Fólat lengir lífið 23. ágúst 2007 02:30 Elva Gísladóttir, næringarfræðingur hjá Lýðheilsustöð. MYND/Hörður Mikilvægi B-vítamínsins fólats ætti öllum sem aðhyllast heilsusamlegt mataræði og heilbrigt líferni. Nýlega birti bandaríska tímaritið American Journal of Clinical Nutrition niðurstöður sænskrar rannsóknar sem sýndi að hærri inntaka fólats tengdist lægri tíðni brjóstakrabbameins í konum eldri en 50 ára, en konunum var fylgt eftir í níu og hálft ár. „Niðurstöður leiddu í ljós að konur sem neytt höfðu fólatríkrar fæðu á þessum tæpa áratug fengu síður brjóstakrabbamein eftir tíðahvörf,“ segir Elva Gísladóttir, næringarfræðingur hjá Lýðheilsustöð, en Elva vinnur nú að uppfærslu á bæklingnum Fólat, sem senn kemur fyrir augu almennings. „Fólat er lífsnauðsynlegt fyrir alla; börn, konur og karla. Fólat er yfirheiti á vissri tegund B-vítamíns, en heitir fólínsýra í vítamínbættum matvælum og töfluformi. Ráðlagður dagskammtur fullorðinna er 300 míkrógrömm fyrir bæði kynin, en konur á barneignaraldri þurfa 400 míkrógrömm,“ segir Elva og leggur ríka áherslu á að konur sem geti orðið barnshafandi taki 400 milligramma fólattöflu (fólínsýrutöflu) daglega sem viðbót við fólatríkt fæði. „Þá er einnig mikilvægt að taka inn fólínsýru fyrstu tólf vikur meðgöngunnar. Með þessu er dregið úr líkum á skaða í miðtaugakerfi fósturs, svo sem klofnum hrygg, heilaleysi og vatnshöfði.“ Fólat finnst einkum í grænmeti, ávöxtum, hnetum, baunum og vítamínbættu morgunkorni, en sem dæmi má uppfylla dagsþörf fullorðinna með einni og hálfri skál af vítamínbættu morgunkorni, þótt Elva mæli vitaskuld með fjölbreyttu og fólatríku mataræði, fremur en einhæfri vítamíninntöku af því tagi. „Ráðleggingin um fimm dagskammta ávaxta og grænmetis er enn í fullu gildi. Fólat er nauðsynlegt fyrir efnaskipti kjarnsýra, efnaskipti amínósýra, það vinnur með B12-vítamíni við myndun heilbrigðra blóðfruma og getur hugsanlega dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum vegna þeirrar verkunar að lækka styrk amínósýrunnar hómósýstein í blóði,“ segir Elva. „Fólat er ekki skaðlegt efni en of stórir skammtar geta að vísu komið í veg fyrir nýtingu sinks og B12 úr fæðu. Lifur er geysilega auðug af fólati en er alls ekki fyrir ófrískar konur því hún er einnig rík af A-vítamíni sem í of miklum mæli er skaðlegt fyrir fóstur. Fólat er einnig mikilvægt smábörnum sem og eldri börnum, en þau þurfa það í miklu minna magni og er óþarfi að taka það inn í vítamínformi. Við þurfum að hugsa vel um hvað við gefum börnum okkar að borða og mjög auðvelt er að uppfylla þörfina fyrir fólat með góðum og hollum mat. Eina vítamínið sem börn þurfa nauðsynlega til inntöku er teskeið af þorskalýsi svo þau fái nóg D-vítamín,“ segir Elva að lokum. Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Mikilvægi B-vítamínsins fólats ætti öllum sem aðhyllast heilsusamlegt mataræði og heilbrigt líferni. Nýlega birti bandaríska tímaritið American Journal of Clinical Nutrition niðurstöður sænskrar rannsóknar sem sýndi að hærri inntaka fólats tengdist lægri tíðni brjóstakrabbameins í konum eldri en 50 ára, en konunum var fylgt eftir í níu og hálft ár. „Niðurstöður leiddu í ljós að konur sem neytt höfðu fólatríkrar fæðu á þessum tæpa áratug fengu síður brjóstakrabbamein eftir tíðahvörf,“ segir Elva Gísladóttir, næringarfræðingur hjá Lýðheilsustöð, en Elva vinnur nú að uppfærslu á bæklingnum Fólat, sem senn kemur fyrir augu almennings. „Fólat er lífsnauðsynlegt fyrir alla; börn, konur og karla. Fólat er yfirheiti á vissri tegund B-vítamíns, en heitir fólínsýra í vítamínbættum matvælum og töfluformi. Ráðlagður dagskammtur fullorðinna er 300 míkrógrömm fyrir bæði kynin, en konur á barneignaraldri þurfa 400 míkrógrömm,“ segir Elva og leggur ríka áherslu á að konur sem geti orðið barnshafandi taki 400 milligramma fólattöflu (fólínsýrutöflu) daglega sem viðbót við fólatríkt fæði. „Þá er einnig mikilvægt að taka inn fólínsýru fyrstu tólf vikur meðgöngunnar. Með þessu er dregið úr líkum á skaða í miðtaugakerfi fósturs, svo sem klofnum hrygg, heilaleysi og vatnshöfði.“ Fólat finnst einkum í grænmeti, ávöxtum, hnetum, baunum og vítamínbættu morgunkorni, en sem dæmi má uppfylla dagsþörf fullorðinna með einni og hálfri skál af vítamínbættu morgunkorni, þótt Elva mæli vitaskuld með fjölbreyttu og fólatríku mataræði, fremur en einhæfri vítamíninntöku af því tagi. „Ráðleggingin um fimm dagskammta ávaxta og grænmetis er enn í fullu gildi. Fólat er nauðsynlegt fyrir efnaskipti kjarnsýra, efnaskipti amínósýra, það vinnur með B12-vítamíni við myndun heilbrigðra blóðfruma og getur hugsanlega dregið úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum vegna þeirrar verkunar að lækka styrk amínósýrunnar hómósýstein í blóði,“ segir Elva. „Fólat er ekki skaðlegt efni en of stórir skammtar geta að vísu komið í veg fyrir nýtingu sinks og B12 úr fæðu. Lifur er geysilega auðug af fólati en er alls ekki fyrir ófrískar konur því hún er einnig rík af A-vítamíni sem í of miklum mæli er skaðlegt fyrir fóstur. Fólat er einnig mikilvægt smábörnum sem og eldri börnum, en þau þurfa það í miklu minna magni og er óþarfi að taka það inn í vítamínformi. Við þurfum að hugsa vel um hvað við gefum börnum okkar að borða og mjög auðvelt er að uppfylla þörfina fyrir fólat með góðum og hollum mat. Eina vítamínið sem börn þurfa nauðsynlega til inntöku er teskeið af þorskalýsi svo þau fái nóg D-vítamín,“ segir Elva að lokum.
Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira