ segir Vera „Við komum líka úr sömu átt, ég er leikari og Vera leikstjóri þannig að þetta form hentar okkur báðum mjög vel,“ segir Magnús.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira