Ágúst gerir draugamynd á Grettisgötu 20. ágúst 2007 06:00 Ágúst hyggst láta söguna gerast í nútímanum og þá væntanlega á Grettisgötunni þar sem hann býr sjálfur. „Þetta er bara kvikmynd sem ég ætla að gera og kemst vonandi á koppinn snemma á næsta ári,“ segir Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjórinn góðkunni, en hann leggur nú lokahönd á handrit sem heitir Ófeigur gengur aftur. Ágúst fékk nýlega handritastyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands en síðasta mynd hans, Í takt við tímann, með hinum einu sönnu Stuðmönnum, var framlag Íslendinga í forvalið fyrir Óskarsverðlaunin árið 2005. Ágúst segir að þetta sé ef til vill ekki draugamynd í þeirri merkingu að þeir leiki aðalhlutverkið en vissulega komi framliðnar persónur við sögu. Leikstjórinn segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum undanfarin fimmtán ár og er kampakátur yfir því að hún virðist nú loks ætla að verða að veruleika. „Það var ekki fyrr en ég fluttist á Grettisgötuna að mér fannst ég vera kominn í rétta umhverfið fyrir söguna og leið eins og að hérna gæti myndin gerst,“ útskýrir Ágúst. Ágúst segist hins vegar sjálfur aldrei hafa lent í draugagangi eða verið svo merkilegur að sjá draug en hann sé, líkt og margir aðrir Íslendingar, upptekinn og heillaður af yfirnáttúrulegum fyrirbærum. „Þetta er kannski það atriði sem sameinar íslenskar kvikmyndir, þessi brennandi áhugi á þessum fyrirbærum.“ Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
„Þetta er bara kvikmynd sem ég ætla að gera og kemst vonandi á koppinn snemma á næsta ári,“ segir Ágúst Guðmundsson, kvikmyndaleikstjórinn góðkunni, en hann leggur nú lokahönd á handrit sem heitir Ófeigur gengur aftur. Ágúst fékk nýlega handritastyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands en síðasta mynd hans, Í takt við tímann, með hinum einu sönnu Stuðmönnum, var framlag Íslendinga í forvalið fyrir Óskarsverðlaunin árið 2005. Ágúst segir að þetta sé ef til vill ekki draugamynd í þeirri merkingu að þeir leiki aðalhlutverkið en vissulega komi framliðnar persónur við sögu. Leikstjórinn segist hafa gengið með þessa hugmynd í maganum undanfarin fimmtán ár og er kampakátur yfir því að hún virðist nú loks ætla að verða að veruleika. „Það var ekki fyrr en ég fluttist á Grettisgötuna að mér fannst ég vera kominn í rétta umhverfið fyrir söguna og leið eins og að hérna gæti myndin gerst,“ útskýrir Ágúst. Ágúst segist hins vegar sjálfur aldrei hafa lent í draugagangi eða verið svo merkilegur að sjá draug en hann sé, líkt og margir aðrir Íslendingar, upptekinn og heillaður af yfirnáttúrulegum fyrirbærum. „Þetta er kannski það atriði sem sameinar íslenskar kvikmyndir, þessi brennandi áhugi á þessum fyrirbærum.“
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira